Halló og takk fyrir frábært spjall.
Mig langaði að forvitnast þar sem ég sé ekkert sem svarað gæti spurningum mínum í öðrum þráðum en ég er með black lyretail molly par og kerlan er seiðafull.
Ég er svo með stórt gotbúr fyrir hana (æ þið vitið þetta sem flýtur inni í búrinu) og hún bara harneitar að gjóta... Hvað á ég að gera? Eru þetta ekki réttu aðstæðurnar fyrir hana?
Molly sem neitar að gjóta
Re: Molly sem neitar að gjóta
gotfiskar stressast oft upp í gotbúrum og halda í sér, oft lengi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Molly sem neitar að gjóta
Molly ganga líka lengi með, um 2 mánuði, þannig hún gæti enn átt eitthvað eftir.
Re: Molly sem neitar að gjóta
get ég gert eitthvað fyrir hana til að henni líði betur? ég hef takmarkaðar recourses með búr og annað en get ég sett kallinn til hennar eða eitthvað? hann er alltaf að tjekka á henni
Re: Molly sem neitar að gjóta
Kallinn böggar hana bara meira. Hafðu hana í gotbúrinu ef þú heldur að hún sé nálægt goti, annars bara í búrinu með hinum fiskunum. Flotgróður gæti róað hana í gotbúrinu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Molly sem neitar að gjóta
Takk fyrir. Hún gaut skrilljón seiðum núna í hádeginu