Nokkrar myndir
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Nokkrar myndir
Ákvað að henda inn nokkrum myndum. Svona til að reyna að vekja þennan síkliðu þráð.
Svo sem ekkert nýtt. Veit ekki hvernig ég á að hafa þetta búr. Ég er mjög ánægður með þessa fiska nema þeir rústa búrinu alltaf. Moka öllum sandinum út í horn, velta öllu um koll og rífa upp allan gróður.
Hér eru síkliðunar mínar.
Svo sem ekkert nýtt. Veit ekki hvernig ég á að hafa þetta búr. Ég er mjög ánægður með þessa fiska nema þeir rústa búrinu alltaf. Moka öllum sandinum út í horn, velta öllu um koll og rífa upp allan gróður.
Hér eru síkliðunar mínar.
Re: Nokkrar myndir
Ertu með tvær hrygnur í búrinu, hvernig gengur það ?
Re: Nokkrar myndir
Nei, þau eru bara tvö. Ég fékk kallinn hjá þér fyrir um 2 árum. Ættli hann hafi ekki verið um 12 cm. Mér fannst hann frekar litlaus, en það hefur ræst úr honum síðan þá.
Re: Nokkrar myndir
Karlinn er eimmitt svakalega flottur hjá þér en á mynd 2 er hann í kerlu litum, hvað var að gerast þá ?
Re: Nokkrar myndir
Þetta er hrygningabúningurinn. Hann er í honum frá því að þau hrygna og þar til seiðin eru farin að geta synt sjálf um.
-
- Posts: 1482
- Joined: 20 May 2007, 01:16
- Location: rvk
Re: Nokkrar myndir
æðislegt par!
Re: Nokkrar myndir
Takk fyrir það Inga og Keli. Tók allt í einu eftir að á efstu myndinni sjást tveir Pleggar. Getiði fundið þá?
Re: Nokkrar myndir
Jebb, á rótinni beint fyrir ofan hausinn á kk og svo á steininum fyrir framan kk
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Re: Nokkrar myndir
Glæsilegir fiskar hjá þér!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Nokkrar myndir
Þessi mikli snillingur var bráðkvaddur á heimili sínu í morgun.
Hann reyndist vera 28cm og rétt rúmmt hálft kíló.
Hann lætur eftir sig unnustu og fjölda uppkomina og óuppkomina seiða.
Útförin hefur þegar farið fram.
Langar til að breyta þemanu í búrinu.
þannig að ef einhverjum vantar Festae ekkju eða 5cm seiði þá má hafa samband
Re: Nokkrar myndir
Og þeim sem vildu minnast hanns er bent á.....?
Annars leitt að heyra, fjandi flottur fiskur.
Annars leitt að heyra, fjandi flottur fiskur.
500l - 720l.
Re: Nokkrar myndir
ömurlegt
Hann var glæsilegur.
Hann var glæsilegur.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L