Litla stóðið mitt

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Litla stóðið mitt

Post by Karen »

Mig langaði að starta hérna þræði um hrossin mín og leyfa ykkur að fylgjast með upp á fönnið. ;)

Til að byrja með ætla ég að segja ykkur aðeins frá stóðinu mínu. :P

Dynur frá Efsta-Dal I er elstur í hópnum, en hann er á 12 vetri :)
Hann er stór og stæðilegur með rosalegt fax og gullfallegar hreyfingar. Hann er yndislegur í umgengi og verður líklega fyrsti keppnishesturinn minn. :)

Dynur:

Image

Flicka er skvísan í hópnum. Hún er á 8 vetri og er fyrsta hryssan mín. :) Hún er moldótt á litinn, lítil, en algjör töffari og á það til að taka ágætis syrpur úti í gerði sem innihalda helling af hoppum og rassaköstum. Hún er ekki fulltamin, en hún er reiðfær og fljót að læra sökum mikillar forvitni! Hún er með flottan fótaburð og höfuðburð og hentar eigandanum einstaklega vel sökum stærðar. :P

Flicka:

Image

Sá yngsti í hópnum er Hrímfaxi frá Guðnastöðum, en hann er á 3 vetri, ótaminn en einstaklega auðveldur og ljúfur og er alltaf til í knús. :)
Hann er móvindóttur en rosalega lítill og ræfilslegur miðað við aldur, en það er sennilega vegna þess að hann hefur verið með orma og gadd í langann tíma og ekki getað étið neitt af viti. Eftir að hann kom til mín og var raspaður og gefið ormalyf fór hann að éta, fitna og það er svakalegur munur á honum, en hann er enn pínu feiminn greyið. :)

Hrímfaxi:

Image


Svo eru hérna nokkrar skemmtilegar myndir af þeim :)

Dynur í miðri lónseringu
Image

Alltaf gott að velta sér, svipurinn segir allt sem segja þarf ;)
Image

Litla stóðið mitt :wub:
Image
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Litla stóðið mitt

Post by Sibbi »

Flottar skeppnur, og miklir vinir oftast nær.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Re: Litla stóðið mitt

Post by Karen »

Takk Sibbi :)

Það er nefnilega ótrúlegt hvað hross er fljót að venjast og taka hvert öðru. Þau höfðu aldrei hitt hvert annað fyrr en þau komu á hús fyrstu helgina í janúar. :)
Þetta er líka í fyrsta skipti sem þau eru á húsi hjá mér. Ég keypti Dyn sumarið 2011, svo fékk ég Hrímfaxa í jólagjöf og svo keypti ég Flicku tveim dögum áður en þau komu á hús. :) Svo ég er sjálf að byrja að kynnast þeim. :)
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Litla stóðið mitt

Post by Sibbi »

Flest hross eru félagsverur, þannig að mig undrar ekki þótt þessi séu fljót að kynnast og aðlagast.
Til hamingju með þetta :góður:
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Re: Litla stóðið mitt

Post by Karen »

Hross eru að sjálfsögðu hópdýr þannig að það er auðvitað ekkert skrítið að þau skuli venjast fljótt, en mér finnst það samt svo merkilegt hversu stuttan tíma það tekur. :)
Aftur, takk Sibbi :)
Ég er virkilega ánægð með þetta litla stóð mitt. :) Og ótrúlega spennt fyrir að byrja að vinna almennilega með þeim og kynnast þeim. :)
Ég er nú þegar búin að skrá mig á námskeið og stefni á að taka Dyn með á það og fara svo seinna í vor með Flicku á annað. :) Mig langar rosalega að fara með hana á leiðtoganámskeið, þar sem ég læri að vinna með hana og kynnast henni í leiðinni. :) Hún væri fullkomin í það! :)
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Litla stóðið mitt

Post by Sibbi »

Glæsilegt.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Re: Litla stóðið mitt

Post by Karen »

Það gengur ágætlega með hrossin, Hrímfaxi er farinn að hressast! Hann er farinn að taka spretti með Dyn og Flicku í gerðinu sem er bara æðislegt.

Ég lagði á hana Flicku í gær og stökk á bak inni Það var annað skiptið sem ég fór á bak á henni en ég hef ekki enn prufað hana... Fer vonandi í það á næstu dögum Hún stendur alveg eins og steinn þegar ég stíg á bak og það má tuskast í henni eins og maður vill og hún kippir sér ekki upp við það!
Ég stefni á að þjálfa hana sem "sirkushest" Hehe, þá meina ég að kenna henni að prjóna, stökkva yfir hindrun, spænska sporið og að hneygja sig Hún er svo forvitin greyið að hún er alveg pottþétt í þetta!

En ég setti myndband á Youtube af hrossunum í gerðinu, það er kannski ekkert voðalega spes hvað gæði varðar, en þau eru öll í ham og það sést hvað Flicka er með skemmtilegar hreyfingar og sama með Dyn Svo tekur Hrímfaxi líka smá stökk og rassaköst en hann er enn svo ræfilslegur greyið en það sést greinilega að hann er allur að koma til.

Svo er ég búin að skrá mig á járningarnámskeið í febrúar hjá Hestheimum! Ég hlakka svo til! ^^
Þannig að ég ætla að sleppa námskeiðinu sem ég var búin að skrá mig á þar sem ég þarf að vera með hest þar en hef bara ekki tíma til að vinna í Dyn fyrir þann tíma vegna þess að það á eftir að járna og ná spennunni úr þeim öllum. En ég læri að járna í staðinn og ég fæ lánshest í það, svo það hentar mun betur. :)

Hérna er myndbandið! Enjoy! ;3

http://www.youtube.com/watch?v=vrAgDapC ... AAAAAAAAAA
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Re: Litla stóðið mitt

Post by Karen »

Jæja, þetta hefur allt gengið skelfilega hægt hjá mér sökum veikinda.
En ég er loksins búin að fara á bak á henni Flicku, reyndar bara í hringgerði, en henni hefur verið riðið um hverfið en hún lét bara illa svo ég þarf að taka hana svolítið fyrir.
Ég fór svo í reiðtúr á honum Dyn en hann barasta rauk með mig og hefur látið illa við mig alveg síðan, leiðtogahlutverkið ekki alveg að gera sig, en ég viðurkenni það að vera svolítil skræfa þegar það kemur að því að taka á þeim. :roll:

Eins og ég segi, þetta hefur gengið hægt, en ég hendi nokkrum myndum með frá því ég prófaði Flicku. :)

Ég er að bakka á þessari mynd og hún elti :) Taumurinn er komin á hálsinn á henni :)
Image

Ég labbaði svo bara áfram og hún elti bara :) Æðisleg alveg hreint :)
Image

Hérna sést hvað hún er lítil og feit :) Ég get staðið við hliðina á henni og lagst ofan á hana :) Ég er ca. 1.63 cm á hæð ;)
Image

Komin á bak með allt of stutt ístöð og of stuttan taum, hún er bara rétt reiðfær og það þarf að vinna helling í henni og gangsetja líka. :)
Image

Afsakið myndaflóðið :)

En ég ætla svo að tala við mann sem er í hesthúsinu við hliðina á og fá einkatíma til að vinna með hana Flicku. Hann er tamningarmaður og fer í hverjum mánuði til Danmerkur að kenna :) Hann er danskur. :) Um leið og ég fer að hressast og veðrið skánar fer allt á fullt! Vona ég. ;)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Litla stóðið mitt

Post by Elma »

flottir hestar!
en stían þarna sem þú ert að þjálfa þá í
er frekar óheillandi. Full af vatni og ís.
örugglega ekki gaman að hafa hestana þrammandi
ofaní svona mikilli bleytu.
Ætli það sé ekki hægt að gera þetta betra fyrir þá?
og ykkur sem eruð að þjálfa?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Re: Litla stóðið mitt

Post by Karen »

Þetta er hringgerði sem ég er í þarna á myndunum, og hrossin þola þetta alveg. Á tímabili voru allar götur og reiðvegir svona í hesthúsahverfinu og reyndar út um allt hérna á Selfossi, margfalt verra reyndar. Allt var þakið þykkum klaka út um allt.

En annars eru miklar pælingar í gangi hjá mér núna í sambandi við hestakost.
Ég er búin að lofa kæró að hann fái að kaupa Dyn þar sem þeir ná svo vel saman og líka vegna þess að Dynur rauk með mig og ég er búin að missa kjarkinn gagnvart þessum hesti. Flicka mín fær að fara í haga um leið og ég finn pláss og Hrímfaxi fer þá líka. Ég mun halda Flicku en ég er mikið að pæla í því að selja Hrímfaxa þegar hann fer að stækka. Sé til hvernig hann verður í sumar.

En eins og staðan er í dag, þá kemst ég lítið á bak vegna þess að ég er ekki með reiðhross og þarf þess vegna að finna lánshest þangað til ég get fundið reiðhross fyrir mig.
Svo er heilsan ekki alveg að gera sig hjá mér... Virkilega fúlt... -.-'

En þetta kemur allt og vonandi verð ég komin með lánshest á föstudaginn, mun ræða við fólk hérna í hesthúsunum og athuga hvort einhver geti ekki hjálpað mér. Ástæðan fyrir því að ég vil vera komin með lánshest á föstudaginn er sú að það er hópreiðtúr á föstudagskvöldið með hestamannafélaginu Sleipni hérna á Selfossi og mig dauðlangar með! :D
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Re: Litla stóðið mitt

Post by Karen »

Jæja. Bara góðar fréttir!
Ég sé það strax að Hrímfaxi er allur að koma til og það er alveg greinilegt að hann verður flottur. Ég mun halda honum og gefa honum 1 ár aukalega í góðum haga og byrja að temja hann þegar hann verður 5 vetra (2014). Hann verður án efa mjög góður reiðhestur.
Ég ætlaði að leyfa Flicku að fara með Hrímfaxa í haga, en hún fær að vera á húsi þangað til í lok sumars. Ég ákvað að hafa hana inni vegna þess að ég fæ þaulreyndann tamningarmann sem ég þekki til að vinna með hana og ná þessari skelfilegu frekju úr henni, og þar sem hann er reiðkennari líka þá ætlar hann að bjóða mér einkatíma til að læra að þjálfa hana Flicku, frítt! :D Hann er eftirsóttur reiðkennari og hefur kennt hér og þar. Hann fer 1x í mánuði til Danmerkur til að kenna. :) Hann er danskur.
Ég barasta gæti ekki verið sáttari! Algjör draumur!
En þangað til að ég get tekið við Flicku og farið að læra á hana, þá fæ ég aðstoð við að finna lánshest til að koma mér aðeins í gang. :)
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Re: Litla stóðið mitt

Post by Karen »

Jæja, þetta gengur ekki, koma síðast með fréttir í febrúar! O_o

Það er svosem ekki búið að vera neitt mikið í gangi, þessi vetur var extra leiðinlegur og erfiður og ég hef lítið getað unnið með hrossin.
Það kom í ljós að það þarf að temja Flicku upp á nýtt, hún kann ekkert á beisli og hún fær góða þjálfun næsta vetur, þangað til fær hún að vera í haga og éta á sig gat. :)

Hrímfaxi er allt annar eftir hálfan mánuð/3 vikur í haga, hann er kominn með flotta bumbu og búinn að fylla vel í sig, hann var svo rosalega horaður. Ég ætlaði ekki að trúa því sem ég sá þegar ég kíkti á hann og sá hann labba á móti mér! Þetta er hestur sem verður aldrei seldur! :)

Hrímnir er nýr í hópnum, hann er gullfallegur grár hestur með alveg rosalega fallegt fax! Ekta prinsessuhestur og ég mun byrja á keppnisvellinum á honum! :)

En Dynur er seldur, ég náði að skipta honum út fyrir 17 vetra höfðingja sem heitir Glæsir. Glæsir er sá allra nýjasti.

Hann Glæsir er rauður barnahestur, 100% traustur og rosalega ljúfur. :) Ég á eftir að prófa hann en hann á eftir að vera frábær viðbót í hópinn. :)

Svo er ég komin inn í FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands) á Selfossi og fékk inn á hestamennskubraut! :) Byrja þar núna í ágúst og ég stefni á að nota Hrímni samhliða náminu næsta vor. :)


Allt annað að sjá Hrímfaxa :)
Image

Image

Hrímnir :)
Image

Image

Flicka :)
Image

Og Glæsir :)
Image

Image
Post Reply