Ferkst eða salt.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Ferkst eða salt.

Post by DNA »

Hérlendis eru ferskvatnsbúr nær allsráðandi og er hlutfall þeirra miðað við sjávarbúr miklu hærra en gengur og gerist erlendis.
Ég byrjaði með ferskvatn og fannst það mjög gaman lengi vel og vildi ekki sjá sjávarbúr en þegar lengra dró togaði sjórinn fastar og fastar í og eftir að hafa skipt varð ekki aftur snúið og fyrir mína parta er sjávarbúr talsvert áhugaverðara.

Nú langar mig að heyra hvað þér finnst um sjávarbúr og hvað aftrar þig í að stefna þangað eða skipta yfir.

Ég er að rita grein fyrir áhugasama um sjávarbúr sem gæti kannski gefið þér innsýn inn í þann heim.
Hana má finna hér. viewtopic.php?f=32&t=13572&p=115297#p115297
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Ferkst eða salt.

Post by keli »

Kannski kostnaður en sérstaklega lítið úrval á bæði búnaði og livestock.

Þetta er samt eitthvað sem ég hef prófað og hef ekki haft neinn gríðarlegan áhuga á. Kannski er það að ræktun á sjávarlífverum er óraunhæf í flestum tilfellum sem veldur því að ég hef ekkert gríðarlegan áhuga á saltinu. Búrin geta jú verið falleg, en það kostar töluverð peningaútlát, en fyrst og fremst vinnu að ná fram og viðhalda.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: Ferkst eða salt.

Post by kristjan »

ræktun á sjávarlífverum er óraunhæf í flestum tilfellum
Ekkert mál að fjölga kóröllum með því að fragga og erlendis eru margir meira að segja með sérstakt fragtank til að sinna þessum hluta áhugamálsins.

Ég held að það sé fyrst og fremst verðið sem er að halda fólki frá þessu.
350 l. Juwel saltvatnsbúr
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Ferkst eða salt.

Post by ulli »

Hjá sumum virðist þetta vera svone eins og Liverpool vs Man United..
Það sem mér fynst frábært með sjóinn er að maður er alltaf að finna eittrhvað nýtt í búrinu hjá manni sem er mjög spennandi fyrir mér.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Ferkst eða salt.

Post by prien »

Ég hef ekki alvarlega spáð í það að skipta yfir í sjó.
Lífræðilega er örugglega meiri fjölbreytni í sjávarbúrinu, hef séð allskonar smá kvikindi í þessum búrum.
Án þess kannski að vera með einhverja neikvæðni, þá finnst mér flest öll þau sjávarbúr sem ég hef séð vera svo rosalega svipuð í útliti þ.e.a.s. svipuð grjóthrúga í þeim öllum.
Eru ekki til einhverjar öðruvísi útgáfur af þessum búrum?
Getur einhver annars sagt mér hvað einn liter af vatni (sjó) sem maður myndi blanda sjálfur kostar?
500l - 720l.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Ferkst eða salt.

Post by Squinchy »

Líterinn kostar í kringum 32.kr í Dýralíf, saltið er ekki það sem ætti að halda aftur af manni hehe :), svarar varla kostnaði að sækja sér sjó út í næstu fjöru, þar sem bensínið er farið að kosta smá

En ég er sammála því að úrvalið hér er grín og verðið bráðfyndið, aumingjalegur sveppur er að kosta meira hérna en flottur sps kórall í usa :roll:
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Kubbur
Posts: 100
Joined: 09 Oct 2006, 13:28
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: Ferkst eða salt.

Post by Kubbur »

Ég fór strax i saltið, miklu meira dútl i kringum það heldur en ferskvatnið
Post Reply