Sælir allir, er búinn að lesa aðeins hérna á síðunni og hef ekki séð mikið um kaldsjávarbúr.
Þau eru ekki það heit greinilega þannig að ég spyr nú bara eins og sá sem ekki veit, eru menn (og konur) eitthvað að spá í þau?
Hef lengi haft gífurlegann áhuga á að koma mér upp þannig búri og vill svo skemmtilega til að ég er sjómaður og kemst því í eitt og annað þesskyns.
Er núna að horfa á setup þar sem ég er með nokkra vel spræka hryggleysingja eftir 12 tíma í reyndar alltof litlu búri fyrir þennann fjölda, en flestum vegnar ágætlega.
Ætla mér að grisja þetta verulega næstu vikuna og byrja líklega á þessum stærstu, er svolítið mikið leiðinlegt hvað þeir geta hreyft sig lítið.
Var með sjóinn í ca 10 tíma áður en ég setti fyrstu dýrin ofaní, allt settlaðist vel og fallega og það var ekki erfitt að ná kjörhita (4-6C) með "ferskvatnskælingunni"™ og auðvitað öllum þessum snjó hérna!
Eftir aðeins 5 tíma bara varð ég að prufa að henda einhverju fóðrí í þetta og ótrúlegt en satt þá var nartað í það! Sé í fyrramálið hvort það er hungur í "þeim".
Set líka örugglega meira info og jafnvel myndir þá líka!
Kaldsjávarbúr
Moderators: keli, Squinchy, ulli
Re: Kaldsjávarbúr
ég held að aðal vesenið sé einmitt að halda kjörhita 4-6c þú verður fljótt þreyttur á klaka gerð í sumar ekki nema þú sért með einhverja góða kælingu á þessu ?
Re: Kaldsjávarbúr
Á reefcentral eru nokkrir með svona t.d.
http://www.reefcentral.com/forums/showt ... t=atlantic
Þetta geta verið mjög flott búr en eins og bent hefur verið á er alltaf vandamál að hafa nógu kalt. Það er samt hægt að fá búnað til að halda sjónum köldum en slíkt hlýtur að kosta einhver ósköp.
Öruglega mjög gaman að geta farið sjálfur og sótt sér íbúa í búrið.
http://www.reefcentral.com/forums/showt ... t=atlantic
Þetta geta verið mjög flott búr en eins og bent hefur verið á er alltaf vandamál að hafa nógu kalt. Það er samt hægt að fá búnað til að halda sjónum köldum en slíkt hlýtur að kosta einhver ósköp.
Öruglega mjög gaman að geta farið sjálfur og sótt sér íbúa í búrið.
350 l. Juwel saltvatnsbúr
Re: Kaldsjávarbúr
Þótt aðgengi sé gott í dýrin er enginn ástæða til annars en að gera sitt besta í að skapa þeim kjöraðstæður.
Það er kaldsjávarbúr í bókasafninu í Kópavogi sem starfmenn náttúrustofunnar sjá um.
Stutt spjall þar myndi sennilega gefa þér heilmikið af góðum upplýsingum.
Það er margt sameiginlegt með rifbúrum og kaldsjávarbúrum og líka margt sem er það ekki.
Það er kaldsjávarbúr í bókasafninu í Kópavogi sem starfmenn náttúrustofunnar sjá um.
Stutt spjall þar myndi sennilega gefa þér heilmikið af góðum upplýsingum.
Það er margt sameiginlegt með rifbúrum og kaldsjávarbúrum og líka margt sem er það ekki.
Re: Kaldsjávarbúr
Sælir allir, takk fyrir jákvæð svör!
Þurfti óvænt að fara á sjó fyrir helgi og gat þess vegna ekki gert meira í þessu í bili, ætlaði mér að tegundargreina krabbana og fl.
En ég er með í 10 leturhumra í 100L búrinu, er líka með 3 litla krabba þarna sem ég er ekki viss um hvað heita en þetta eru ekki alveg þessu klassísku sem maður finnur í fjörunni heldur geta þessir synt hingað og þangað milli þess sem þeir grafa sig í sandinn.
2-3 af þessum humrum eru í stærri kantinum og ég ætla að sjá hvernig þeir hafa það þegar ég kem heim og sjá hvort þeir verði eitthvað áfram.
Það drapst einn nóttina áður en ég fór en hann var ekki alveg sá sprækasti til að byrja með. Var í svo miklu stressi að fara þannig að ég gleymdi að kippa honum uppúr, faðir minn kíkti svo á þetta fyrir mig í gær og þorði ekki að setja hendina ofan í þannig að hann náði sér í grilltöng
Hehe, það kraumaði víst duglega í búrinu við það! Þannig að þeir eru í fullu fjöri ennþá!
En með kælinguna þá er ég með glæra þunna slöngu sem er hringuð 3x efst í búrinu og svo er bara sírennsli á 4-5 gráðu vatni í gegnum hana. Virkar fínt!
Er reyndar útí sveit fyrir norðan og með endalaust af ókeypis vatni Og það er líka alveg rétt að hitastigið er nr 123, hef alveg séð það í tilraununum til að halda þessu lifandi hérna um borð. Var td búinn að halda sæmilegum kolkrabba lifandi í næstum viku og gleymdi að bæta ís utanum fötuna þannig að hann gafst upp
En er búinn að fá slatta af sniðugu dóti í þessum túr til að bæta í búrið, ma krossfiska og sandrækjur. Var að vonast eftir meiri gróðri en það er eitthvað minna um það núna.
Kem með update og örugglega myndir á föstudaginn! Er hugsanlega að fá mun stærra búr á næstunni, breyti þessu þá bara í sump.
Þurfti óvænt að fara á sjó fyrir helgi og gat þess vegna ekki gert meira í þessu í bili, ætlaði mér að tegundargreina krabbana og fl.
En ég er með í 10 leturhumra í 100L búrinu, er líka með 3 litla krabba þarna sem ég er ekki viss um hvað heita en þetta eru ekki alveg þessu klassísku sem maður finnur í fjörunni heldur geta þessir synt hingað og þangað milli þess sem þeir grafa sig í sandinn.
2-3 af þessum humrum eru í stærri kantinum og ég ætla að sjá hvernig þeir hafa það þegar ég kem heim og sjá hvort þeir verði eitthvað áfram.
Það drapst einn nóttina áður en ég fór en hann var ekki alveg sá sprækasti til að byrja með. Var í svo miklu stressi að fara þannig að ég gleymdi að kippa honum uppúr, faðir minn kíkti svo á þetta fyrir mig í gær og þorði ekki að setja hendina ofan í þannig að hann náði sér í grilltöng
Hehe, það kraumaði víst duglega í búrinu við það! Þannig að þeir eru í fullu fjöri ennþá!
En með kælinguna þá er ég með glæra þunna slöngu sem er hringuð 3x efst í búrinu og svo er bara sírennsli á 4-5 gráðu vatni í gegnum hana. Virkar fínt!
Er reyndar útí sveit fyrir norðan og með endalaust af ókeypis vatni Og það er líka alveg rétt að hitastigið er nr 123, hef alveg séð það í tilraununum til að halda þessu lifandi hérna um borð. Var td búinn að halda sæmilegum kolkrabba lifandi í næstum viku og gleymdi að bæta ís utanum fötuna þannig að hann gafst upp
En er búinn að fá slatta af sniðugu dóti í þessum túr til að bæta í búrið, ma krossfiska og sandrækjur. Var að vonast eftir meiri gróðri en það er eitthvað minna um það núna.
Kem með update og örugglega myndir á föstudaginn! Er hugsanlega að fá mun stærra búr á næstunni, breyti þessu þá bara í sump.
Re: Kaldsjávarbúr
Það sem mundi svo virka enn betur en glæra slangan er 316 ryðfrítt rör.. Á að þola saltið og leiðir kuldann enn betur í búrið en plastslanga. Færð svona rör í málmtækni til dæmis. Getur keypt stærð sem garðslanga passar uppá.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Kaldsjávarbúr
316 ryðgar og ég myndi alls ekki nota það ofan í saltvatni.keli wrote:Það sem mundi svo virka enn betur en glæra slangan er 316 ryðfrítt rör.. Á að þola saltið og leiðir kuldann enn betur í búrið en plastslanga. Færð svona rör í málmtækni til dæmis. Getur keypt stærð sem garðslanga passar uppá.
Ég er ekkert sérlega hrifinn af tilraunum til að halda dýrum lifandi. Annað hvort eru þau drepinn skjótt og svo nýtt eða þeim skapað umhverfi sem er til fyrirmyndar.DNA wrote:Er reyndar útí sveit fyrir norðan og með endalaust af ókeypis vatni Og það er líka alveg rétt að hitastigið er nr 123, hef alveg séð það í tilraununum til að halda þessu lifandi hérna um borð. Var td búinn að halda sæmilegum kolkrabba lifandi í næstum viku og gleymdi að bæta ís utanum fötuna þannig að hann gafst upp
Hér er því lýst hvernig kolkrabbi sem er með gáfuðustu skepnum jarðar dó hægum dauðdaga vegna vanrækslu og það þikir mér vera mjög dapurt.
Sjómenn geta kannski orðið eitthvað siðblindir á þetta en mér finnst það ekki vera góð afsökun.