Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Engar styrkingar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Þetta er flott hjá þér Keli.....það er svo miklu skemmtilega að hafa þetta í rekka...minnkar vinnuna og eykur ánægjuna....
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Staðan á stæðunni er núna þannig að ég er með 5 búr full af skölum sem ég er að hugsa um að rækta, svo er ég með 3 ankistrupör og einhver gúbbíseiði.

Ég er núna að hugsa hvað ég eigi að setja í 4 búr sem eru "laus". Einhver með spennandi hugmyndir? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2

Post by keli »

Er ekki kominn tími til að vekja þennan þráð, þar sem þetta eru einu fiskabúrin mín eins og er?

Í honum eru:
4x Peckoltia L134
2x Apistogramma McMasteri (par, vonandi tekst mér að plata þá til að hrygna)
5x Brúsknefjapör 5, ásamt slatta af seiðum og misgömlum brúsknefjum
20x Endler gúbbíar
7x Skalar sem stendur til að losa sig við
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2

Post by keli »

L134
Image

Ekki alveg gefins að taka mynd þegar það er ekkert ljós í búrinu og íbúarnir feimnir
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Re: Rekki #2

Post by Rembingur »

keli wrote:L134

Ekki alveg gefins að taka mynd þegar það er ekkert ljós í búrinu og íbúarnir feimnir
Ertu með margar svona?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2

Post by keli »

Rembingur wrote:Ertu með margar svona?
4stk
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Re: Rekki #2

Post by Rembingur »

keli wrote:
Rembingur wrote:Ertu með margar svona?
4stk
Góður. Á að reyna fjölga þeim?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2

Post by keli »

Rembingur wrote:Góður. Á að reyna fjölga þeim?
Það var planið :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Rekki #2

Post by Gudmundur »

eru þetta 2 af hvoru kyni ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2

Post by keli »

Gudmundur wrote:eru þetta 2 af hvoru kyni ?
Hef ekki hugmynd :) Það á eftir að koma í ljós, en vonandi eru þetta ekki allt kerlingar eða allt karlar. Ég hugsa að ég bæti við amk 2 stykkjum ef mér tekst að halda þessum í góðu standi. 4 er í minna lagi fyrir ræktunarpælingar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Rekki #2

Post by Gudmundur »

hvaða týpu af endler ertu með ? fretti að þetta væri nýinnflutt
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2

Post by keli »

Bara venjulega. Leist best á þá. Ég er alveg til í að bítta ef þig langar að fá ferskt blóð í stofninn þinn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2

Post by keli »

Það beið mín glaðningur í gærmorgun.. :)
Image
Hrogn, dagur 2 (uþb 36 klst gömul)
Þetta er líklega 5 brúsknefjahrygningin mín í mánuðinum, en ég er alltaf í veseni með að halda lífi í seiðunum, og aðeins nokkur lifa úr hverri hrygningu..

Svona lítur rekkinn út í dag
Image

Efsta hæð (án ljósa): L134 - tómt - mcmasteri
3ja hæð: 3x Ancistrur (hrygnandi), 4x endler - Skalar (vill einhver?) - 1x skali, ancistrupar
2 hæð: endler, blonde ancistrukall - Ancistrupar (hrygnandi) - Skalar, Ancistrupar
1 hæð (sumpur): Haugur af ancistrum, þám amk 2 hrygnandi pör, nokkur endler seiði

2hæð blonde ancistrukallinn:
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Re: Rekki #2

Post by ellixx »

ég leyfi kallinum bara að ala þetta upp í smá tíma og er ekki að missa mikið af seiðum.
virðist ganga betur svoleiðis en að taka frá honum hrognin.
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2

Post by keli »

ellixx wrote:ég leyfi kallinum bara að ala þetta upp í smá tíma og er ekki að missa mikið af seiðum.
virðist ganga betur svoleiðis en að taka frá honum hrognin.
Ég tók hrognin frá því karlinn sparkaði þeim út (væntanlega óvart). Þau hefðu annars verið étin. Annars er ekkert mál að halda hrognunum á lífi, vandamálið er eftir 2-3 vikur, þegar seiðin eru búin að synda í nokkra daga, þá fara þau að drepast eitt af öðru.


Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Re: Rekki #2

Post by ellixx »

já það gerðist líka hjá mér þegar ég var að láta seiðin í 30 litra búrið , en nú hef ég þau í búrinu með parinu í svona 4-5 vikur og fer með þau beint í rekkann , þaðvar eins og þau findu ekki matin og sveltu . nú reyni ég að gefa mikið og helst mat sem dreifist svoldið um búrið.
annars flotir fiskar og flottur rekki :)
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Rekki #2

Post by prien »

Ef sett er agúrka hjá seiðunum, fara þau ekki í hana?
500l - 720l.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2

Post by keli »

prien wrote:Ef sett er agúrka hjá seiðunum, fara þau ekki í hana?
Ancistrurnar eru voðalega feimnar við það hjá mér eitthvað.. Mér finnst það alltaf taka amk 1 sólarhring áður en þær fara á gúrku (þótt hún sé "blanched"), og þá er ég orðinn hálf hræddur við að vera að menga vatnið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by prien »

Þú getur gert gúrkuna "blanched" áður en þú setur hana í búrið.
Ég hef gert þetta með sukini, gengur ábyggilega líka með gúrku.
Þá setur þú gúrku (sukini) bitann í skál og lætur vatn fljóta upp á miðjar hliðar á gúrkunni og setur þetta í nokkrar sec í örbylgjuna, þangað til hún er orðin hæfilega "blanched"
Eins og ég seigi, þá hef ég prófað þetta á sukini og gekk það vel.
Ég var með nokkra Otocinklusa sem fengust ekki til að snerta sukini fyrr en eftir sólarhring, en með þessari aðferð, þá fóru þeir fljótlega í þetta eftir að það fór í búrið.
Annars hef ég velt því fyrir mér hversu mikið gúrka mengar yfir höfuð.
Er gúrka ekki vel yfir 90% vatn?
500l - 720l.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by keli »

Hrogn, dagur 3:
Image

Þarna eru æðar farnar að sjást, augu, hryggur og jafnvel hjarta ef maður skoðar fulla upplausn. Ótrúlega fljótt að gerast. Eftir um 2 daga fara seiðin úr "skelinni" og fara að sprikla, og eftir rúma viku fara þau að verða búin með kviðpokann.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by keli »

Hrogn, dagur 4:
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by Sibbi »

Skemmtilegt þetta hjá þér Keli, endilega póstaðu inn þróuninni, framhaldinu.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by keli »

Dagur 5, búin að klekjast út:
Image

Image


Það er alveg magnað að fylgjast með þessum krílum, maður horfir á hjartað slá á fullu :) Ég taldi þau og þetta eru uþb 60-70stk.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by Frikki21 »

Vá hvað þetta er flott! Þú verður að koma með fleiri myndir næstu daga :)
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by keli »

Dagur 6 (29 des), kviðpokinn töluvert minni.
Myndirnar eru því miður ekki upp á marga fiska - seiðagreyin halda sig hinumegin í seiðabúrinu og erfitt að ná skýrri mynd þar sem þau eru.

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by keli »

Dagur 10. Ég var ekki heima yfir áramótin þannig að ég gat ekki tekið myndir seinustu daga.

Image

Image

Image

Engin afföll ennþá og ég er farinn að gefa þeim muldar flögur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Re: Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by forsetinn »

Ég hef komið upp slatta af brúsknefjum - er með eina hrygningu í gangi núna þ.e.a.s ca 4 vikna gömul seiði.
Gef mulið fóður og grænfóður í föstu formi með.....gengur vel upp.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by keli »

Fullt af seiðum, að gæða sér á kúrbít. Sést svolítið meira af seiðbúrinu þarna, og íbúunum fyrir utan það.
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Rekki #2 - Brúsknefjaræktun, L134 og Endler

Post by keli »

Brúskarnir eru enn gríðarlega hressir. Ég er búinn að fá 3 hrygningar frá öðrum pörum síðan þarna, eina tók ég ekki frá, en tvær er ég búinn að taka frá. Einn hrognaklasinn var kominn úr hellinum og svo tók ég haug af kviðpokaseiðum frá öðrum karli. Flotbúrin eru orðin ansi þéttsetin hjá mér. Það væri gaman að koma þessum seiðum öllum á legg :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply