
ég fékk panacur fyrir hunda og ketti í apótekinu (án lyfseðils) og las mér til á netinu, en fékk hvergi skýrar upplýsingar upp magn svo að ég endaði með að taka ca. 1,5 matskeið af hjartamixi, þíða það upp, muldi 1/4 af 250 mg töflu (= 62,5 mg) og blandaði því saman við hjartamixið. ég lét þetta standa í ísskápnum í ca. klst. síðan gaf ég í búrið u.þ.b. eins og teningur í frosnu fóðri er stór. Fiskarnir átu þetta alveg upp, allir nema fiðrildasíkliðan sem lítur sem verst út. afganginn skipti ég niður í bita og frysti aftur og er búin að gefa 3svar á tveim dögum og blanda fyrir 2 gjafir í viðbót. sá með mestu ormana hefur komið mjög áhugasamur en ekki étið neitt og er alveg jafn "sýktur" og fyrir. Ég endaði með að veiða hann uppúr og var að spá í að aflífa hann en ákvað að gera eina lokatilraun.
Ég setti greyið í stóra krukku og muldi 1/4 af panacur útí. Það leysist ekki upp heldur liggur á botninum og eitthvað á yfirborðinu en hann er neyddur til að innbyrða eitthvað af því. Þetta var fyrir ca. 2 tímum síðan, hann er enn lifandi og ótrúlega hress og ég er ekki frá því að ormarnir séu að visna og koma út. það verður bara að koma í ljós hvort hann lifir nóttina.
Bláu upplýsingarnar um meðferðina á panacurinu fékk ég á Discus Page Holland (líka að það megi frysta hjartamixið aftur) en þeir virðast hafa það í öðru formi en hér. Annað er eftir eigin hyggjuviti eða vanviti! Ef ég klúðra þessu ekki alveg og mennirnir í hvítu sloppunum koma að sækja mig þá fáið þið framhaldssögu!