180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Moderators: keli, Squinchy, ulli
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Sælir, ég keypti notað 180L búr. Það fylgdi líf með því svo það var ekki hægt að starta því upp á nýtt. En ég hef allavega ýmislegt skemmtilegt líf í því.
Ég þarf að klára hálfsmíðað lok á það sem verður með halógen kastara en það lok sem er fyrir er óviðunandi. Svo þarf ég líka að koma upp sumpi og auka hreyfinguna á vatninu. Það tvær dælur sem ég er ekki alveg viss hversu öflugar eru (en það eru hálf dauðir blettir í búrinu sem þyrfti að bæta úr held ég). Svo er ég með utanáliggjandi skimmer. En ég ætla að koma mér upp sumpi sem fyrst.
Það er eitt stykki blue damsel, ég sá hann merktan semi agressive, svo ég vildi vita svona í grófum dráttum hvað er ok að setja með svoleiðis. Svo er einbúakrabbi, turbo snigill (mér finnst turbo nafngiftin ekki eiga við), svo er einhver linkórall sem mér hefur ekki tekist að bera kennsl á (mynd fylgir). Og eitthvað sem lítur út eins og sveppir. Síðan er eitthvað smálíf eins og burstaormar og einn pínulítill krossfiskur virðist hafa lifað. enþeir voru víst um 10.
Ég ætla að koma þessu búri í flott stand og gera eitthvað töff úr því. Það vantar kannski helst að bera kennsl á kórallinn, hann virðist vera í frekar slæmu ásigkomulagi (en ég veit það ekki) svo ég geti lesið mér til um hvernig ég get dekrað við hann. Vonast til að þið getið hjálpað mér við það.
Myndir (gleymdi heildarmynd)
Hvað er nú þetta?
Einhver kórall, sem ég hef eiginlega áhyggjur af. En hann er svosem eins og ég fékk hann.
Einbúakrabbinn Skúli
Ég þarf að klára hálfsmíðað lok á það sem verður með halógen kastara en það lok sem er fyrir er óviðunandi. Svo þarf ég líka að koma upp sumpi og auka hreyfinguna á vatninu. Það tvær dælur sem ég er ekki alveg viss hversu öflugar eru (en það eru hálf dauðir blettir í búrinu sem þyrfti að bæta úr held ég). Svo er ég með utanáliggjandi skimmer. En ég ætla að koma mér upp sumpi sem fyrst.
Það er eitt stykki blue damsel, ég sá hann merktan semi agressive, svo ég vildi vita svona í grófum dráttum hvað er ok að setja með svoleiðis. Svo er einbúakrabbi, turbo snigill (mér finnst turbo nafngiftin ekki eiga við), svo er einhver linkórall sem mér hefur ekki tekist að bera kennsl á (mynd fylgir). Og eitthvað sem lítur út eins og sveppir. Síðan er eitthvað smálíf eins og burstaormar og einn pínulítill krossfiskur virðist hafa lifað. enþeir voru víst um 10.
Ég ætla að koma þessu búri í flott stand og gera eitthvað töff úr því. Það vantar kannski helst að bera kennsl á kórallinn, hann virðist vera í frekar slæmu ásigkomulagi (en ég veit það ekki) svo ég geti lesið mér til um hvernig ég get dekrað við hann. Vonast til að þið getið hjálpað mér við það.
Myndir (gleymdi heildarmynd)
Hvað er nú þetta?
Einhver kórall, sem ég hef eiginlega áhyggjur af. En hann er svosem eins og ég fékk hann.
Einbúakrabbinn Skúli
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Þú ert væntanlega að tala um málmhalógen, Hvaða W stærð er á perunni ?.
Damsel getur verið svolítið frekur og farið í taugarnar á sumum fyrir vikið.
Veit ekki alveg með þennan kóral á seinni myndinni, gæti verið sveppur, hann virðist allavegana vera mjög ósáttur, skortur á góðri lýsingu (gamlar perur eða bara einfaldlega ekki nógu öflugar) og vatnsgæði valda oft svona "ósætti".
Hinn gæti verið einhver giant polyp tegund eða zoanthid tegund
Damsel getur verið svolítið frekur og farið í taugarnar á sumum fyrir vikið.
Veit ekki alveg með þennan kóral á seinni myndinni, gæti verið sveppur, hann virðist allavegana vera mjög ósáttur, skortur á góðri lýsingu (gamlar perur eða bara einfaldlega ekki nógu öflugar) og vatnsgæði valda oft svona "ósætti".
Hinn gæti verið einhver giant polyp tegund eða zoanthid tegund
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Já málmhalógen var það heillin. Það var víst einn af fjórum kösturum í 1000 lítra búri. Ég bara man það ekki í fljótu bragði og er ekki í sama bæjarfélagi og kastarinn akkúrat núna, en þetta lýtur út fyrir að vera svaðaleg græja. Ég skal finna útúr því.
Ég gerði nokkuð kröftug vatnaskipti, en mig grunar að þau hafi ekki verið sérstaklega tíð fyrir mína tíð, og tók sjensinn á að ryksuga svona þriðjung búrsins kröftulega enda var það hrikalega skítugt. En við höfðum soldið vatn í sandinum í von um að kála ekki allri flórunni.
Já, það er verst að geta ekki sagt til um hvaða tegund þetta er ennþá. Hann ætti að vera að detta í ágæt vatnsgæði þá og þegar. Og betra ljós, enda grunar mig að perurnar séu frekar slappar. Svona að velta fyrir mér hvort slappa kóralinum veitti ekki af rækjubita eða svoleiðis. Allavega er hann ekkert spennandi svona, er að vonast til að glæða smá lífi í hann. Ég sá hann ekki almennilega fyrir en hann er kannski bara í fýlu vegna flutningsins.
Takk samt Squichy, en ég ætla reyna leita þessar tegundir uppi svo ég geti lesið mér til um hvernig ég get annast þá rétt. Það torveldar mér verkið, ég er ekki viss um t.d. í hversu miklum straum best er að hafa skottið.
Þetta er bara 2 daga, en þá reyndar ekki alveg frá grunni heldur frekar flutt og skrúbbað rækilega.
Ég gerði nokkuð kröftug vatnaskipti, en mig grunar að þau hafi ekki verið sérstaklega tíð fyrir mína tíð, og tók sjensinn á að ryksuga svona þriðjung búrsins kröftulega enda var það hrikalega skítugt. En við höfðum soldið vatn í sandinum í von um að kála ekki allri flórunni.
Já, það er verst að geta ekki sagt til um hvaða tegund þetta er ennþá. Hann ætti að vera að detta í ágæt vatnsgæði þá og þegar. Og betra ljós, enda grunar mig að perurnar séu frekar slappar. Svona að velta fyrir mér hvort slappa kóralinum veitti ekki af rækjubita eða svoleiðis. Allavega er hann ekkert spennandi svona, er að vonast til að glæða smá lífi í hann. Ég sá hann ekki almennilega fyrir en hann er kannski bara í fýlu vegna flutningsins.
Takk samt Squichy, en ég ætla reyna leita þessar tegundir uppi svo ég geti lesið mér til um hvernig ég get annast þá rétt. Það torveldar mér verkið, ég er ekki viss um t.d. í hversu miklum straum best er að hafa skottið.
Þetta er bara 2 daga, en þá reyndar ekki alveg frá grunni heldur frekar flutt og skrúbbað rækilega.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Ég vonast til að búrið verði orðið stabílt eftir 2.5 vikur, þá ætla ég að freista þess að bæta einhverju við.
Varðandi fiska þá var ég að hugsa annað hvort lemon damsel eða 2-3 Chromis black bar. Ef það yrði ekkert annað með bláa damselinum, teljið þið það ráðlegt? Ég vil hafa það fremur fámennt og rækta frekar kóralla.
Annars var planað Toadstool lin kórall. Getið þið vinsamlegast bent mér á aðrar auðvelda til miðlungs erfiða tegund sem væri hægt að skipta og rækta upp? Það er fyrir bestu held ég að ég haldi mér frá mest krefjandi kórölunum í bili. Kannski Brain coral.
Ég gat ekki einu sinni lesið W af perunni eða neinu. :S Það stóð merkilegt nokk ekkert á öllu apparatinu. Eins spes og það er.
Varðandi fiska þá var ég að hugsa annað hvort lemon damsel eða 2-3 Chromis black bar. Ef það yrði ekkert annað með bláa damselinum, teljið þið það ráðlegt? Ég vil hafa það fremur fámennt og rækta frekar kóralla.
Annars var planað Toadstool lin kórall. Getið þið vinsamlegast bent mér á aðrar auðvelda til miðlungs erfiða tegund sem væri hægt að skipta og rækta upp? Það er fyrir bestu held ég að ég haldi mér frá mest krefjandi kórölunum í bili. Kannski Brain coral.
Ég gat ekki einu sinni lesið W af perunni eða neinu. :S Það stóð merkilegt nokk ekkert á öllu apparatinu. Eins spes og það er.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Einbúakrabbinn Skúli í klettaklyfri.
Sveppurinn/kórallinn að taka við sér. Miklu frísklegri.
Meira
yfirlitsmynd
Það vantar greinilega mun meiri vatnshreyfingu. Ég fjárfesti mjög bráðlega í svona "vatnsviftu" dælu.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Sjá, hann er allur að koma til, þó enginn geti borið kennsl á tegundina.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Ég velti sömu spurningu upp á Reef central, einn lagði frekar til að þetta væri einmitt cabbage leather coral (eða Sinularia dura á rómverskunni).
Ætli við getum ekki verið nokkuð viss um það þá. Takk fyrir!
Ætli við getum ekki verið nokkuð viss um það þá. Takk fyrir!
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Haha, rólegur þetta var nú bara kímni hjá mér.ibbman wrote:Latínu
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Þetta lítur bara vel út, svo er bara að bæta við grjóti og þá ertu kominn á góða leið
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Já, ég er að skipuleggja að koma upp sumpi með yfirfalli. Þar sem mér gafst því miður ekki tækifæri til þess að bora.
Svo er ég með hálfsmíðað lok sem vantar að lakka og setja viftur á.
Síðan þarf meiri straum og meira life rock. Ég fæ bráðum bætiefni til þess að vinna upp á móti kalkupptöku dýranna í búrinu.
Og svo vantar soldið meiri straum á vatnið.
Þegar þetta er komið í gott stand þá get ég örugglega komið upp blómlegum vexti. Og með meira life rock þá tel ég mig geta bætt við einum Algae Blenny, sérstaklega þar sem Damselinn heldur sig mest innan um steinanna hægra meginn, það er þá bara að gera aðra gloppótta steinhrúgu fyrir blennann vinstra meginn.
Þetta er ekki ennþá alveg jafn pró og skrímslið hans DNA, en ég hef trú á því að þetta verði gott þegar framkvæmdum er lokið. Þá er grundvöllur fyrir að koma upp flottu lífi þarna. Þetta er allt á framkvæmdarstigi núna.
Svo er ég með hálfsmíðað lok sem vantar að lakka og setja viftur á.
Síðan þarf meiri straum og meira life rock. Ég fæ bráðum bætiefni til þess að vinna upp á móti kalkupptöku dýranna í búrinu.
Og svo vantar soldið meiri straum á vatnið.
Þegar þetta er komið í gott stand þá get ég örugglega komið upp blómlegum vexti. Og með meira life rock þá tel ég mig geta bætt við einum Algae Blenny, sérstaklega þar sem Damselinn heldur sig mest innan um steinanna hægra meginn, það er þá bara að gera aðra gloppótta steinhrúgu fyrir blennann vinstra meginn.
Þetta er ekki ennþá alveg jafn pró og skrímslið hans DNA, en ég hef trú á því að þetta verði gott þegar framkvæmdum er lokið. Þá er grundvöllur fyrir að koma upp flottu lífi þarna. Þetta er allt á framkvæmdarstigi núna.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Þetta er allt að koma til...
Er kominn hálfa leið með að setja upp sump. Bara ég er soldið smeykur við að búa ti þetta PVC overflow dmi.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Mættir reyna að raða eins gysið og hægt er og það er mjög gott að hafa eina dælu á bakvið grjótið, aðra að framan og svo eina á yfirborðinu.
Ég sé að yfirborðið hjá þér er þakið skán sem þarf að losna við, til að fá góð loftskipti, en yfirfallið mun sjá um hana væntanlega.
Hitara snúrur og dælur má svo alveg koma haganlega fyrir svo þær sjáist sem minnst.
Ég sé að yfirborðið hjá þér er þakið skán sem þarf að losna við, til að fá góð loftskipti, en yfirfallið mun sjá um hana væntanlega.
Hitara snúrur og dælur má svo alveg koma haganlega fyrir svo þær sjáist sem minnst.
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Já, að var ein af megin ástæðunum fyrir því að yfirfallið var smíðað. (það dropaði aðeins úr því, er að laga það svo kemst það í gagnið, hafði annars ætlað að setja það upp í dag.)
Já, ég hef eina dælu sem erhægt að koma fyrir bakvið grjótið svo það hreyfist meira vatnið þar.
Annars raðaði ég aðeins betur upp hægra meginn deginum eftir að þessi mynd var tekinn svo það er mun gisnara þar núna og enn stór steinn kominn til viðbótar.
Þakka góð ráð
Það vaxar allt og dafnar, vatnsgæðin hafa mælst með besta móti.
Já, ég hef eina dælu sem erhægt að koma fyrir bakvið grjótið svo það hreyfist meira vatnið þar.
Annars raðaði ég aðeins betur upp hægra meginn deginum eftir að þessi mynd var tekinn svo það er mun gisnara þar núna og enn stór steinn kominn til viðbótar.
Þakka góð ráð
Það vaxar allt og dafnar, vatnsgæðin hafa mælst með besta móti.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur
- Alí.Kórall
- Posts: 131
- Joined: 02 Jul 2012, 16:35
- Location: Garðabær
Re: 180L Sjávarbúr - Alí Kórals
Án þess að ég sé að reyna spamma hérna, þá er ég með miklu betur tekna mynd hérna. Sem sýnir líka heilmiklar breytingar.
Yfirfallið er ekki alveg nógu kröftugt kannski til að taka alla fimunna en hún fer minnkandi. en mög hgt og bítandi.
Yfirfallið er ekki alveg nógu kröftugt kannski til að taka alla fimunna en hún fer minnkandi. en mög hgt og bítandi.
mbkv,
Brynjólfur
Brynjólfur