hæ hæ
ég er í smá vandræðum, ég er með ljótan svartan þörung? sem er á mörgum plöntum hjá mér og líka á hitamælirinum mínum, hvernig losna ég við þetta,
svo er eitt, ég er með eitt 100l búr (þetta vandamál er í því búri) ég setti nýjar plöntur í það búr fyrir rúmum 2 mánuðum og þetta eru plöntur sem vaxa hratt, en það gerist ekki neitt, þær vaxa ekki né fjölga sér, ég samt set alltaf gróðurvökva í hverri viku, getur verið að steinarnir séu of grófir að þær nái ekki að fjölga sér, mig langar svo í fleiri plöntur
eitt í viðbót, ég keypti líka hvítar og svartar rækjur á sama tíma sem ég keypti gróðurinn, ég sá að ein rækjan var með eins og svartar kúlur inní sér en losaði sig við þær út um allt, nú er komið allavega einn og hálfur mánuður síðan kúlurnar fóru en engar rækjur, skil ekki alveg, það eru bara 6 rækjur í búrinu ásamt gróðri sem vex vel í 20l búri, auk leiðinda snigla sem er bara plága
margar spurningar í einu, væri svo til að fá svar
takk kærlega
kveðja Hjördís
svartur þörungur?
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Re: svartur þörungur?
Er þessi þörungur eins og þessi á myndinni hér?
Hann getur líka verið dekkri, nánast út í svart.
Hvaða plöntur eru þetta sem þú ert með?
Hvaða ljósabúnað ert þú með?
Það er ágætt að taka vikuskammtinn af næringu og skipta honum niður á vikuna s.s. gefa næringu daglega.
Hann getur líka verið dekkri, nánast út í svart.
Hvaða plöntur eru þetta sem þú ert með?
Hvaða ljósabúnað ert þú með?
Það er ágætt að taka vikuskammtinn af næringu og skipta honum niður á vikuna s.s. gefa næringu daglega.
500l - 720l.
-
- Posts: 41
- Joined: 27 Aug 2011, 21:52
- Location: Hfn
Re: svartur þörungur?
hæ hæ
held að þetta sé hann, nema að hann er alveg svartur hjá mér, ég reyndi að taka hann af á hitamælinum mínum og það var rosa erfitt að ná honum af, náði bara smá
hvað er hægt að gera?
kveðja
Hjördís
held að þetta sé hann, nema að hann er alveg svartur hjá mér, ég reyndi að taka hann af á hitamælinum mínum og það var rosa erfitt að ná honum af, náði bara smá
hvað er hægt að gera?
kveðja
Hjördís
Re: svartur þörungur?
Þú getur losnað við þennan þörung með þessu efni sem er á linknum hér fyrir neðan.
Þú notar tvöfaldan ráðlagðan dagskammt.
Athugaðu að þetta efni drepur Vallisneriur ef þú ert með þær en allur annar gróður hjá mér hefur komið vel undan þessu.
Fylgstu með rækjunum hjá þér, þær eru oft viðkvæmar.
Ég hef látið þetta í rækjubúr hjá mér án vandræða, en þá í ráðlögðum skömmtum.
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... b3qrahb8e2
Þú notar tvöfaldan ráðlagðan dagskammt.
Athugaðu að þetta efni drepur Vallisneriur ef þú ert með þær en allur annar gróður hjá mér hefur komið vel undan þessu.
Fylgstu með rækjunum hjá þér, þær eru oft viðkvæmar.
Ég hef látið þetta í rækjubúr hjá mér án vandræða, en þá í ráðlögðum skömmtum.
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... b3qrahb8e2
500l - 720l.