Hlutir fyrir DIY Pressurized co2 kerfi?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Hlutir fyrir DIY Pressurized co2 kerfi?

Post by igol89 »

er einhver sem gæti upplýst mig um hvaða hluti þarf í svona kerfi og hvar væri hægt að fá það?
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hlutir fyrir DIY Pressurized co2 kerfi?

Post by keli »

Færð regulator, kút ofl í gastec. Kostar líklega um 30þús, kútur og regulator. Slöngurnar kosta svo eitthvað smotterí. Mæli með check valve, bubble counter og fleiru af ebay.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: Hlutir fyrir DIY Pressurized co2 kerfi?

Post by igol89 »

hafði samband við gastec og þær upplýsingar sem ég fékk hjá þeim voru:
Við eigum litla kolsýrukúta sem kosta 4,560 kr og þrýstijafnara fyrir þá sem kosta 6,740 kr, þetta er ca 100 lítrar af kolsýru.
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hlutir fyrir DIY Pressurized co2 kerfi?

Post by keli »

Litlu kútarnir eru einnota, þarft að kaupa nýjan kút í hvert skipti sem hann klárast. Ég myndi frekar mæla með því að kaupa margnota kút, það borgar sig eftir nokkrar áfyllingar þótt startkostnaðurinn sé hærri.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply