Svavar wrote:Fallegt búr hjá þér og gróðurinn að þrífast mjög vel ertu að nota CO2 ?
Ég er bara með heimalagað brugg í báðum búrum, 2jal flösku í stóra búrinu, sem ég leiði í straumdælu sem puðrar því um búrið.
Til þess að reyna að hafa co2 eitthvað stöðugra (ef hægt er), þá mixa ég blöndu í flöskuna og leyfi henni að standa í sólarhring áður en ég set hana við búrið.
Síðan læt ég blönduna aldrei vera lengur en viku, skipti þá um.
Hef aldrei mælt co2 í búrinu, en einhver ljóstillífun er, því það kemur dálítið af fínum bubblum upp af gróðrinum.
Ég prófaði að hætta með co2 á tímabili og heldur dalaði gróðurinn við það að mér fannst.
Sama system er ég með á 60l búrinu, nema þar leiði ég co2 í stiga.
Næringu gef ég daglega.
Tek viku skammtinn og deili honum niður á 7 daga.
500l - 720l.