ég var með fallegt búr og líflegt en svo fékk ég mér 2 arowana og eftir það dóu flestir fiskarnir, mér var sagt að þær myndu ekki éta ancristur eða rósabarba þeir væru of snoggir en allt hvarf samt og ég missti 2. 30 cm balahákarla og 2. 30 cm pangasius sanitwongsei, stora froska og helling af öðru sem mér var sagt að myndi lifa með Arowana samkvæmt dýragarðinum þar sem ég keypti þær, núna er önnur frekar veikluleg með uggana með síðunni en hin mjög fersk og borðar vel, þessi veiklulega sé ég aldrei borða en samt lifir hún ?
Nýlega fékk ég mér fullvaxinn Jack Dempsay og 2 óskara, setti þá í búrið 10 um kvöldið og morguninn eftir var Demseyin dauður og óskarnir næstum því dauðir... ég setti óskarana í annað búr um 120 l. og annar er búin að ná sér og er skemmtilegur eins og þeir eiga að vera en hinn held ég að sé blindur..( kemur í ljós seinna)
Og ofaná allt er ég kominn með helling af þörung, svartþörung held ég, kom í sumar, hann er meira að segja í sandinum.. Hvað á ég að gera í sambandi við þörunginn ?
ég þori varla að taka lokið af búrinu vegna þess að þá stökkva arowönurnar líklega úr búrinu eins og þær gerðu þegar ég setti þær í búrið , þá hoppuðu þær i gluggakistuna í gegnum rimlagardínur .... ps þær láta 4 skala í friði, veit ekki af hverju en ég sé að þeim líður ekki vel, hanga venjulega í hornunum nema þegar ég gef þeim....
á ég að láta arowönurnar í minna búrið og setja óskarana í stóra búrið .... eða á ég að hafa óskarana í littla búrinu og arowönurnar í stóra, littla búrið er samt um 120 cm langt....
þarf ég að henda sandinum og öllu og byrja upp á nýtt eða hvað ? og hvernig eru þessar arowana í umgengni ?
720 L búr í rugli eftir að ég fékk mér Arowana 2 stk.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Van-Helsing
- Posts: 37
- Joined: 30 Aug 2008, 19:18
720 L búr í rugli eftir að ég fékk mér Arowana 2 stk.
720l Aquastabil búr, 130l búr, 100l búr, 30l búr...
Re: 720 L búr í rugli eftir að ég fékk mér Arowana 2 stk.
Arowönur eru mjög mismunandi, og ómögulegt að segja hvort þær éti búrfélaga sína eða ekki. Ég hef þó náð að halda ýmsu með arowana án mikilla vandræða, þám discus, trúðabótíur (stórar), skötur, ankistrur og fleira.
Það er þó mjög ólíklegt að þér takist að halda þeim báðum lifandi í sama búrinu, þær ganga afar sjaldan saman tvær, og ástæðan fyrir að önnur er veikluleg er vegna þess að hin er að hrella hana.
120 lítra búr er of lítið fyrir óskara og allt of lítið fyrir arowana. Ef þú getur ekki haft fiskana saman í 720l búrinu þá verðurðu að fara að hugsa um að fækka fiskunum hjá þér.
Það er þó mjög ólíklegt að þér takist að halda þeim báðum lifandi í sama búrinu, þær ganga afar sjaldan saman tvær, og ástæðan fyrir að önnur er veikluleg er vegna þess að hin er að hrella hana.
120 lítra búr er of lítið fyrir óskara og allt of lítið fyrir arowana. Ef þú getur ekki haft fiskana saman í 720l búrinu þá verðurðu að fara að hugsa um að fækka fiskunum hjá þér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net