Platy og Guppy veikir

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Korbui
Posts: 22
Joined: 15 Dec 2011, 13:39

Platy og Guppy veikir

Post by Korbui »

Hæhæ,

Ég er tilturlega nýr í þessum fiskaheimi en er með 100lítra búr sem hefur verið í gangi frá því rétt fyrir jól. Ég setti í það efni sem var til þess gert að koma flórunni í búrinu upp.

Ég var áður með annað búr þar sem ég var með 3 Guppy en flutti þá yfir í þetta þegar það var komið í gang. Einnig keypti ég mér 3 platy fiska fyrir jól sem fóru í nýja búrið.

Núna í gær þá tók ég eftir því að einn Platy fiskurinn var að synda frekar óeðlilega, þ.e. hann synti smá, lét sig sökva og stökk svo af stað aftur smá eins og hann væri að bregðast við einhverju. Þ.e. stökk af stað... í morgun var þessi sami fiskur farinn að liggja mikið á botninum þannig að ég tók hann og setti hann í gotbúr sem ég er með. Einnig googlaði ég eitthvað og fann þar upplýsingar um að það væri gott að bæta við salti í vatnið hans og gera vatnaskipti. Ég gerði því bæði en hugsa að ég hafi skipt út um 30-40% af vatninu í búrinu. Þessi fiskur dó þó í dag.

Núna er hinsvegar annar Platy fiskur farinn að haga sér eins ásamt því að einn Guppinn er farinn að synda(fljóta spriklandi) nánast lóðréttur um búrið... þeir virðast því báðir vera komnir með sömu veiki.

Er einhver hér sem þekkir til og er með ráð við þessu?? :(

Ef það hjálpar eitthvað þá var hitastig búrsins frá upphafi um 28 gráður en ég lækkaði það núna áðan því skv því sem ég las þá á það ekki að vera nema um 26 max...
Ég veit ekki PH og Nitrate magnið enværi ekki skrítið ef það væri vandamálið eftir þessi vatnaskipti?
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Platy og Guppy veikir

Post by Frikki21 »

Hvar keyptiru platty fiskana ?
Grenntust fiskarnir fljótt hjá þér ?
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Korbui
Posts: 22
Joined: 15 Dec 2011, 13:39

Re: Platy og Guppy veikir

Post by Korbui »

hæhæ, Guppy-arnir voru keyptir í fiskó, þeir hafa þó verið lengur hjá mér eða síðan í nóvember. Þeir voru upphaflega 6 stk en vegna vankunnáttu um hvernig það átti að undirbúa búrið sem ég var með í gangi fyrst þá voru þeir bara 3 eftir...

Platy-arnir voru keyptir í Dýraríkinu. Þeir voru ekki búnir að grennast neitt svo að ég sá amk.

Í morgun var veiki Guppy-inn dáinn en ég færði líka Platy fisk nr 2 sem er veikur yfir í sér búr/skál í þeirri von að hinir myndu sleppa. Ég gerði líka önnur stór vatnaskipti, 80%...

Það er ekki að sjá að þeir tveir Guppy-ar sem eftir standa séu sýktir og Platy fiskurinn sem eftir stendur virðist líka vera í lagi.
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Platy og Guppy veikir

Post by Frikki21 »

Ég lennti nefnilega í svipuðu með gúppý fiska sem að ég keypti í fiskó, og þeir smituðu út frá sér.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Korbui
Posts: 22
Joined: 15 Dec 2011, 13:39

Re: Platy og Guppy veikir

Post by Korbui »

Já, leiðinda mál... Fannstu lækningu eða dóu bara sumir?

Þeir sem eftir eru hja mer virðast vera hressir en Platy nr 2 dó í morgun. Þá eru s.s eftir 2x Guppy & 1x Platy. Svo á eg reyndar 7 Guppy seiði í sér búri...

Platyinn var buinn að vera með kallinum í búri í einhvern tíma, get ég gert ráð fyrir seiðum á endanum eða mun ég þurfa að versla fleiri?
Frikki21
Posts: 165
Joined: 19 Jun 2011, 13:14

Re: Platy og Guppy veikir

Post by Frikki21 »

Það dóu nokkrir á löngu tímabili og síðan kom c.a. 1-2 vikur og þá fóru nokkrir í einu. En það virðast allir vera hressir núna, það verður bara að koma í ljós býst ég við, ég er með 2 önnur búr og það gengur bara mjög vel þar!
En já ef þú nennir að bíða eftir að seiðin vaxi, geturu gert það.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Platy og Guppy veikir

Post by Elma »

myndi bíða með að bæta við fleirum fiskum í búrið í nokkrar vikur
eða þangað til enginn fiskur sýnir þessi einkenni.
Þetta er greinilega einhver innvortis bakteríusýking,
sem er að hrjá fiskana.
Bara vera duglegur að skipta um vatn og fylgjast með fiskunum,
passa að ef fiskur deyr í búrinu þá mega hinir fiskarnir alls ekki
narta í hann og éta, því þeir geta smitast.
Ef fiskur sýnir einkenni þá á að taka hann strax úr búrinu.
Ég geri það. Og set þá í einangrun þangað til þeir hafa náð sér.
En svona getur þetta stundum verið, guppy er sérstaklega viðkvæmur
fyrir öllu svona, en endler og sverðdragar eru harðgerðari, finnst mér,
heldur en guppy og t.d molly, en svo gætiru reynt að versla þér
íslenskt ræktaða fiska, þeir eru harðgerðari.
Passa líka að þegar þú ert að versla þér fiska að skoða þá vel
og velja þá sem synda mest um og ekki setja vatnið úr pokanum í búrið þitt,
þegar þú setur fiskana ofaní búrið, heldur áttu að hella þeim ofaní háf og
svo ofan í búrið.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Korbui
Posts: 22
Joined: 15 Dec 2011, 13:39

Re: Platy og Guppy veikir

Post by Korbui »

Já, vá takk fyrir þessar upplýsingar. Ég var reyndar duglegur við að flytja þá sem voru veikir yfir og það er ekki að sjá einkenni á neinum núna (fingers crossed). Ég hafði samt ekki vit á því að velja ákveðna fiska í búðinni á sínum tíma, þ.e. með Platy-ana, fannst þeir allir eins einhvernveginn :)

Fyndið samt með vatnið sem kemur með fiskunum, það meikar alveg sense að gera þetta eins og þú segir en skv leiðbeiningunum sem ég fékk þá bætti ég búrvatninu smátt og smátt ofaní pokann og sturtaði þeim svo úti þannig að það vatn blandaðist... geri það ekki næst...
dempsey
Posts: 12
Joined: 23 Sep 2011, 22:58

Re: Platy og Guppy veikir

Post by dempsey »

Gott ráð sem mér hefur dugað vel, sama hversu veiklulegir gorfiskarnir eru þegar ég fæ þá. Það er að setja þá í vel salt búr ( 1 matskeið af grófu matarsalti á hverja 10L af vatni ) hafa búrið sem næst 30 gráðu hita og gefa lítið en oft á dag og helst gefa lifandi artemíu. Saltið og þessi hái hiti gerir útaf við flestar bakteríur og sníkjudýr sem sækja á gotfiska. Þegar fiskarnir sýna að þeir ætla að dafna þá smátt og smátt lækkar maður hitann og dregur úr saltmagninu. Í svæsnum tilfellum hef ég sett gotfiska í nánast hreinan sjó í 2 - 3 sólahringa ( vanið þá við þetta salta vatn á einni viku ) og síðan afsaltað vatnið í búrinu með vatnskiptum. Sníkjudýr eins og costia ( leggjast á tálkn ) þola t.d alls ekki þennan hita. Prótózur ( svipudýr ) þola þennan hita en verða lítið virkar. Stöðug og jöfn fóðurgjöf helst með lifandi fóðri "vekur" græðgina upp í fiskunum og þeir éta meira og verða því kröftugri og betur settir með sitt eigið varnarkerfi.
Post Reply