vanntar aðstoð
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
vanntar aðstoð
Langar að fá mér 2 skalar, ég er með 100 l búr og í því búri eru 5 gullfiskar og ein ryksuga er það í lagi að bæta við einu pari af skölum við í þetta búr ?????
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Re: vanntar aðstoð
Ég persónulega myndi ekki mæla með því, enda eru gullfiskar kaldvatnsfiskar og líður betur í kaldara vatni heldur en skalar, svo verða skalar frekar stórir og það er talað um 100 L per hvern skalara. Ásamt því að sumir gullfiskar geta líka orðið frekar stórir svo að til langtíma litið myndu þessi stærð af búri duga skammt og mér persónulega finnst skalar og gullfiskar ekki henta saman sem búrfélagar. Hef prufað það, reyndar bara tímabundið þar sem að gullfiskur lenti á hrakhólum hjá mér en ég var fljót að finna nýtt heimili fyrir hann þar sem mér fannst hann alls ekki henta í 450 L skalara-búrið mitt.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr