Ég er með til sölu 650L heimasmíðað búr, málin á búrinu eru Lengd:150cm, Hæð án loks 76cm og dýpt 57cm smíðað úr 12 mm gleri og er með álbotn og álramma undir botnglerinu, lok er heimasmíðað og hæðin á því er 16,5cm, lokið er með gjafarlúgu.
Það þarf að endurnýja ljósin í lokinu og svo fylgir ekki dæla með, búrið stendur eins og er á múrsteinum en það er sennilega ekkert mál fyrir einhvern laghentan að smíða skáp undir það.
Verðhugmynd er um 60.000kr en skoða öll tilboð eins er ég til í að skoða skipti á einhverju sniðugu eins og tildæmis framandi gæludýrum, myndavélum, heimabíókerfi eða bara einhverju sem ykkur dettur í hug

Einhverjir fiskar fylgja með og eins sandur og grjót.
Hérna eru gamlar myndir af búrinu, get ekki sent nýjar vegna myndavélaleysis

Þessir fiskar sem sjást á þessum myndum eru því miður ekki á lífi lengur




Kær kveðja Öddi