Afsakið, símamynd tekin í lítilli birtu, myndavélin er í einhverjum lamasessi
Til sölu vegna plássleysis:
- 250L svart Akvastabil búr, ein lítil rispa á framglerinu innanverðu, vinstra megin rétthjá Akvastabil lógóinu, niðri við sand. Sést ekki nema þú vitir af henni (sorrý).
- Órispað svart T5 lok með 1x 10000K cool white og 1x blárri peru, og möguleika á dimmer. Perurnar eru með ca. árs notkun á sér.
- Sterkbyggður MDF skápur frá Akvastabil, svartur og grár, með 1x hurð og 1x hillu. Hægt að kaupa hurðir og hillur og skúffur í þetta hjá t.d. Dýragarðinum.
- Eheim 2224 tunnudæla með Ehfisubstrat kúlum í efra hólfi og keramikhringjum í neðra hólfi.
- Ein klemman á Eheim dælunni er brotin, en dælan virkar og lekur ekki. Hef ekki skoðað hvað svona stykki kostar.
- 200w Tetratec hitari.
- Stór rót fylgir sem ætti að vera búin að gefa frá sér allan lit (sést á mynd).
- Bakgrunnur með Amazon þema.
Get skutlað búrinu til þín sé þess óskað. Uppsetning ekki innifalin. Enginn sandur og engir fiskar fylgja.
S. 8698264
P.S. Er í Reykjavík.