Afríski lungnafiskurinn hjá mér er orðinn eitthvað slappur. Hann var í búri með 2 stærri polypterus ornatipinnis og þeir voru eitthvað að narta í uggana á honum svo ég færði hann í minna búr.
Það byrjaði fljótt að koma hvít í uggana og nú er það byrjað að fara í fálmana á honum líka. Mér langaði að spyrja hvað þetta gæti verið, mér datt fyrst í hug bara einhver sýking frá sárum og er búinn að skipta um vatn og salta.
Grunar að sterklega að það sé rétt hjá þér. er búinn að kaupa lyf við þessu og salta en þetta er þrálátur andskoti. Og núna sýnist mér Endlicheri vera að fá snefil af þessu líka eftir að ég færði hann um búr
já ég sá það.
Var bara að spá hvort það hafi eitthvað
sem triggeraði þá í að fara að narta í hann,
hvort hann hafi fengið sár og þeir þá byrjað að narta í hann.
Eða þeir bara orðnir svangir hjá þér og þeir byrjað að
narta í hann.
Eða hann hafi verið eitthvað slappur fyrir og þeir hafi vitað það og
byrjað að narta í hann.
En það skiptir svo sem ekki miklu máli.
ég er bara að spá í þessu.
Með góðu vatni ætti þetta að fara.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
ég held að lungnafiskurinn hafi bara verið fyrir þeim. hann er svo dööö eitthvað. hann er alltaf bara kyrr sama þótt einhver sé að tékka á honum. svo eru polypterusarnir líka dáldið nasty ef þeir komast upp með það.