líklega er það gróðurinn hjá mér sem veldur því að ekkert eða lítið stress er á fiskunum, en ég hef alltaf reynt að hafa pakkað af gróðri.
og svo er búrið 180l með næstum eingöngu guppy (2 ancistrus og nokkrar rækjur og 3 sniglategundir.) (en guppies fíla stórt pláss til að synda og leika sér í.)
en ég hef aldrei séð guppía í þessu búri eta ungana sína (gerðu það í fyrsta búrinu sem ég átti 50l, engin gróður og fleiri tegundir (var 16, átti svo ekki búr í næstum 20 ár.)
ég fikta svo oft í búrinu og gróðrinum að fiskarnir eru ekkert hræddir við mig, koma bara alltaf og narta í handlegginn á mér.
hehehe hehe svo er það sumar ástæður sem sumir myndu kalla "twilight zone" ástæður. fannst t.d kallarnir vera of ágengir í kellingarnar (veldur stressi ef of margir kallar eru.)
svo ég , lol, talaði við gúppíana um þetta, og merkilega þá fannst mér þetta mikið skána. (er mikið rólegri hópur eftir nokkur ár hjá mér, en guppíar eru rosalega social og forvitnir, finnst gaman að narta í puttana mína og svona.) (t.d einstaka sinnum lokast seiði í juwel filterinum, koma bara alltaf í lófann á mér og ég lyfti þeim yfir.lol
)
annars útur twilight zoninu, þá nota ég mikið þéttan gróður og hraðvaxta, hraðvaxta tryggir að vatnið er alltaf tært og heldur þörungum meira í burtu. (svo er ég með diy co2 til að spítta meira upp, en þess þarf í raun ekki með plönturnar sem ég nota, nema hárstráið sem ég er að reyna gera teppi úr lol)
svo nota ég hávaxta plöntur til að skipta upp svæðinu, í hella og dali. (er að nota mjög fínblaða og þéttar plöntur, man ekki nafnið.)
og er basically teppi af plöntum yfir öllum botninum nema einum stað sem ég er að gera tilraunir með nýja plöntu.
aðrir hlutir sem ég hef séð að geri þá happy, ég læt filterinn spreyja vatninu beint út, myndar hringsól í vatninu og sterkan straum á einum stað en þeir elska að berjast á móti strauminum, alltaf einhverjir að leika sér að því, aðallega ungviði samt, svo nota ég hávöxnu plönturnar til að brjóta niður strauminn í restinni af tankinum, er hægt flow þegar er næstum komið hringinn.
t.d fíla þeir líka að synda í gegnum loftkúlur frá loftpumpu.
gæti sýnt eina mynd sem ég er með af þessu (vísu yfirlýsta og örlítið óskýra, á ekki myndavél, fékk bara senda þessa mynd frá pabba.)
en ég veit ekki hvernig á að setja myndir upp hérna.