Ég datt niður á þetta fína Avkastabil 720 lítra MarkII búr um daginn og því var skellt á stofugólfið um daginn.
Það þurfti reyndar aðeins að hafa fyrir því að koma því inn heima.
Ég vil þakka Gregor, Elvari, Ægi botnfisk og Ásgeiri pjakk fyrir hjálpina og Elmu fyrir myndatökuna.
Fyrstu fiskarnir af stærri sortinni eru komnir í búrið, fullvaxið Jack Dempsey par sem við höfum átt í nokkur ár.
Þau eru strax búin að hrygna í búrið.
Já, þetta eru vígalegar rætur, rótin hægra megin er um 120cm á lengd og sú vinstra megin um 80 cm, svona rætur finnast sjaldnast í búðum hér á landi.
Arowanan er hress, étur í bráðabirgðabúrinu, update kemur þegar hún flytur aftur heim.
Eins og flestir vita þá er ég fluttur og það var sama brasið að flytja búrið úr íbúðinni, þurfti vörubíl með krana.
Ég hef ekki enn sett upp búrið í nýja húsinu og það hefur bara staðið tómt.
Það kom sér ágætlega þegar ég var beðinn um að lána búr fyrir nýtt myndband með hljómsveitinni Hjaltalín.
Myndbandið verður frumsýnt á næstu dögum en hér er mynd sem var tekin í tökunum.
Þetta er mynbandið.
Ég sá í Fréttablaðinu í dag að búrið var sagt 2000 lítra !
Ég vil hrósa þessum gaurum sem stóðu í þessu, ég hef margoft lánað hluti og lifandi dýr fyrir auglýsingar, þætti og bíomyndir og þetta er í fyrsta skipti sem allt hefur staðist