540 lítra sjávarbúrið mitt

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

jæja þá er þetta komið í gang hjá manni ég á að vísu eftir að setja upp refugiumið og það eru ekki nema 3 íbúar komnir 2x hermitar og einn snigill svo að vísu fullt af alskonar kvikindum sem ég veit ekki tölu á né hvað heita. en hér eru nokkrar myndir af búrinu
Attachments
IMG_5841.jpg
IMG_5841.jpg (77.26 KiB) Viewed 55827 times
IMG_5842.jpg
IMG_5842.jpg (106.04 KiB) Viewed 55827 times
IMG_5840.jpg
IMG_5840.jpg (87.29 KiB) Viewed 55827 times
IMG_5839.jpg
IMG_5839.jpg (69.56 KiB) Viewed 55827 times
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by kristjan »

Mjög flott hjá þér. Ætlaru ad hafa meira grjót í búrinu?
Eina sem eg get sett ut a er ad tad virdist vera hosuklemma ur malmi tar sem return slangan fer a rörin, tad er avisun a vesen myndi eg segja. Svo hef eg lesið að svona garðslöngur smita einhverju efni i vatnið sem er óæskilegt og þvi eigi maður bara ad nota svona vinil slöngur.
350 l. Juwel saltvatnsbúr
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

jú planið var að kaupa meira af grjóti svona með tímanum. en hosuklemman er ekki ofaní vatninu skiptir það ekki máli

já ég tók smá séns með þessari slöngu málið er að þessar glæru slöngur eru svo stífar að hún leiðir víbring frá dælu og uppí lagnakerfið sem myndaði tilheyrandi hávaða ég verð bara að skella mér í paulsen og sjá hvort þeir eigi gorma barka. en þetta með slöngurnar er þetta eithvað sem gerist strax eða með tímanum
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by ulli »

Djöfull er ég að fýla þetta!
Finst sjáfum með því skémtilegra við þetta allt að dunda mér að setja upp sump og teingja tæki við þetta hingað og þángað :mrgreen:

Mjög smekklegt hjá þér.
Ps þessi hosu klemma á eftir að riðga í drasl þótt hún sé ekki oní sumpinum(uppgufun)
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by kristjan »

ég er sammála ulla um hosuklemmuna þ.e. ekki skiptir öllu máli að hún sé ekki í vatninu hún á eftir að riðga
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by DNA »

Smekklegt búr hjá þér.

Settu vatn í glas úr garðslöngu og fáðu þér sopa.
Það er drykkjarhæft en óbragðið úr slöngunni leynir sér ekki og það minnkar ekki með tímanum.

Ég er enn með þurrt rifgrjót í sölu!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by keli »

Það eru til styrktar silikonslöngur í landvélum. Þær ættu að henta vel í staðinn fyrir garðslöngurnar - Lítill víbringur og leka engum efnum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

nice takk fyrir það keli ég kíki þangað :)
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

blue tang í þara himnaríki, hann er átvagl þessi :)
Attachments
IMG_5901.jpg
IMG_5901.jpg (135.03 KiB) Viewed 55693 times
Emilsson
Posts: 66
Joined: 28 Jun 2010, 21:26
Location: Keflavík

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Emilsson »

ég þurfti að leita heillengi til þess að finna hann:P en annars flott búr:)
84l. Rena
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

nokkrar myndir
Attachments
IMG_6294.jpg
IMG_6294.jpg (190.46 KiB) Viewed 55479 times
IMG_6293.jpg
IMG_6293.jpg (141.07 KiB) Viewed 55479 times
IMG_6292.jpg
IMG_6292.jpg (125.65 KiB) Viewed 55479 times
Storm
Posts: 37
Joined: 02 May 2011, 23:23

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Storm »

flott!
Marianna87
Posts: 5
Joined: 10 Jun 2012, 23:28
Location: Kópavogur

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Marianna87 »

Geggjað næs marr væri til í að eiga svona huge búr marr.... er bara með eitt lítið 40 lítra búr með fullt af gúbbý fiskum :) Vantar fleirri íbúa hjá þér :D en geggjað flottur blái fiskurinn veit ekki hvað tegundin heitir :o
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by DNA »

Þetta er allavega farið að lýkjast sjávarbúri.
Mættir kannski reyna vera svolítið meira skapandi með uppröðun grjótsins.
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

takk fyrir það já ég las bara einhverstaðar að vatnið þurfi að ná að streima á milli grjótana, þannig að þetta var það eina sem mér datt í hug :)

en svo var planið að bæta meira grjóti við sem fer þá ofaná

annars opin fyrir góðum hugmyndum !
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by DNA »

Borvél, dragbönd, acryl stangir eða pvc rör og möguleikarnir eru endalausir

Image
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Alí.Kórall »

Þessar stangir bjóða greinilega upp á áhugaverða röðunarmöguleika, eins og þessi til hægri er uppréttur og fastur.
mbkv,
Brynjólfur
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

já þetta er sniðugt !! kannski seinna
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Squinchy »

Eitthvað nýtt að frétta af búrinu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Alí.Kórall »

Leyfðu okkur endilega að sjá þegar þú bætir meira grjóti og dóti við. Eins og mér skyldist að planið væri.
mbkv,
Brynjólfur
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

ég geri það ;)
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

Mér sýnist að upp sé kominn ( smá ) framleiðisu galli í búrinu mínu :( ég las mig vel til um smíði á svona búri og það sem menn mældu með í siliconi var frá múrbúðinni ef maður vildi hafa það svart. en það virðist ekki þola salt vatnið vel því það er farið að flagna hjá mér það er næstum eins og eitthvað sé að éta það í búrinu. en þegar maður kemur við það er það allveg rosalega mjúkt soldið eins og það sé soðið
hafa menn eitthvað verið að lenda í þessu ?? ég er farinn að husa um stórar endurbætur á búrinu það mundi þíða að ég þyrfti að selja allt lífríkið og live rock úr því :( en :) fyrir suma !
Attachments
IMG_7858.JPG
IMG_7858.JPG (227.21 KiB) Viewed 55012 times
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Squinchy »

:shock: þetta hef ég ekki heyrt af áður, er þetta að gerast allstaðar í búrinu og sumpinum líka ?

Hvað með að fá sér notað 150+ lítra búr á meðan til að hýsa lífríkið á meðan ef þú þarft að skipta sílíkoninu út
Kv. Jökull
Dyralif.is
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

nei ekki í sumpinum ?? samt sama kíttið

það er hugmynd en ég er að pæla í að skipta út yfirfalls spjaldinu og betrum bæta ljósabúnaðinn
með tilheyrandi kostnaði, ég var að spá í að taka bara smá tíma í þetta þannig að það er spurning hvort það sé ekki einfaldara að selja lífríkið ég er hvort sem er ekki með það mikið í búrinu kem samt til með að sjá eftir liverockinu mér fynnst það eitthvað eigingjarnt af mér að þurka það upp ! ekki það að ég hef ekki miklar áhyggjur af leka það er ekki komið á það stig en samt pirrandi
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by Squinchy »

Spurning hvort þetta sé segul skafan sem er að tæta þetta upp í búrinu ?

Er sílikonið sem er ekki ofan í vatninu eins við snertingu ?

Ef þú ferð út í að selja lífríkið væri ég til í finger og montopora kóralinn, sé enn eftir þeim :P (þ.a.s. ef þú vilt selja eitthvað stakt)
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by ulli »

Notaði sama lím á mitt búr í denn.
Ekkert vandamál. :roll:
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

eftir frekari athugun þá er mig farið að gruna að ein af túpunum sem ég notaði til að kítta saman búrið hafi verið gölluð því það er aðeins eitt horn á búrinu sem er svona mjúkt og kítuninn á skilrúminu er líka svona :) ég ætla að tæma búrið skera upp og kítta með kítti sem er sérstaklega ætlað fyrir fiska búr einginn áhætta tekin núna
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by DNA »

Ég sé ekki betur en þetta sé langt úti á glerinu og þar sem þykktin er bara brot úr millimetra.
Á myndinni má sjá förin eftir segulinn þinn sem hefur sennilega farið nokkur hundruð sinnum yfir þetta og því eðlilegt slit.

Gölluð túba finnst mér vera mjög langsótt skýring og ef límið var gert fyrir gler er viðloðunin ótrúlega mikil.
Ég myndi ekki leggja í að gera þetta upp á nýtt nema þú sért viss um límingin sé að gefa sig.

Ef það er fita, olía eða eitthvað slíkt undir þá er það klúður við límingu sem á ekki að gerast.
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by S.A.S. »

það er ekki fita undir líminu þar sem ég fór með fituhreynsir yfir þetta áður. En það er akkurat það sem ég var að gera núna ég skar með 5mm máta sithvoru meginn til að ath. hvort þetta lostni upp aftur
ég var líka búinn að velta því fyrir mér hvort þetta gæti verið út af því að það er þunt út við kannta kemur í ljós. það sem hræðir mig er að ef ég renni puttanum þéttings fast yfir kíttið klessist það á puttan á mér ? þessvegna var ég farinn að velta því fyrir mér hvort þetta gæti verið galli

og á myndini má vissulega sjá för eftir segulinn en það er vegna þess að þegar ég tók eftir þessu prufaði ég að renna honum yfir þetta til að sjá hvort ég gæti einmitt skafað kíttið af þar sem það væri þynnst

vona samt innilega að þú hafir rétt fyrir þér :)
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: 540 lítra sjávarbúrið mitt

Post by DNA »

S.A.S. wrote:ef ég renni puttanum þéttings fast yfir kíttið klessist það á puttan á mér ?
Úff.. ekki líst mér á það. Þetta gæti endað með gliðnun.
Ég myndi tala við vana menn í faginu.
Helstu gæludýrabúðir ættu að hafa alla vega einn slíkan.
Post Reply