Súrefnislaust vatn?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Súrefnislaust vatn?

Post by Gaby »

Ég hef tekið eftir því að gullfiskarnir mínir og skallarnir mínir eru alltaf að ná í súrefni af yfirborðinu,, vantar súrefni þá í vatnið eða ?
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef fiskarnir hanga við yfirborðið er það yfirleitt vegna súrefnisskorts. Slíkt má laga með því að láta dæluna brjóta vatsifirborðið, þe passa að stúturinn vísi upp á við þannig vatnið gárist.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

ætti ég að kaupa mér súrefnisdælu eða e-ð ?
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loftdæla er alltaf kostur.
Einnig er hægt að fá stút á Juwel dæluna sem dregur loft niður í bununa. Þrælsniðugt og ódýra en loftdæla og auk þess engin leiðinda víbringur sem fylgir oft loftdælum.
http://www.juwel-aquarium.de/en/pumpens ... tm?cat=124
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

er hægt að fá stútinn í fiskabúr.is og hvað er sett á hann ?
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

hann ætti að hafa komið í sendingunni sem kom í dag og kostar 1.125.-
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

já okey,, en hvernig þekkir maður muninn á kerlu skalla og karla skalla..? en samt hef smá áhyggjur af einum skalanum mínum,, áður átti ég 3 en núna bara 2,, ég á núna stóran dalmatíu skala og einn ghost venjulegan litinn skala,, en ég átti tvo ghost en hann dó,, af einhverjari ástæðu ég hef grunsemdir en ekki viss. Áhyggjurnar mínar eru sú að ég hef horft á ghost skalan minn og hann étur ekki neitt,, hvað á ég að gera ?
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skalar geta verið hálfleiðinlegir í litlum búrum. Einhverjir póstar eru hér á spjallinu um skala sem éta ekki, spurning um að leita og skoða þá.
Ég myndi persónulega ekki vera með fleiri en einn fullorðinn skala ín 110 lþ búri nema um sé að ræða par.
Það er nánast ómögulegt að kyngreina skala þó sumir segi annað, best er að byrja með 4-6 unga fiska og bíða eftir að par myndist og losa siga þá við hina fiskana.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Á ég þá að kaupa mér annað búr fyrir hina fiskana og kaupa svo fleiri skala og láta þá vera bara sér og láta þá para sér saman eða ?
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

jaa, þetta er hvoru tveggja möguleiki, jafnvel bara að sætta sig við einn skala.
Post Reply