Hvítar bólur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
haugurinn
Posts: 2
Joined: 15 Dec 2011, 22:00

Hvítar bólur

Post by haugurinn »

Ég er nýr í fiskibransanum og hef enga reynslu í veikindum gullfiska.

Ég tók eftir því að á minnsta comet fisknum mínum var komin hvít bóla á skrokkinn, ekkert ósvipað unglingabólu (sjá meðfylgjandi mynd).
Ég tók hann úr búrinu frá hinum fiskunum í fyrradag og í dag er að koma önnur svona bóla á hinni hliðinni á honum.

Að öðru leiti er fiskurinn hress, borðar og syndir og virðist haga sér eins og gullfiskur á góðum degi.

Vangaveltur mínar eru þessar:
Hvað getur þetta verið og hvernig tek ég á þessu?

Mbk.
Haukur
lasinn-comet.jpg
lasinn-comet.jpg (163.08 KiB) Viewed 4499 times
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Hvítar bólur

Post by Vargur »

Þetta gæti verið fungus sem kemur í sár á fisknum, gott vatn og salt (ca 1 matskeið á 10 l.) ætti að laga það.
Einnig gæti þetta verið æxli sem oft kemur á gullfiska, æxlið virðist ekki há fiskunum mikið og er ekki smitandi.

Eru aðrir fiskar með gullfiskunum í búri ?
haugurinn
Posts: 2
Joined: 15 Dec 2011, 22:00

Re: Hvítar bólur

Post by haugurinn »

Takk fyrir þessi svör Vargur.
Það er lítil ancistra með í búrinu með þeim.
Annars tók ég eftir í morgun að þetta er dottið af fisknum er og nú er bara smá sár eftir þetta.

Ætti ég að hafa hann áfram í einangrun, og hvað lengi?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hvítar bólur

Post by keli »

Leyfðu sárinu að gróa, þá ætti hann að vera í lagi að vera með öðrum fiskum. Þó þetta sé líklega ekki smitandi þá er gott að þetta fái frið til að gróa.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply