kvikindi í búrinu
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
kvikindi í búrinu
hæhæ, ég er alveg nýr á þessu spjalli.
málið er að það eru lítil kvikindi að angra mig í búrinu, ég er með 160 lítra búr með tveimur frekar stórum gullfiskum og einni ryksugu, um daginn þá tók ég eftir pínulitlum grænum flugum í búrinu og fór þá að skoða betur, þá fann ég í mölinni pínulitlar lifrur ca 1-2 mm, sem eru að dunda sér við að búa til einhverskonar göng, og annað hvítt, eða hálf glært ca 1 mm. ég hef googlað helling og fundið svipað en þá er yfirleitt um stærri lifrur að ræða. mig langar til að losna við þetta úr búrinu.
fyrst langar mig til að vita hvað þetta er..
endilega ef einhver veit hvað þetta er og hvernig ég get losnað við þetta látið mig vita.
ég hef verið að spá hvort að það væri nóg að salta búrið, þá er bara spurningin, hvað má ég salta mikið ?
ég er að reyna að hengja vídeo við þennan post, en gengur eitthvað erfiðlega.
ég náði fínum myndum af báðum kvikindunum sem mig langar að sína ykkur. spurning hvort að videoið komi inn. annars verð ég bara að setja það á youtube og setja inn link er það ekki ?
takk fyrir flott spjall ;o)
málið er að það eru lítil kvikindi að angra mig í búrinu, ég er með 160 lítra búr með tveimur frekar stórum gullfiskum og einni ryksugu, um daginn þá tók ég eftir pínulitlum grænum flugum í búrinu og fór þá að skoða betur, þá fann ég í mölinni pínulitlar lifrur ca 1-2 mm, sem eru að dunda sér við að búa til einhverskonar göng, og annað hvítt, eða hálf glært ca 1 mm. ég hef googlað helling og fundið svipað en þá er yfirleitt um stærri lifrur að ræða. mig langar til að losna við þetta úr búrinu.
fyrst langar mig til að vita hvað þetta er..
endilega ef einhver veit hvað þetta er og hvernig ég get losnað við þetta látið mig vita.
ég hef verið að spá hvort að það væri nóg að salta búrið, þá er bara spurningin, hvað má ég salta mikið ?
ég er að reyna að hengja vídeo við þennan post, en gengur eitthvað erfiðlega.
ég náði fínum myndum af báðum kvikindunum sem mig langar að sína ykkur. spurning hvort að videoið komi inn. annars verð ég bara að setja það á youtube og setja inn link er það ekki ?
takk fyrir flott spjall ;o)
Re: kvikindi í búrinu
Ekki hef ég vit á því hvaða kvikindi þetta eru, en þú mátt vera viss um að einhver snillingurinn hér mun upplýsa þig um það, en vegna þess að mig langar að sjá videóið af þessu væri gaman að fá að sjá það.
Þú getur sett video_ið inn á einhvern vef sem hýsir video, tekur svo bara afrit af urlinu/slóðinni og póstar hér inn.
Sjá> viewtopic.php?f=31&t=318
Þú getur sett video_ið inn á einhvern vef sem hýsir video, tekur svo bara afrit af urlinu/slóðinni og póstar hér inn.
Sjá> viewtopic.php?f=31&t=318
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: kvikindi í búrinu
jæja, prufum þetta. hér er linkur.
http://www.youtube.com/watch?v=1MT9tLsSwmI
http://www.youtube.com/watch?v=1MT9tLsSwmI
Re: kvikindi í búrinu
OOOOJJJJJJJJJ barasta
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: kvikindi í búrinu
það er oft endalaust af kvikindum í búrunum hjá manni og sérstaklega í búrum sem hafa enga litla fiska en lang mesta lífið hef ég fengið í rækjubúr sem var iðandi af lífi þar sem rækjurnar vildu bara grænfóður en til að hreinsa það búr setti ég guppy í búrið og sá fitnaði vel á stuttum tíma
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
Re: kvikindi í búrinu
jamm, ég var að spá í að setja guppy í búrið, en ég held bara að þeir myndu enda sem fóður fyrir gullfiskana.
þetta er örugglega eitthvað sem hefur komið með matnum, þætti vænt um að fá einhverjar ráðleggingar...
þetta er örugglega eitthvað sem hefur komið með matnum, þætti vænt um að fá einhverjar ráðleggingar...
Re: kvikindi í búrinu
Frekar að þetta hafi komið með plöntum eða jafnvel fiskum. Kannski möl eða einhverju sem kom úr náttúrunni, en ólíklegt að þetta hafi komið með fóðrinu.
Mér sýnist þetta vera einhverskonar lirfa, t.d. mýflugnalirfa eða eitthvað svoleiðis. Erfitt að sjá á þessu myndbandi samt. Litlir fiskar eru vitlausir í þetta, gætir t.d. prófað zebra danio - Þeir eru ódýrir og snöggir, þannig að það er ekki víst að gullfiskarnir nái þeim.
Mér sýnist þetta vera einhverskonar lirfa, t.d. mýflugnalirfa eða eitthvað svoleiðis. Erfitt að sjá á þessu myndbandi samt. Litlir fiskar eru vitlausir í þetta, gætir t.d. prófað zebra danio - Þeir eru ódýrir og snöggir, þannig að það er ekki víst að gullfiskarnir nái þeim.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: kvikindi í búrinu
þetta fylgir því að vera með fiskabúr.
Eins og hinir segja, eina lausnin er að fá sér
litla fiska sem borða þetta.
Því hvað sem þú gerir annað þá mun þetta koma aftur
Eins og hinir segja, eina lausnin er að fá sér
litla fiska sem borða þetta.
Því hvað sem þú gerir annað þá mun þetta koma aftur
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: kvikindi í búrinu
Svalt, hvernig myndavél ertu með eiginlega?
Annars myndi ég halda að kuhli álar væru góðir gegn svona
Annars myndi ég halda að kuhli álar væru góðir gegn svona
Re: kvikindi í búrinu
ég er bara með nokia N-8, tók skope af dóta smásjá hjá dóttir minni og setti bara á linsuna, virkar svona helvíti fínt ;o)