Vandamál í búrinu

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Vandamál í búrinu

Post by Vinni »

Góðan dag.
Ég er búinn að leita mikið af upplýsingum hérna en það virðist ekkert vera alveg öruggt. Vandaqmálið er að ég er með tetrur í búri hjá mér sem virðast vera að tína tölu ein af annari, fyrst hélt ég að þetta væri hvítblettaveiki og fór að ráðum með söltun og vatnaskipti og allt það og allt í góðu í búrinu í smá tíma en svo gerist þetta nákvæmlega sama aftur. Tetrurnar verða ein í hvert skipti hvít við sporðinn og svo vinnur liturinn sig eftir hriggnum hægt fram og tetru greiið veslast upp. Þetta eru neontetrur. Vona að ég sé að setja nógu nákvæmar upplýsingar inn. Já þetta er 80l. búr með pri af krippum, 3riksugur (ankistur kann ekki að skrifa það) núna 2 tetrur og 6 convict seiði (þau fara þegar þau verða of stór).
Hvað get ég gert?
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Re: Vandamál í búrinu

Post by Vinni »

Hefur enginn hérna hugmynd um hvað þetta er og þarf ég að taka allt úr búrinu og þrífa?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Vandamál í búrinu

Post by keli »

Hvað skiptirðu oft um vatn og hvað mikið í einu?

Eru þetta bara neon tetrur?

Er þetta eitthvað líkt þessu?
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Re: Vandamál í búrinu

Post by Vinni »

Hef verið að skipta um vatn á 12 til 15 daga fresti. Þá skipti ég um ca 40 til 60%.
Já hef bara orðið var við að þetta komi fyrir tetrurnar og þá bara eina í einu.
Nei þetta er ekkert líkt þessu. Það kemur hvítur hringur fyrir framan sporðinn og heldur svo bara áfram eftir hriggnum og fiskurinn veslast upp þó hann virðist borða vel. Gleimdi að segja að liturinn virðist koma innanfrá.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Vandamál í búrinu

Post by keli »

Prófaðu að googla neon tetra disease, hvort það klingji einhverjum bjöllum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Re: Vandamál í búrinu

Post by Vinni »

www.youtube.com/watch?v=57qu08nrskM Þetta er alveg sláandi líkt þessum nr 4 en ekki alveg svona mikið er á byrjunarstigi núna á næstsíðustu tetrunni minni. en verð ég að skipta um allt vatn í búrinu eða hvað get ég gert? Fann ekki hvort að hinir fiskarnir geti smitast af þessu eða ekki.
Hefurðu einhver ráð handa mér.

Með fyrirfram þökk og þakkir fyrir þetta sem komið er.
Alvin
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: Vandamál í búrinu

Post by Alí.Kórall »

Vöðvadauði er líklegast alger dauðadómur fyrir tetru. Það kemur á endanum drep í þá.

Ef þetta er sníkjudýr, þá væri kannski best að einangra fiskanna (fjarlæga síðan þá sem sýna einhvern einkenni, ef þetta er það sem lýst var í myndbandinu þá eru þeir dauðans matur) og setja jafnvel UV ljós í aðalbúrið og/eða salt.

Það er svona það eina sem mér dettur í hug.
mbkv,
Brynjólfur
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Re: Vandamál í búrinu

Post by Vinni »

Takk fyrir þetta.
búinn að salta í búrið og skipta um vatn einusinni og ætla að gera það aftur í kvöld. þá hafði ég hugsað mér að fjarlægja tetrurnar líklega fyir fullt og allt úr þbúrinu þar sem þær eru báðar að missa lit og fá þennan hvíta.:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Vandamál í búrinu

Post by Elma »

Mér finnst lýsingin eiga við Neon tetra disease.

Ólæknandi, ef einhver veikinst af þessu, þá á að fjarlægja hann strax
úr búrinu svo hann smiti ekki hina.

Einkennin eru þau að
á erfitt með að synda og líður geinilega illa
heldur sig frá hópnum, hryggurinn gæti bognað,
fiskurinn bólgnar jafvel upp eða fær aðrar sýkingar.
Sýkt svæði verða hvít og fiskurinn missir lit í kringum þessi svæði.
Herjar helst á Neon tetrur en getur lagst á aðra fiska.

Cardinalar eru ónæmir fyrir þessum sjúkdómi,
hefuru spáð í að fá þér svoleiðis?
Þeir eru mjög fallegir.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Re: Vandamál í búrinu

Post by Vinni »

Takk fyrir þetta.
Ég fjarlægði allar tetrurnar þar sem það leit út fyrir að þær væru að veikjast og skipti út möl og um ca 75 til 80% vatns (Möl eingöngu af því mig langaði til þess). Allir aðrir fiskar eru bara hressir og ætla ég ekki að bæta neinu í búrið fyrr en ég verð kominn með alla fullvagsna eða búinn að láta einhverja. Reini að koma inn mynd af búrinu þar sem ég er orðinn mjög ánægður með það.
Vinni
Posts: 39
Joined: 18 May 2012, 21:54

Re: Vandamál í búrinu

Post by Vinni »

Smá aukaspurning varðandi ancistrur (riksugur) þegar það eru komin seiði þarf ég þá að gefa eitthvað sérstakt að borða?
Einnig má ég gefa Gubby blóðorma (þurrkaða).

Með fyrirfram þökk
Alvin
Post Reply