Það er komið mikið af grænum þörungi í búrið hjá mér
En það virðist vera alveg ómögulegt að þrífa þetta. Hvað er best að gera í
þessum málum?
Og annað...til að koma í veg fyrir þennan viðbjóð, dugar að hafa minni ljósatíma?
Ég var svo vitlaus að kveikja á ljósinu á morgnanna og slökkti ekki fyrr en seint um kvöldið
en er búin að laga þetta hjá mér.
Skín sól á búrið? (ekki mikil sól þessa dagana en það þarf ekki mikið til).
Fáðu þér svo tímastilli í næstu raftækjaverlsun eða IKEA og láttu hann kveikja og slökkva fyrir þig, max 8-10klst á dag.
Það skýn engin sól á búrið, eða ætti ekki að gera það.
Ég er búin að taka mig á með ljósanotkun á búrinu. Núna er bara ljós í 7-8 tíma á dag.
En mig vantar að losna við þörunginn
Ég er ekki með mynd af honum en þetta eru svona grænar doppur...ekki stórar.