Að koma upp einföldu búri
Moderators: keli, Squinchy, ulli
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Að koma upp einföldu búri
Heil og sæl,
Mig langar að koma upp temmilega einföldu saltvatnsbúri. Eftir að hafa lörkað alla þræðina hérna, þá sýnist mér 30L búrið sem Keli nokkur hélt vera næst því sem ég hafði hugsað mér að koma mér upp.
Þó ég myndi kannski fremur hafa það stærra, þó ekki nema kannski í mesta lagi 200L þar sem ég verð mögulega bara ár í viðbót hérna á klakanum.
Gætuð þið verið svo vænir að benda mér á góðar leiðbeiningar fyrir saltvatnsfiskabúrahald? Ég hef enga reynslu af þannig eldi, svo ég vil ekki taka mér eitthvað fyrir hendur sem ég ræð ekki við. Var að vonast til að geta ræktað svepi, kóralla (Alí kórall ) og einhver krúttleg lindýr. Þá að hafa einungis einhverjar rækjur, krbba og kannski örfáa notendavæna fiska af minni gerðinni.
Ég er mest að velta fyrir mér hvort það sé ekki möst að hafa svokallaðan sump, og hvort það sé ekki hægt að smíða einn svoleiðis úr kannski 40L búri. Er samt ekki best að leiða yfirfallið beint niður bornplötuna og hversu mikið mál sé að sníða hana til þannig. Lýst betur á það heldur en að taka rörin eitthvað útfyrir (augljóst Murhpy's law).
Ég var soldið í ferskvatninu fyrir nokkrum árum og hélt 75L búr með pictusum lengi, svo eitthvað gotfiskafikt og svona þar á undan. Ég er mest að spá í hvað væri hagkvæm leið til þess að koma upp sómasamlegu saltvatnsbúri, þar sem ég get ræktað fallega steina. Þið þekkið greinilega til vhernig á að koma upp flottum búrum, en ég verð víst ekkert sérstaklega grand á því bili, en ég vil fotvitnast hver sé besta leiðin til að koma upp góðu búri (þó þið vilduð örugglega hafa það stærra til að fá jafnari skapgerð í vatnsgæðin) án þess að leggja einhvern óheyrilegan kostnað í það; en þetta yrði það að vera gott ef maður ætlar útí þetta yfir höfuð.
Annars bara námsmaður í sumarvinnu út á landi í myrkviðum hins opinbera. Kem í ágúst í bæinn og fer að grægja þetta, hlakka til að kynnast ykkur betur.
mbkv,
Alíkórall
Mig langar að koma upp temmilega einföldu saltvatnsbúri. Eftir að hafa lörkað alla þræðina hérna, þá sýnist mér 30L búrið sem Keli nokkur hélt vera næst því sem ég hafði hugsað mér að koma mér upp.
Þó ég myndi kannski fremur hafa það stærra, þó ekki nema kannski í mesta lagi 200L þar sem ég verð mögulega bara ár í viðbót hérna á klakanum.
Gætuð þið verið svo vænir að benda mér á góðar leiðbeiningar fyrir saltvatnsfiskabúrahald? Ég hef enga reynslu af þannig eldi, svo ég vil ekki taka mér eitthvað fyrir hendur sem ég ræð ekki við. Var að vonast til að geta ræktað svepi, kóralla (Alí kórall ) og einhver krúttleg lindýr. Þá að hafa einungis einhverjar rækjur, krbba og kannski örfáa notendavæna fiska af minni gerðinni.
Ég er mest að velta fyrir mér hvort það sé ekki möst að hafa svokallaðan sump, og hvort það sé ekki hægt að smíða einn svoleiðis úr kannski 40L búri. Er samt ekki best að leiða yfirfallið beint niður bornplötuna og hversu mikið mál sé að sníða hana til þannig. Lýst betur á það heldur en að taka rörin eitthvað útfyrir (augljóst Murhpy's law).
Ég var soldið í ferskvatninu fyrir nokkrum árum og hélt 75L búr með pictusum lengi, svo eitthvað gotfiskafikt og svona þar á undan. Ég er mest að spá í hvað væri hagkvæm leið til þess að koma upp sómasamlegu saltvatnsbúri, þar sem ég get ræktað fallega steina. Þið þekkið greinilega til vhernig á að koma upp flottum búrum, en ég verð víst ekkert sérstaklega grand á því bili, en ég vil fotvitnast hver sé besta leiðin til að koma upp góðu búri (þó þið vilduð örugglega hafa það stærra til að fá jafnari skapgerð í vatnsgæðin) án þess að leggja einhvern óheyrilegan kostnað í það; en þetta yrði það að vera gott ef maður ætlar útí þetta yfir höfuð.
Annars bara námsmaður í sumarvinnu út á landi í myrkviðum hins opinbera. Kem í ágúst í bæinn og fer að grægja þetta, hlakka til að kynnast ykkur betur.
mbkv,
Alíkórall
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
Re: Að koma upp einföldu búri
Það er kannski rétt að taka fram að 30 lítra búrið mitt virkaði afar vel þegar ég sinnti því vel, en svo varð ég latur í einhverja mánuði og þá krassaði það. Ég myndi stefna á amk 50-100 lítra búr, sérstaklega þar sem þú ert að byrja. Helst stærra, eða eins stórt og þú kemur fyrir.
Leyfi öðrum að koma með fleiri ráð til þín þar sem ég er lítið inni í saltinu þessa dagana Squinchy og DNA hljóta að koma með eitthvað info fyrir þig hér
Leyfi öðrum að koma með fleiri ráð til þín þar sem ég er lítið inni í saltinu þessa dagana Squinchy og DNA hljóta að koma með eitthvað info fyrir þig hér
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: Að koma upp einföldu búri
Var að íhuga svona 120L eða 150L. Það hlýtur voðalega lítið að þurfa bregða útaf í 30L búrum svo þau verði dauðagildrur. Það hlýtur því að vera best að fara uppí minnst að kosti 500L, en ég hef bara ekki ráð, pláss, né tíma til að fara útí það núna.keli wrote:Það er kannski rétt að taka fram að 30 lítra búrið mitt virkaði afar vel þegar ég sinnti því vel, en svo varð ég latur í einhverja mánuði og þá krassaði það. Ég myndi stefna á amk 50-100 lítra búr, sérstaklega þar sem þú ert að byrja. Helst stærra, eða eins stórt og þú kemur fyrir.
Leyfi öðrum að koma með fleiri ráð til þín þar sem ég er lítið inni í saltinu þessa dagana Squinchy og DNA hljóta að koma með eitthvað info fyrir þig hér
Já, ég er hérna því ég vil undirbúa þetta sem best og til þess reyna finna eitthvað af þessum útbúnaði til að kaupa.
Eftir að hafa skoðað allt hérna vel þá sýnidst mér sama hugmynd liggja að baki búrinu þínu og því sem ég hafði í huga. Langar helst að geta ræktað fallega kóralla.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
Re: Að koma upp einföldu búri
Ég post-aði þessu í öðrum þræði en ætla samt að gera það aftur
Mæli með að þú lesir: http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2149707 til að byrja með svo þú vitir hvernig á að starta búrið
Það sem þú verður að vita um efnafræði til þess að búrið virki hér: http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2153097
Góðir hlutir til þess að gera á meðan þú bíður eftir að búrið "cycli": http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2159172
Mæli með að þú lesir: http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2149707 til að byrja með svo þú vitir hvernig á að starta búrið
Það sem þú verður að vita um efnafræði til þess að búrið virki hér: http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2153097
Góðir hlutir til þess að gera á meðan þú bíður eftir að búrið "cycli": http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2159172
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: Að koma upp einföldu búri
Þakka þér kærlega. Ég renni í gegnum þetta í kvöld.Storm wrote:Ég post-aði þessu í öðrum þræði en ætla samt að gera það aftur
Mæli með að þú lesir: http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2149707 til að byrja með svo þú vitir hvernig á að starta búrið
Það sem þú verður að vita um efnafræði til þess að búrið virki hér: http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2153097
Góðir hlutir til þess að gera á meðan þú bíður eftir að búrið "cycli": http://reefcentral.com/forums/showthread.php?t=2159172
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
Re: Að koma upp einföldu búri
Hérna er skemmtilegt búr á góðu verði
http://tinyurl.com/899wmjr
Var sjálfur að kaupa 20 lítra útgáfuna rétt áðan. þessi pása mín varði ekki lengi
Smá youtube: http://www.youtube.com/watch?v=RpyX3CK4Egk
http://tinyurl.com/899wmjr
Var sjálfur að kaupa 20 lítra útgáfuna rétt áðan. þessi pása mín varði ekki lengi
Smá youtube: http://www.youtube.com/watch?v=RpyX3CK4Egk
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Re: Að koma upp einföldu búri
heyr heyr Squinchy það er alltaf lausn á öllum vanda málum
Re: Að koma upp einföldu búri
þessi er ágætur fínt að renna yfir myndböndinn hjá honum
http://www.newyorksteelo.com/
ferð í back to youtube
http://www.newyorksteelo.com/
ferð í back to youtube
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: Að koma upp einföldu búri
Jafnvel þessi örlitlu eru mjög töff. Kannski ætti maður bara að byrja á svoleiðis.
Þetta er bara mjög gott verð fyrir nýtt búr, ljós og dælu.
Væri ekki flott að fá bláa peru í þetta? Hefur það mikið eða lítið ljósmagn? Er samt ekki tæpt að rækta einhvern harðan kóral í þessu?
Þetta er bara mjög gott verð fyrir nýtt búr, ljós og dælu.
Væri ekki flott að fá bláa peru í þetta? Hefur það mikið eða lítið ljósmagn? Er samt ekki tæpt að rækta einhvern harðan kóral í þessu?
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
Re: Að koma upp einföldu búri
það eru 2*11W perur í þessu, ein hvít (10000K) og ein blá (20000K), það er ekki það mikið framboð á hörðum kóral hérna á klakanum þannig að það er svo sem ekkert tæpara en í stærra búri , getur alveg verið með candycane og aðra auðvelda harð kóralla
Mitt plan er:
Toadstool
Candycane
Zoanthias
xenia
Mitt plan er:
Toadstool
Candycane
Zoanthias
xenia
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: Að koma upp einföldu búri
Þessir eru allir mjög spennandi, hverja aðra mætti nálgast hérna á klakanum?
Hvað með svampa eða lindýr?
Er að pæla í pari af Nemateleotris magnifica, rækju og kuðungakrabba. Ef þetta er ekki of lítið búr. Það hefðu það allavega fyrir sjálfa sig.
Hvað með svampa eða lindýr?
Er að pæla í pari af Nemateleotris magnifica, rækju og kuðungakrabba. Ef þetta er ekki of lítið búr. Það hefðu það allavega fyrir sjálfa sig.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: Að koma upp einföldu búri
Eitt, ég var að skoða Catalina Goby sem er í hentugri stærð fyrir búrið en hann dafnar best í heldur köldu vatni, eða 22-23°c
Ef ég myndi halda því hitastigi, myndi það hamla vexti kóralla?
Ef ég myndi halda því hitastigi, myndi það hamla vexti kóralla?
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
Re: Að koma upp einföldu búri
Spurning yfirhöfuð hvort þú náir að halda búrinu í svona lágu hitastigi, herbergis hitinn hjá mér er allavegana í 25+°C með lokaða glugga, næ því eflaust eitthvað neðar með opna en ekki svo viss um að ég nái undir 23° nema kannski með því að fá mér viftu
Hitastigið hefur eflaust áhrif á efnaskipti kóralsinns þannig að hann vex aðeins hægar myndi ég halda.
Mitt markmið er að reyna halda 24-25°
Hitastigið hefur eflaust áhrif á efnaskipti kóralsinns þannig að hann vex aðeins hægar myndi ég halda.
Mitt markmið er að reyna halda 24-25°
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is