Þrif á skítugu búri

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Hypia
Posts: 4
Joined: 12 Jan 2012, 23:07

Þrif á skítugu búri

Post by Hypia »

Ég keypti mér um daginn notað 54l búr á netinu.
Í búrinu var einn frekar stór gullfiskur, brúski og bætti ég tveim litlum gullfiskum við í búrið.

Á fyrstu vikunni sem ég keypti búrið tók ég eftir ýmsu.. Glerið var grútskítugt og var mjög erfitt að reyna þrífa af því, sían í dælunni varð alltaf drulluskítug strax, vatnið lyktaði illa þrátt fyrir nýleg vatnaskipti og mér fannst fiskunum ekkert líða rosalega vel þarna.

Ég var að útbúa mér nýja malarryksugu og hafði hugsað mér að ryksuga botninn vel næst þegar ég skipti um vatn og sjá hvort vatnið lagaðist eitthvað við það.

Í gær heyrði ég svo í fólkinu sem ég keypti búrið af vegna þess að það vantaði hlera á lokið á búrinu.
Ég spurði stelpuna úti það afhverju búrið var svona skítugt og þá sagði hún mér það að vegna þess að brúski var í búrinu hefði hún alldrei á þessum langa tíma sem hún hafði átt búrið þrifið það :shock:
Það þótti mér nú allveg nógu slæmt, en þegar hún fór að spurja mig hvort ég væri ekki örugglega með hitara vegna þess að gullfiskar ættu að vera við 28°C varð ég nú eiginlega orðlaus.. Ég velti því líka fyrir mér hvernig í ósköpunum stóri gamli fiskurinn væri ennþá á lífi.

Þegar ég kom heim vígði ég nýju ryksuguna og DRULLAN sem kom upp úr mölinni var svakaleg ! ég skipti út 50% af vatninu en náði samt bara að ryksuga svona 1/5 af búrinu..

Ég sé það að fiskunum líður strax svoldið betur og eru örlítið líflegri, en ég var að spá hvað ég ætti að gera til að hreinsa botninn vel. Ég þarf örugglega að ryksuga svona 4x í viðbót til að hreinsa búrið.. Ætti ég að gera vatnaskipti á hverjum degi þangað til botninn er orðinn sæmilega hreinn eða gæti það farið illa með greyin ?, ætti ég kanski frekar að láta þá harka þetta af sér og hreinsa vikulega ?

Svo þegar búrið er komið í gott stand og fínt jafnvægi ætla ég að fá mér einhverja gotfiska, guppy eða platy jafnvel. Langar að fara snúa mér að smá ræktun :)
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Þrif á skítugu búri

Post by Sibbi »

Glæsilegt,,, gullfiskagreyið er greinilega komin í bteri hendur/umsjá.
Haltu bara áfram að gera það sem þú ert að gera, um að gera að hreinsa botninn, þótt þú þurfir að gera það í nokkrum atrennum, vertu bara ekkert að þrífa dæluna á meðan, þrífur hana bara einhvern daginn eftir að þú ert sátt við botnlagið,,,,,, en í guðana bænum sótthreinsaðu nú ekki mölina, það þarf að vera einhver flóra í henni :-)
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Þrif á skítugu búri

Post by keli »

Gullfiskar eiga svo ekki að vera í 28°C, því kaldara því betra fyrir þá. Algjör óþarfi að vera með hitara allavega, þeir hafa það gott í 15-20 gráðum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Þrif á skítugu búri

Post by Vargur »

Algendur misskilningur hjá sumum að botnfiskar éti skít úr öðrum fiskum, botnfiskar (ryksugur) éta fóðurleyfar og þörung.
Það þarf auðvitað að ryksuga mölina reglulega.
User avatar
Hypia
Posts: 4
Joined: 12 Jan 2012, 23:07

Re: Þrif á skítugu búri

Post by Hypia »

Já ég byrjaði einmitt á að gefa brúskanum gúrku sem hann er búinn að éta upp til agna og setti hitarann beint ofan í skúffu :) Ætla skipta út vatni á svona 2 daga fresti þangað til botninn er orðinn góður.. sleppi þá að þrífa dæluna með ;)
Post Reply