Ég er með lítið fiskabúr niðri í vinnu og datt í hug að skella inn þræði um það
Það hefur verið í gangi síðan haustið 2010, í rúmt ár. Ég tæmdi þó búrið síðasta sumar þar sem það er staðsett í smíðastofu í grunnskóla og ég nennti ekki að gera mér ferðir í vinnuna í allt sumar til að gefa og þrífa
Stefni á að tæma það alltaf á sumrin og geyma fiskana heima eða láta þá.
Þetta er líka lítið búr sem bíður ekki upp á margt og þá getur maður leyft sér að setja unga fiska í búrið og haft þá út skólaárið en skipt þeim svo út ef þeir eru farnir að stækka eitthvað af viti.
Ég skrifa svo alltaf stutta grein um fiskana í búrinu og hengi upp fyrir ofan búrið fyrir þá sem vilja lesa sér til um fiskana.
Í fyrstu var búrið inni á skrifstofunni minni, inn af smíðastofunni en ég færði það fljótlega í glugga á skrifstofunni sem snýr inn í smíðastofuna:
Standur sem ég skellti undir búrið (myndin er tekin jan í fyrra):
Glugginn, séð úr smíðastofunni:
Með því að færa búrið þangað kom ég í veg fyrir sífellt ráp inn og út af skrifstofunni til að kíkja á fiskana og þeir eru öruggir bakvið glerið í glugganum, s.s. ekki hægt að banka beint í búrið:
Í fyrstu var ég með kribbapar í búrinu og venusarfiska, skipti þeim svo út í jan 2011 fyrir Puffer sem ég átti fyrir heima:
Pufferinn drapst eftir einhverjar vikur, sem kom mér ekki mikið á óvart, það er víst mjög erfitt að halda þessari tegund á lífi (Takifugu occelatus).
Eftir að pufferinn drapst skellti ég hrygnandi demantssíkliðupari í búrið en ég á því miður engar myndir af því.
Þegar sumarfríið kom svo í fyrra fékk einn áhugasamur nemandi, sem átti fiskabúr fyrir, að eiga demantana
Svo í haust þegar skólinn byrjaði aftur fór ég á stúfana að leita að einhverju skemmtilegu í búrið en ég vil frekar hafa einhverja óvenjulega/spennandi fiska.
Ég rakst á litla Senegalus-a (Polypterus senegalus) og keypti tvo og bætti svo fljótlega við litlum afrískum hnífafiski (Xenomystus nigri) því búrið var ansi tómlegt með tvo litla Senegalusa. Þessir fiskar eru undir 10cm og geta því verið í búrinu en eins og ég sagði hér að ofan mun ég skipta þeim út áður en búrið verður of lítið fyrir þá.
Þessir þrír hafa verið í búrinu án vandræða frá því í haust en hnífafiskurinn lætur lítið sjá sig í dagsbirtu.
Í gær var ég að leita að einhverju til að hafa með þeim enda ekki aktívir fiskar og sjást oft alls ekkert. Rakst á fallega Parachanna Obscura og skellti henni í búrið, hún passar vel með hinum Afríkufiskunum
Kíkti við áðan til að sjá hvernig Channan hefði það, hún er smá tætt eftir annan Senegalusinn en virtist þó hress.
Svona er búrið í dag:
Sjáiði báða Senegalusana?
Og Channan, varð frekar litlaus þegar ég kom að taka myndir:
Hnífafiskurinn vildi ekki láta sjá sig.
Skelli kannski inn fleiri myndum seinna eða ef ég breyti búrinu eitthvað.
Litla vinnufiskabúrið
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Litla vinnufiskabúrið
Gaman að þessu, gott ungliðastarf líka
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Litla vinnufiskabúrið
Æðislegt hjá þér Andri
Ég er alltaf jafn hrifin af uppsetningum hjá þér, rosalega snyrtilegt og flott en samt svo einfalt! I like it!
Ég er alltaf jafn hrifin af uppsetningum hjá þér, rosalega snyrtilegt og flott en samt svo einfalt! I like it!
Re: Litla vinnufiskabúrið
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Litla vinnufiskabúrið
Ég kíki vonandi á ykkur aftur í vikunni. Þetta er stórgott framtak.