Sæl öll
Eftir miklar pælingar hvernig ég ætti að setja upp 90l búrið mitt ákvað ég að hafa í því bardagafiska, og þar sem ég vissi lítið sem ekkert um þá þurfti ég að byrja að lesa mér til og byrjaði ég á því að skoða þræði hérna. Eftir smá tíma var ég búinn að lesa hitt og þetta en fannst það sammt ekki nóg og ákvað því að víkka út leitarsvæðið sem endaði með því að ég las meira en ég hafði ætlað mér í upphafi. En eftir smá umhugsun ákvað ég að taka þessa pælingu mína aðeins lengra og deila þeirri vitneskju hér með ykkur sem ég hef aflað mér undanfarna daga. Greinin hér að neðan er aðalega tekin af þessari http://freshaquarium.about.com/cs/anaba ... /betta.htm síðu en er þó með smá viðbiti héðan og þaðan:) ég vona að þetta nýtist sem flestum, og að sjálfsögðu er þetta ekki ritað í stein frekar en eithvað annað og því gæti einhver verið ósammála einhverju í þessum texta en það verður bara að hafa það:)
Latneskt heiti: Betta Splendens
Önnur nöfn: Betta, Siamese fighting fish, (á íslensku bardagafiskur.)
Fjölskylda: Belontiidae
Uppruni: Kambódía, Taíland
Fullvaxinn: um 7 cm (3")
Félagsleg: Karlar geta ekki verið saman
Líftími: 2-3 ár
Búrstig: Heldur sig ofarlega
Lágmarks búr stærð: 12 lítrar (3 gallon)
Mataræði: Lifandi matur æskilegur, aðlagast að flögum og frosnum mat.
Fjölgun: Egglayer - bubblenest
Umhirða: Auðvelt að Intermediate
pH: 6,8-7,4
Hardness: Allt að 20 dGH
Hitastig: 75-86 F (24-30 C)
Lýsing:
Frábær litasamsetning og langir uggar Bardagafisksins gera hann að einum þekktasta fiski fiskabúrsins. Litir hans eru allt frá rauðum yfir í bláan og þaða yfir í hvítan. Hrygnur skarta ekki jafn miklum litum og hængurinn og erum með mun styttri ugga.
Uppruni/umönnun:
Bardagafiskurinn er einn af þekktustu, litríkustu, og oft umdeildustu fiskum í ferskvatns áhugadeildinni. Sterkar umræður eru um það hvort viðeigandi sé að halda þeim í litlum skálum. Til þess að skilja til fullnustu þarfir þeirra er mikilvægt að kynnast upprunalega búsvæði þeirra.
Bardagafiskar eru upprunnir úr grunnum vötnum í Taílandi, (áður kallað Siam en þaðan er nafnið Siamese fighting fish dregið) Indónesíu, Malasíu, Víetnam og sumstaðar í Kína. Þar una þeir sér á hrísgrjónaökrum, grunnum vötnum og jafnvel í rólegum lækjum eða ám. Þrátt fyrir að margir fiskáhugamenn eru meðvitaðir um það að Bardagafiskurinn er uppruninn í grunnum vötnum þá yfirsést þeim oft hitin á vatninu.
Heimahagar Bardagafisksins eru í suðrænum löndum, sem þýðir að hitastigið á vatnintu er frekar heitt, eða oft allt að 27°c(80°f). Bardagafiskurinn þrífst best í hita og verður því oft listlaus (matarlega séð) þegar vatnið fer niður fyrir 24°c (75°f). Vatnshiti er oftast stæðsta vandamálið þegar kemur að því að setja bardagafiskinn í lítið búr. (þar sem er mjög erfitt að halda hita stöðugum)
Jafnvel þótt bardagafiskar lifi ágætlega í súrefnissnauðu vatn, þá þýðir það ekki að þeir þurfi minna súrefni en aðrir fiskar. Bardagafiskar hafa sérstök öndunarlíffæri sem gera þeim kleift að anda að sér lofti beint frá yfirborði vatnsins. Í rauninni er það í eðli þeirra að gera það og því hálfgerð nauðsin. Í tilraunum þar sem þetta svokallaða öndunarlíffæri var fjarlægt þá dóu fiskarnir úr köfnun jafnvel þótt vatnið hafi verið fullt af súrefni. Af þessari ástæðu þá er nauðsynlegt fyrir bardagafiskinn að hafa óheftan aðgang að yfirborðinu svo hann geti andað að sér beint frá andrúmsloftinu.
Besta vatnið ,til þess að halda bardagafisknum við sem besta heilsu, er mjúkt og hlýtt með hlutlaust að örlítið súru pH gildi. Hreyfing á vatninu ætti að vera sem minnst sem þýðir að straumdælur eru ekki við hæfi. Það er í lagi að hafa bardagafiska í samfélagsbúrum á meðan vatnsgæðin eru í lagi og það eru engvir fiskar sem eiga til að narta í ugga eða eru árásargjarnir. Hinsvegar má aðeins einn karlkyns bardagafiskur vera í hverju búri fyrir sig, nema þeir séu aðskildir með vegg eða öðrum hindrunum.
Notkun á plastboxum/seiðabúrum sem hanga innaní fiskabúrum er góð leið til þess að hafa fleirri en einn bardagafisk í búri, eða að hafa þá saman með örðum fiskum sem gætu nartað í uggan á þeim. Kvennkynið vill yfirleitt ekki slást við hvort annað og er því í lagi að hafa meira en eina hryggnu saman í búri.
Mataræði:
Í náttúrunni lifa bardagafiskar nánast einungis á skordýrum og skordýralirfum. Þeir eru með uppsnúinn munn(vísar upp) sem er vel til þess fallinn að grípa hjálparvana skordýrum sem gætu fallið í vatnið. Meltingarfærin þeirra er ætlað fyrir kjöt, þeir eru með mun styttri meltingarveg en fiskar sem lifa á grænfóðri. Af þessari ástæðu, er lifandi matur kjörinn fyrir matarræðið þeirra, en þeir munu þó aðlaga sig að flögum, frosnum og frostþurkuðum mat.
Saltvatnsrækja, daphnia, tubifex, glass worms(fann ekki íslenska heitið) svif, og nautshjarta eru góðir kostir sem hægt er að nota frysta eða frostþurkaða. Ef gefir er flögur, þá ætti að gefa þær með frosnum eða frostþurkuðum mat, og ef einhver möguleiki er á livandi mat.
Ræktun:
Bardagafiskurinn er með frekar stuttan líftíma, og nýtast best í ræktun þegar þeir eru undir eins árs aldri(flestir bardagafiskar í fiskabúðum eru yfirleitt yfir hálfs árs gamlir.) Þeir hryggna í flothreiður og þurfa ekki stórt búr eða neinn sérstakan búnað. Flestir ræktendur kjósa að hafa búr með hreinum botni og rúmlega 45 lítra (10 gallon), en minni búr hennta líka vel. Fyrir hryggningu ætti að stjana sem mest við fiskinn með því að gefa honum lifandi mat. Vatnið ætti að vera með pH gildið 7, og hitastig við 27°c (80°f) eða örlítið ofar.
Hængurinn mun blása vandað flothreiður þegar hann er tilbúinn að hrygna. Hryggnan ætti að vera með góðan felustað, þar sem karlinn á það til að verða árásargjarn á mökunartíma. En jafnvel með skjól er algengt að hryggnan missi smá lit og og sé með lítið tætta ugga á meðan hryggningatímabilinu stendur.
Þegar parið er tilbúið að hryggna sýna þau mikla liti og synda í kringum hvort annað undir flothreiðrinu. Hængurinn mun vefja sig utanum hryggnuna sem hefur snúið sér á bakið. Þegar hún hryggnir eggjunum þá verða þau frjóvguð og falla á botninn. Hængurinn týnir síðan frjóvguðu eggin upp og setur þau í flothreiðrið. Eftir þetta mun hængurinn alfarið sjá um hrognin. Það er ráðlagt að fjarlægja hryggnuna eftir frjóvgun, þar sem að hængurinn mun verða árásargjarn gagnvart henni á meðan hann hugsar um hrognin.
Hængurinn heldur áfram að hugsa um flothreiðrið og nær í þau egg sem falla úr hreiðrinu. Eftir einn til tvo daga munu eggin klekjast og seiðin verða sýnileg hangandi í flothreiðrinu með sporðin lafandi niður. Næstu 36 klukkutíma nærast seiðin á fylgjunni á sama tíma og hængurinn heldur áfram að tína upp þau egg og seiði sem detta úr hreiðrinu. Hængurinn ætti að fjarlægjast á næstu tvem til þrem dögum, þar sem þeir eiga það til að éta seiðin þegar þau verða frísyndandi.
Næstu daga ætti að gefa seiðunum nokkru sinnum á dag og ætti helst að gefa þeim saltvatnsrækju eða mjög fínt mulin mat. Ýmsar dýraverslanir eru með mat sem er sérútbúinn fyrir fiska í hrygningu og seiði. Passa verður sammt að offæða ekki seiðin þar sem að allur auka matur sekkur á botninn og fer að rotna sem gæti orðið seiðunum að bana.
Bardagafiskar
Moderators: Vargur, Andri Pogo