Nýtt fiskabúr komið í hús!
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Nýtt fiskabúr komið í hús!
Fann loksins rétta búrið fyrir heimilið
Fékk þetta líka fína 200L búr hjá Vargi : http://petshop.is/details/aqualife-200?category_id=15 (reyndar ekki rétt mynd þarna á síðunni).
Þetta er svakalega flott búr, mjög hrifinn af lokinu
Það vaggar reyndar svakalega á gólfinu, annað búr sem var þarna gerði það ekki, líklega eitthvað misræmi í plasttöppum/undirstöðum sem fylgdu með, þarf kannski að rífa þá af og skella filttöppum undir í staðinn.
Ég vildi helst sleppa því að hafa tunnudælu, það er séns að ég færi búrið á annan stað seinna og þar væru tunnudæluslöngurnar svolítið fyrir.
Mér datt í hug að nota bara Juwel dælukassa í staðinn og Hlynur reddaði mér kassa úr 400L Juwel búri.
Filteringin ætti að vera feikinóg fyrir þetta litla búr.
Langaði bara að deila gleðinni, gaman að vera kominn aftur með búr á heimilið.
Áhuginn er búinn að liggja í dvala síðan ég seldi 720L búrið fyrir tæpu ári.
Næst á dagskrá er að líma Juwel dælukassann í búrið og finna innihald.
Þeir sem þekkja mig vita að ég er með valkvíða á háu stigi svo það er ekkert 100% ákveðið með innihald búrsins.
Þetta er þó ekki stórt búr og bíður ekki uppá hvað sem er, svo Malawi mbunur eru ofarlega á lista yfir fiska sem hægt er að skella í og hafa bara, ekki hægt að vera endalaust að skipta um eða bæta í svona minni búr.
Aðalhausverkurinn er að finna rétta bakgrunninn (plakat helst), möl og steina/rætur/skraut...
Allar hugmyndir velkomnar, ég stefni á að koma vatni í búrið í næstu viku.
Hérna er búrið svo á sínum stað, Juwel kassinn sést þarna í horninu.
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Glæsilegt, það verður gaman að sjá útkomuna.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Til lukku.
Annars verður þú kominn í 700+ fljótlega...heldur þú ekki?
Annars verður þú kominn í 700+ fljótlega...heldur þú ekki?
500l - 720l.
-
- Posts: 218
- Joined: 23 Jan 2009, 09:18
- Location: RVK
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Velkominn aftur!
Ég segi svartan bakgrunn og þína útfærslu af rótum, gróðri og einhverja(r) tegund(ir) af snakehead
Ég segi svartan bakgrunn og þína útfærslu af rótum, gróðri og einhverja(r) tegund(ir) af snakehead
400L Juwel Polypterus+
160L Polypterus uppeldi
160L Polypterus uppeldi
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
ég myndi alltaf taka svartan bakgrunn, ég er búin að prófa bæði að sprauta með svörtu spray og rúlla með málningu og spray kemur mun betur út, ég notaði svart glans og er mjög sáttur með það.
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Svartur bakgrunnur kemur mjög vel út, en ég veit ekki hvort ég myndi tíma að mála svona búr...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
double tape og svartur ruslapoki og svo bara strekkja
Logi
________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
-
- Posts: 1482
- Joined: 20 May 2007, 01:16
- Location: rvk
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
ég segi að það eigi að vera svartur bakgrunnur, svartur sandur og malawi síklíður....er það ekki bara ákveðið
eða frontósur?
eða frontósur?
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Of lítið búr fyrir frontur Eða amk í minni kantinum. Þær stækka samt mjög hægt þannig að það dugir í einhver ár.Inga Þóran wrote:ég segi að það eigi að vera svartur bakgrunnur, svartur sandur og malawi síklíður....er það ekki bara ákveðið
eða frontósur?
Ég átti einusinni frontur en gafst upp á þeim. Frekar fælnir fiskar (amk þeir sem ég átti) og lítið gaman af (fannst mér).
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Mjög flott búr, sammála að það sé í minna lagi fyrir frontur, Kannast ekki við þessa fælni í frontonum sem Keli talar um, mínar eru það ekki.keli wrote:Of lítið búr fyrir frontur Eða amk í minni kantinum. Þær stækka samt mjög hægt þannig að það dugir í einhver ár.Inga Þóran wrote:ég segi að það eigi að vera svartur bakgrunnur, svartur sandur og malawi síklíður....er það ekki bara ákveðið
eða frontósur?
Ég átti einusinni frontur en gafst upp á þeim. Frekar fælnir fiskar (amk þeir sem ég átti) og lítið gaman af (fannst mér).
Þið hljótið að finna eitthvað skemmtilegt í búrið.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Fór lokins í gær í smá leiðangur til að koma búrinu af stað, kominn tími til!
Keypti 25kg af möl hjá BM Vallá, þurfti að kaupa nýjan dælubotn í Juwel dæluhausinn, hinn botninn var orðinn slitinn og það víbraði skuggalega í dælunni. Keypti svo svartan/bláan bakgrunn sem ég ætla að sjá til með hvort ég nota. Svarta hliðin er í notkun eins og er.
Þarf svo að skipta út þessum perum sem komu með búrinu, ein gróðurpera og ein fjólublá daylight.
Ætla að hafa 2x venjulega daylight perur (hvítar).
Svo er bara að finna fiska í búrið, nokkrar hugmyndir í gangi. Kemur líklega í ljós í vikunni
vatnið er annars bara gruggugt útaf nýju mölinni.
Keypti 25kg af möl hjá BM Vallá, þurfti að kaupa nýjan dælubotn í Juwel dæluhausinn, hinn botninn var orðinn slitinn og það víbraði skuggalega í dælunni. Keypti svo svartan/bláan bakgrunn sem ég ætla að sjá til með hvort ég nota. Svarta hliðin er í notkun eins og er.
Þarf svo að skipta út þessum perum sem komu með búrinu, ein gróðurpera og ein fjólublá daylight.
Ætla að hafa 2x venjulega daylight perur (hvítar).
Svo er bara að finna fiska í búrið, nokkrar hugmyndir í gangi. Kemur líklega í ljós í vikunni
vatnið er annars bara gruggugt útaf nýju mölinni.
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Hvar fékkstu svartan/bláan bakgrunn?
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Dýraríkinu Holtagörðum, var búinn að fara á nokkra staði, greinilega skortur á plakötum á landinu
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Hvað hafðiru hugsað þér að hafa í búrinu Andri?... Eða ertu ekki búinn að ákveða það eins og er?
Logi
________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Ekkert ákveðið nei, líklegast síkliður (segir Inga)
Sá Paratilapia polleni í búð í gær, það er freistandi en spurning hvort svona svartir fiskar njóti sín með dökka möl og dökkan bakgrunn.
Sá Paratilapia polleni í búð í gær, það er freistandi en spurning hvort svona svartir fiskar njóti sín með dökka möl og dökkan bakgrunn.
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Andri Pogo wrote:Ekkert ákveðið nei, líklegast síkliður (segir Inga)
Sá Paratilapia polleni í búð í gær, það er freistandi en spurning hvort svona svartir fiskar njóti sín með dökka möl og dökkan bakgrunn.
Æðislega Fallegir fiskar.
Svört möl er must fyrir þá.
verða heldur ekki of stórir.
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Polleni verða nú stórir, um 30cm... Eru bara lengi að stækka. Gætu alveg gengið í þessu búri, en þeir eru helvíti leiðinlegir við hvorn annan, líklegt að maður endi bara með 1stk.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
það er nú talað um almost 30cm annars má búast við 25cm eftir eithver ár.
Þeir eru böggarar dauðans en þetta eru fiskar sem réttlæta það að vera einir í búri eða pari.
manni finst 30cm ekkert svo stórt leingur
http://en.wikipedia.org/wiki/Paratilapia_polleni
http://www.youtube.com/watch?v=rhqxlCBh ... re=related
Þeir eru böggarar dauðans en þetta eru fiskar sem réttlæta það að vera einir í búri eða pari.
manni finst 30cm ekkert svo stórt leingur
http://en.wikipedia.org/wiki/Paratilapia_polleni
http://www.youtube.com/watch?v=rhqxlCBh ... re=related
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
30cm er svolítið stórt þegar maður er að tala um 200l búr Sleppur samt alveg, þessvegna 2stk.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Ekkert að frétta?
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
hehe neee ekki enn á eftir að koma mér út í búð og tékka á þessu betur.
Skellti 2 gullfiskum í um daginn til að koma smá flóru af stað, þarf að fara að drífa mig að skipte þeim út.
Skellti 2 gullfiskum í um daginn til að koma smá flóru af stað, þarf að fara að drífa mig að skipte þeim út.
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Um að gera
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Skellti mér á 2 polleni!
Það voru 2 í búðinni búnir að "para sig saman" og voru að fara ansi illa með hina polleni-ana í búrinu.
Þeir voru þeir einu sem sýndu lit, voru orðnir töluvert stærri en allir hinir og voru búnir að tæta vel í hina.
Vona svo bara að þetta sé par fyrst þau voru að para sig svona saman í að stjórna búrinu
Það voru 2 í búðinni búnir að "para sig saman" og voru að fara ansi illa með hina polleni-ana í búrinu.
Þeir voru þeir einu sem sýndu lit, voru orðnir töluvert stærri en allir hinir og voru búnir að tæta vel í hina.
Vona svo bara að þetta sé par fyrst þau voru að para sig svona saman í að stjórna búrinu
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Nóg pláss fyrir þá í bili
enn mjög stressaðir báðir og litirnir eiga eftir að verða margfalt betri
enn mjög stressaðir báðir og litirnir eiga eftir að verða margfalt betri
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
flotttir
Og Verða bara flottari.
Og Verða bara flottari.
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
ulli wrote:flotttir
Og Verða bara flottari.
Til hamingju með afmælið
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Flott! Verður gaman að sjá Polleni-ana stækka!
400L Ameríkusíkliður o.fl.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Aðeins betri litir komnir í þá, en ennþá feimnir og missa strax litinn ef ég er nálægt búrinu.
Re: Nýtt fiskabúr komið í hús!
Rosa felugjarnir meðan þeir eru litlir.