Sælir netverjar.
Búrið er til sölu vegna flutninga. Frekar vel með farið; fáar rispur á gleri. Ágætur, samlitur, skápur undir búrinu með góðu geymsluplássi. Ljósin eru ágæt þó það vanti aðeins upp á til að hægt sé að vera með SPS kóralla. Skimmerinn sem er innbyggður í búrið virkar vel og hefur verið mér gulls ígildi. Timerinn sem stjórnar ljósunum er þó ónýtur og þarf að kaupa nýjann, hann fæst í Dýraríkinu eða í gegnum netið.
Búrið, skápurinn, ljósin, innbyggður skimmer; allur sá pakki: 32.000 kr.
Þar að auki er til sölu:
3 kg. þurrt kóralgrjót - 500 kr/kg.
Rúmlega 15 kg. live rock - 1000 kr/kg.
Mag-Float Magnet - 1500 kr.
Lítil vatnsdæla frá Rena - 1000 kr.
Kóralsandur - 10 kg. - 3000 kr.
Auk þess fylgir frítt með fyrir þá sem vilja:
Lítill háfur, Nitrite og Ammonia test, 1 poki filter bómull, botnfylli af sjávarfiskamat.
Ef allt er keypt í einu þá fer pakkinn á 48.000 krónur. Ekki slæmt fyrir plug and play búr, kóralsand og slatta af kóralgrjóti.
Hér er mynd af samskonar búrum, mitt er gráa týpan:
http://www.redseamax.com/redseamax/images/2_max.jpg
Þið getið boðið í vörurnar hér, í gegnum persónuskilaboð eða í síma: 865-1781.
Kveðja,
Davíð.
Red Sea 130 lítra búr og fleira til sölu. Góður díll.
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Red Sea 130 lítra búr og fleira til sölu. Góður díll.
Reyndar frábær ljós á þessum búrum!
Re: Red Sea 130 lítra búr og fleira til sölu. Góður díll.
er búrið selt?