Sæl veriði
Mig langaði að spyrja ykkur sem þekkið þetta manna best þannig er að ég er með 4 gubbý 3 neon tetrur svartar og 2 neon tetrur bláar einn Platty og eina sugu og síðan einn Bardagafisk þetta er 25 lítra búr er ekki í lagi að hafa Bardagafiskin með þeim ég hef verið að fylgjast með þeim og mér finnst þeir una sér vel en hann er svona kóngurinn í búrinu þá er það spurningin er þetta í lagi eða mun hann ganga frá þeim sem eru í búrinu hægt og hljótt þegar ég keyfti hann þá var mér sagt að þetta væri í besta lagi
Síðan er að ég var með 2 platty annar dó ég tók eftir því að hann fór alltaf niður á botn og rak sig alltaf í allt eða fór svona með snoppuna í botnin eins og hann sægi hann ekki kannski orðin blindur og var frekar linur síðan kvaddi blessaður hvað haldiði að þetta hafi verið einhver veiki eða Bardagafiskurinn tekið kannski einn fæting því þegar ég tók hann úr búrinu þá kom bardagafiskurinn og dró hann svona aðeins til sín en hinir voru svo sem að skoða hann líka en eins og ég sagði þá virðast allir una sér vel í búrinu en gaman væri og gott að fá að vita úr hverju menn halda að Plattýin dó ég keyfti þessa 2 núna í fyrradag í dyrarikinu svo guttinn er frekar svektur.
Bardagafiskur og ein spurning.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Bardagafiskur og ein spurning.
þetta búr finnst mér í minni kantinum fyrir þessa fiska þó þeir séu litlir.
Gubbýinn sleppur og platyinn.
En neon og svart neon tetrurnar þurfa að vera fleiri saman og
í stærra búri,
Svo hef ég alltaf heyrt að það sé best að vera með bardagafiska
í sérbúri. Annað hvort ráðast þeir á hina fiskana
eða þá að þeir ráðast á hann.
Það þarf að hafa í huga að búrið er bara 25lítrar
og það eru nú þegar 12 fiskar í búrinu.
Ef það væri stærra, t.d 60l þá væri þetta í lagi.
í litlum búrum er vatnið fljótt að verða lélegt og fullt af
úrgangsefnum.
Auk þess sem hitasveiflur geta verið miklar.
Það er margt sem getur hafa verið að angra Platyinn.
Gubbýinn sleppur og platyinn.
En neon og svart neon tetrurnar þurfa að vera fleiri saman og
í stærra búri,
Svo hef ég alltaf heyrt að það sé best að vera með bardagafiska
í sérbúri. Annað hvort ráðast þeir á hina fiskana
eða þá að þeir ráðast á hann.
Það þarf að hafa í huga að búrið er bara 25lítrar
og það eru nú þegar 12 fiskar í búrinu.
Ef það væri stærra, t.d 60l þá væri þetta í lagi.
í litlum búrum er vatnið fljótt að verða lélegt og fullt af
úrgangsefnum.
Auk þess sem hitasveiflur geta verið miklar.
Það er margt sem getur hafa verið að angra Platyinn.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Bardagafiskur og ein spurning.
vatnsgæðin eru eflaust léleg ef nýjir fiskar drepast fljótt
oft er það vegna of mikils nitrats, fiskarnir í búrinu lifa það lengur af vegna þess að það byggist upp smám saman yfir marga daga en hinir nýju þola ekki svona mikla breytingu
oft er það vegna of mikils nitrats, fiskarnir í búrinu lifa það lengur af vegna þess að það byggist upp smám saman yfir marga daga en hinir nýju þola ekki svona mikla breytingu
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða