heima smíðað co2 kerfi
Moderators: Vargur, keli, Squinchy
heima smíðað co2 kerfi
veit einhver hvar ég get keyft yeast? vantar það til að klára að gera svona http://www.youtube.com/watch?v=caYdAHO4 ... re=related
Re: heima smíðað co2 kerfi
Ger færðu í næstu matvöruverslun.
Re: heima smíðað co2 kerfi
Það er gott að nota brugg-ger sem að fæst í Europris
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Re: heima smíðað co2 kerfi
takk fyrir það
Re: heima smíðað co2 kerfi
Ég myndi mæla með rauðvínsgeri eða einhverju slíku sem þú færð í europris eða bruggbúðum. Líklegra að þú fáir jafnari co2 straum frá því. Einnig er mikilvægt að nota ekki of mikið af geri, því þá klárar það sykurinn fljótt og þú þarft að skipta oftar um blöndu. Ger er oft pakkað í 7-11 gramma pakka, sem eru hugsaðir fyrir 20-30 lítra af áfengi. Það er því sniðugt að skipta því niður, ekki nota heilan pakka.
Brauðger þolir áfengi illa, og drepst oft langt áður en sykurinn er búinn, þessvegna mæli ég með víngerinu. Turbo ger (gambrager) er ekki sterkur leikur heldur, því að þó það þoli mikið áfengi þá er það valið til þess að gerja mjög hratt, eða á aðeins nokkrum dögum í staðinn fyrir 1-2 vikur.
Einnig er möguleiki að bæta sykrinum við smám saman - t.d. ef maður ætlar að nota 200gr af sykri í 1-2 lítra, þá getur maður sett 15gr á dag og þá ætti co2 að vera jafnara og blandan að endast í uþb 2 vikur. Passa samt að það er ekki hægt að bæta alltaf meiri og meiri sykri í, því vínger þolir venjulega bara 13-17% áfengi mest.
Til þess að ná bestum árangri í þessu er best að vera sem vísindalegastur í þessu - vera með rétt magn af sykri (miða við 1.120 í eðlisþyngd, mælist með hydrometer), rétt magn af geri osfrv. Þannig er líklegast að maður sé sáttur með niðurstöðuna.
Brauðger þolir áfengi illa, og drepst oft langt áður en sykurinn er búinn, þessvegna mæli ég með víngerinu. Turbo ger (gambrager) er ekki sterkur leikur heldur, því að þó það þoli mikið áfengi þá er það valið til þess að gerja mjög hratt, eða á aðeins nokkrum dögum í staðinn fyrir 1-2 vikur.
Einnig er möguleiki að bæta sykrinum við smám saman - t.d. ef maður ætlar að nota 200gr af sykri í 1-2 lítra, þá getur maður sett 15gr á dag og þá ætti co2 að vera jafnara og blandan að endast í uþb 2 vikur. Passa samt að það er ekki hægt að bæta alltaf meiri og meiri sykri í, því vínger þolir venjulega bara 13-17% áfengi mest.
Til þess að ná bestum árangri í þessu er best að vera sem vísindalegastur í þessu - vera með rétt magn af sykri (miða við 1.120 í eðlisþyngd, mælist með hydrometer), rétt magn af geri osfrv. Þannig er líklegast að maður sé sáttur með niðurstöðuna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær