Er að fara að setja upp sjávarbúr

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
Péturpétursson
Posts: 24
Joined: 30 Apr 2012, 13:37

Er að fara að setja upp sjávarbúr

Post by Péturpétursson »

mig langar að prufa eitthvað nýtt hvað þarf ég til að þetta verði ekki alltaf vesen, er komin með 330 lítra búr, og lýsingu sem hentar því fullkomnlega, er með einhverjar stramdælur og tunnudælu, fæ liverock og kórala eftir helgi og 10 kg af salti, og svona protein skimmer, þarf ég eitthvað fleira, einhver bætiefni eða eitthvað svoleiðis og hvernig sand er best að hafa í þessu ? set síðan kannski inn myndir þegar þetta er komið af stað :D öll góð ráð þegin,
Storm
Posts: 37
Joined: 02 May 2011, 23:23

Re: Er að fara að setja upp sjávarbúr

Post by Storm »

Besta vopnið er þekking í þessu áhugamáli, mæli með að þú lesir: http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2149707 til að byrja með svo þú vitir hvernig á að starta búrið

Það sem þú verður að vita um efnafræði til þess að búrið virki hér: http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2153097

Góðir hlutir til þess að gera á meðan þú bíður eftir að búrið "cycli": http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2159172

Og svo að sjálfsögðu frábæri þráðurinn hans DNA efst í saltvatnsspjallinu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Er að fara að setja upp sjávarbúr

Post by keli »

Ég myndi svo bíða í amk 1-2 mánuði með kórallana, og amk 2-3 vikur með fiska.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Péturpétursson
Posts: 24
Joined: 30 Apr 2012, 13:37

Re: Er að fara að setja upp sjávarbúr

Post by Péturpétursson »

keli wrote:Ég myndi svo bíða í amk 1-2 mánuði með kórallana, og amk 2-3 vikur með fiska.
ég er að fara að kaupa 180 lítra sjávarbúr, og það er með öllu, og á 100 lítra tunnu mep loki, og ætla að fá allveg 100 lítra af sjó sem er í búrinnu sem eg kaupi og setja í 330 lítra búrið og fæ einnig sand, úr hinu búrinu, þannig að það ætti að vera einhevr flóra í búrinnu, eða er það eitthvað heimskulegt ?
Péturpétursson
Posts: 24
Joined: 30 Apr 2012, 13:37

Re: Er að fara að setja upp sjávarbúr

Post by Péturpétursson »

Péturpétursson wrote:
keli wrote:Ég myndi svo bíða í amk 1-2 mánuði með kórallana, og amk 2-3 vikur með fiska.
ég er að fara að kaupa 180 lítra sjávarbúr, og það er með öllu, og á 100 lítra tunnu mep loki, og ætla að fá allveg 100 lítra af sjó sem er í búrinnu sem eg kaupi og setja í 330 lítra búrið og fæ einnig sand, úr hinu búrinu, þannig að það ætti að vera einhevr flóra í búrinnu, eða er það eitthvað heimskulegt ?
tengdarpabbi minn er í raun að kaupa þetta 180 lítra búr, ég fæ bara allt sem tengist sjó úr því til að stara 330 lítra búrinu
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Er að fara að setja upp sjávarbúr

Post by Squinchy »

Gott að hafa góðan seltumælir, er með einn slíkan til sölu ef þig vantar
Kv. Jökull
Dyralif.is
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: Er að fara að setja upp sjávarbúr

Post by Toni »

Ég er með gefinst sand... fór úr búri fyrir um viku.

Image

Image

Láttu mig bara vita ef þú hefur áhuga...

Ég fer bráðum að henda honum.
Post Reply