Ancistra /brúsknefur.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Flotholt
Posts: 5
Joined: 15 Mar 2012, 22:36

Ancistra /brúsknefur.

Post by Flotholt »

Sæl verið þið. Ég á brúsknefapar sem gladdi mig óheyrilega á síðasta ári og fór að hrygna... og það lifðu bara og lifðu seiði. Afar skemmtilegt :) Það hafa komið nokkuð margar hrygningar, amk. 5-6 sinnum, og góður slatti sem lifði í hvert sinn. Þau fóru flest svo í fiskabúð (að borga fóður ofan í fiskana sem eftir eru heima :) svo allt er í góðum málum, eftir standa kannski 15 hálfvaxin dýr og parið. Jæja, en parið hætti svo að hrygna fyrir 2-3 mánuðum síðan. Nú er ég forvitin, eru einhver svona "hrygningartímabil" hjá þeim (það eru nú engar árstíðir í fiskabúrinu)? Eða kom eitthvað upp á? Ég trúi því ekki að ég hafi selt hrygnuna óvart, hún var svo miklu stærri en hinir *bros*. Nei hvernig virkar þetta með hrygningar hjá ancistum? Staðurinn ("hellir" undir skrautsteini) þar sem þau hrygndu er þarna ennþá. Verða þau kannski fljótt of gömul? Vonandi drepast þau nú ekki úr elli, þau eru svo flott, parið mitt :) Hvað ætli þær verði gamlar?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Ancistra /brúsknefur.

Post by keli »

Ancistrurnar hafa einmitt gert þetta hjá mér - þær hrygna mánaðarlega í nokkra mánuði, en hætta svo í þónokkurn tíma. Mér hefur fundist hrygningatímabilið hjá þeim vera svona nóvember til jan-mars. Mig grunar að það hafi eitthvað með loftþrýstinginn á veturna að gera.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Re: Ancistra /brúsknefur.

Post by ellixx »

ég tek alltaf hellirinn í burtu eftir að seiðin eru 2-3 vikna gömul og hvíli kallinn í svona 3 vikur eftir það og þegar ég set hellinn aftur í búrið þarf ég ekki að bíða nema í svona 2-5 daga eftir að það séu komin hrogn.

Ancistrur geta orðið allt að 12 ára og náð 15cm
kv
ellixx
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Ancistra /brúsknefur.

Post by prien »

Til að koma þeim í hrygningu aftur gætir þú prufað að gera stór vatnsskipti, lækka hitastigið um eina til tvær gráður og auka fæðuframboðið.
500l - 720l.
Post Reply