Upplýsingar fyrir nýliða

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Selur
Posts: 5
Joined: 23 Jul 2007, 00:20

Upplýsingar fyrir nýliða

Post by Selur »

Hæhæ
Ég er ný hér og svo til ný í þessu fiskastússi líka. Svo ég er með nokkrar spurningar sem brenna á mér.
Ég er með 3 plati fiska og 1 bardagafisk.
En málið er að bardagafiskurinn dó, svo fór ég að spá í þessu öllu og hann hætti að borða. Hver sem ástæðan fyir því er?
Svo bætti ég öðrum bardagafiski í búrið fyrir allavega 3 vikum en eftir það þá finnst mér plati fiskarnir alltaf bara vera inn í húsinu eða alveg búnir að hálf partin grafa sig niður í sandin og láta lítið fyrir sér fara og bardagafiskurinn á fleygi ferð.
Svo tók ég eftir því að ein kellan var með einn hvítan blett á bakinu og var bara frekar lasleg, svo ég setti salt í vatnið og svo viku seinna deyr hún. Þá fór ég að þrífa búrið og þá tek ég eftir því að mér finnst bardagafiskurinn vera að elta platikallinn og kallinn skít hræddur og skíst alltaf undan honum. og tek jafnframt eftir því að hann er með 3 oggu pinku litla brúnir/svartir blettir á trýni(nefinu) hvað kallast þetta. hvað getur þetta verið?
Hversu mikið á ég að þrífa búrið? hvað á ég að skipta út mikið af vatninu?
á ég að þrífa dæluna,sandinn,húsið skipið og gróðurinn allt saman? með hversu löngu millibili?
Vill eitthver vera svo vænn eða væn að deila reynslu sinni með mér ég kann ekkert á þetta en langar að kunna þetta.vil ekki að fleiri fiskar deyji. Ég byrjaði með þá um hvítasunnuhelgina og 2 þegar dánir með 3 vikna millibili það getur ekki verið normalt eða hvað?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég veit minnst um fiskana, læt aðra svara því.
En hvað ertu með stórt búr?

Ég myndi ekkert vera að þrífa mölina, gróðurinn eða annað. Nema auðvita þrífa filterinn í dælunni þegar hann er orðinn skítugur.
Það ætti að vera nóg að skipta um hluta vatnsins reglulega og skafa af glerinu með sköfu eða bursta þegar þess þarf.
Ég skipti sjálfur um 20-30% vatn og skafa glerið á 2 vikna fresti en þríf filterinn í dælunum oftar.

Ég lenti í því þegar ég var að byrja að vera sídrepandi fiska. Það var einfaldlega því ég vissi ekki hvernig ætti að "þrífa" búrið rétt og ég hafði aldrei heyrt minnst á regluleg vatnsskipti.
Mér finnst að búðir mættu vera duglegari við að benda kaupendum búra á þessa hluti (þó þeir græða sjálfsagt mest á að segja rangt til og selja fleiri og fleiri fiska :wink: )

Ég veiddi alltaf fiskana og lét þá í dollur, tæmdi búrið og þreif allt hátt og lágt, lét svo aldrei vatn beint úr krananum nema kalt, sauð alltaf vatn með til að ná réttu hitastigi.
Ég drap semsagt alla flóru búrsins í hvert sinn sem ég þreif það og hefur því líklega verið sjokk fyrir fiskana að fara í búrið eftir þrif.

Jæja nóg af blaðri, velkomin :P
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Andri er með þetta fyrir þig með þrifin.

Svörtu blettirnir hljóma undarlega, getur ekki bara verið að það votti fyrir svörtum lit í fiskunum. Svartblettaveiki er svo sem til en ég efast um að það sé skýringin.

Það væri gott ef fram kæmi hvað búrið er stórt en ef fiskunum kemur ekki vel saman er ekki ólíklegt að búrið sé of lítið.
Bardagafiskar eru yfirleitt ekki árasargjarnir á aðra fiska nema helst fiska sem líkjast þeim sjálfum eða eru með mikið slör.
Þú getur bætt við fiskum (ef búrið leyfir) til að dreyfa athyglinni, bætt við felustöðum og gróðri eða fengið þér stærra búr.
Selur
Posts: 5
Joined: 23 Jul 2007, 00:20

Post by Selur »

hæhæ
Og takk fyrir svörin
búrið er 30 eða 35 lítra. hvað er ráðlagt að það séu margir fiskar í slíku búri?
En bardagafiskurinn virðist veita platí fisknum eftirför. Plati fiskurinn húkir mikið inn í húsinu og í felum hálf partin og kemur lítið út til að borða svo virðist hann éta úr steinunum til að vera neðarlega. Þar sem Bardagafiskurinn er ofarlega og ef platiin kemur nálægt þá fer hann strax í hann. þeir eru 2 kallar 1 plati og 1 bardaga og tvær kellur báðar plati en núna er hún bara ein þar sem ein dó fyrir 3 vikum.
Selur
Posts: 5
Joined: 23 Jul 2007, 00:20

Post by Selur »

gleymdi jú það er svart í honum, hann er gulur og með smá svart í ugganum eða hvað þetta heitir.
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Alltaf gott að senda inn myndir ef þú getur.

Hérna er svo linkur til þess að geyma þær
http://www.fishfiles.net/
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Í þetta litlu búri hefur maður max 5-8 svona smærri fiska, ég mæli með að þú fórnir annað hvort bardagavargnum eða platygungunni svo þú þurfir ekki að horfa upp á stöðug stríð.
Selur
Posts: 5
Joined: 23 Jul 2007, 00:20

Post by Selur »

ég fór upp í fiskabúr í dag það var ekki opið svo ég fór í fiskó og keypti 3 fiska í viðbót þá eru þeir 6 talsins og ætla að sjá hvernig þeir eru næstu daga og ef þetta lagast ekki þá tek ég varginn. mér finnst hann bara svo flottur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

þá tek ég varginn. mér finnst hann bara svo flottur.
Image
Selur
Posts: 5
Joined: 23 Jul 2007, 00:20

Post by Selur »

já mér finnst hann flottur :D en tek samt ekki hættu á að hann fari að ráðast á næsta fisk eftir ef ég tek þennan gula.
Post Reply