Vantar upplýsingar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Vantar upplýsingar

Post by Vinni »

Halló.
Þar sem ég er kannski ekki sá fróðasti um fiskabúr var mér bent á að spyrja hérna.

Staðan er sú að ég er með 54l búr og fáa fiska eftir, ég var með 6 kribbuseiði 1 eftir 5 neontetrur ancistrur riksugur (fyrsr bara 1 svo fékk ég mér aðrar 2) 0eftir og 1 botnfisk Corydoras og er hann enn á lífi.
Spurningin er semsagt hvað get ég gert? Búinn að fara að ráðum manns um að skipta úm vatn (skilja samt slatta eftir) ekki að sjá að það sé síking eða neitt þessháttar virðast vera hressir og svo bara dauðir. Einhverjar hugmyndir?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Vantar upplýsingar

Post by Vargur »

Hvað skiptir þú oft um vatn ?
Það er ágætt að skipta um 30-50% vikulega og ryksuga botnininn,
Einnig er mikilvægt að passa að fóðra ekki of mikið.
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Re: Vantar upplýsingar

Post by Vinni »

Ég hef reint að skipta um ca 7 til 10 daga fresti hámark og svona tæplega helminginn. Svo hef ég einnig riksugað botninn eftir bestu getu en það er möguleiki á að ég hafi gefið aðeins of mikið þegar litla daman vill hjálpa. Ég fékk ær upplýsingar frá mönnunum í fiskó að salta pínu í búrið sem ég gerði. allir fiskar sem eftir eru enn á lífi svo ég krosslegg bara fingur aftur.
Post Reply