Óskararæktun.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Óskararæktun.

Post by Vargur »

Nú virðist vera fengitími hjá Óskurum, við Guðjón erum sennilega báðir með sitthvort parið.
Parið hjá mér heldur sig saman og er búið að hreinsa burt sand og annað lauslegt af hálfum búrbotninum og stuggar við búrfélögunum.

Þá er það spurningin, veit einhver til þess að einhverjum hafi tekist að koma upp Óskaraseiðum hér á landi ? Einhverjir hafa fengið þá til að hrygna en ég veit ekki til þess að neinum hafi tekist að koma seiðum á legg.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Það er gaman að segja frá því að sem fyrri eigandi óskarana sem eru í sýningabúrinu í anddyri Fiskabúr.is að 2 normal óskaranir eru allra líklegast par... en ef ekki par þá eru þetta bestu vinir í óskarsheimum! :)

Gangi ykkur báðum vel með ræktunina!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Pörin þekkjast nú reyndar yfirleitt á því að þau eru ekki vinir til að byrja með og bítast svo á öðru hvoru. Það er algeng að tveir óskarar geta myndað vinasamband þó þeir séu ekki par.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

væri gaman að vita hvernig gekk hjá magnúsi frá ólafsfirði . . eða magnum sjálfum. .

http://208.100.9.87/viewtopic.php?t=186
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Hvað er að frétta af þeim hhá þér Vargur, mínir hættu við allar pælingar þegar að ég bætti óskurun í búrið
Stefni á að setja "parið" í sérbúr þegar að það losnar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Uss allt í pásu bara hér, þau láta sér fátt um finnsast um hvort annað. Þetta hefur sennilega bara verið smá "fling" :P
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

óskarar eru líka algjörir snillingar í að plata mann, ekki óalgengt að þeir hreinsi til og geri svo ekki neitt, eða að maður sé með 2 kerlingar og þær hrygni bara samt.

Spennandi að sjá hvort það verður eitthvað úr þessu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply