Skritið að gerast eftir þrif.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Spudi
Posts: 11
Joined: 23 Mar 2009, 11:42

Skritið að gerast eftir þrif.

Post by Spudi »

Ég var að þvo búrið í gær en það er eitthvað skrítið á að gerast eftir það. Það kemur einhver fín drulla frá plöntonum sem ég hef ekki séð áður.

Ég þríf búrið á mánaðar fresti og hef gert það svona í 2 ár.
Tekk 30-40% af vatninu úr með því að rygsuga botninn. Þríf þá steina í búrinu sem þarf með köldu vatni. Þríf glerið að innann með steinull. Set aftur vant í búrið og passa að það sé rétt hitastig á því og þar sem í bý á suðurnesjum þá get ég notað hitaveituvant. Svo enda ég á því að þrifa dæluna seinna um daginn með köldu vatni og skipti um svamp.
Búrið er 300 lítara


En sjáið myndienar hérna fyrir neðan.
Image

Image

Þið verðið að afsaka myndatökuna.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Skritið að gerast eftir þrif.

Post by Elma »

er eins og plönturnar séu að "bráðna"?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Spudi
Posts: 11
Joined: 23 Mar 2009, 11:42

Re: Skritið að gerast eftir þrif.

Post by Spudi »

Elma wrote:er eins og plönturnar séu að "bráðna"?

Hvað áttu við með því að bráðna og hvað veldur því?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Skritið að gerast eftir þrif.

Post by Elma »

Plönturnar eiga að vera fínar og flottar,
en á einhverjum tímapunkti geta þær orðið linar
og verða að einhverri plöntu drullu (s.s bráðna) yfirleitt byrjað það efst og færist svo neðar.
Gerist út af ójafnvægi í sýrustiginu.
T.d eftir vatnsskipti eða þegar planta er færð
yfir í nýtt búr.
Veit ekki hvort það sé það sem er að gerast hjá þér
en ég hef átt þessa plöntu nokkrum sinnum
og þetta hefur alltaf gerst með þessa.

En það á að þrífa dæluna/svampana með volgu vatni,
(jafn heitt og það er í búrinu)
ekki með köldu vatni.
Skiptiru um svampa í hvert skipti sem þú þrífur dæluna?
Hvernig dæla er þetta annars?
Ef þetta er tunnudæla með svömpum og það eru nokkrir grænir/bláir svampar
í henni og kannski einn hvítur þunnur efst, þá er í lagi að skipta um hann,
en það þarf ekki að skipta um hina nema ef þeir byrji að eyðileggjast.
Getur síðan notað þennan hvíta 1-3 sinnum, bara þrífa hann undir volgu vatni.

Maður getur líka notað heitt og kalt vatn (s.s volgt vatn) í búrin sín,
hvort sem maður býr á suðurnesjunum eða ekki :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply