Ég þarf að klára hálfsmíðað lok á það sem verður með halógen kastara en það lok sem er fyrir er óviðunandi. Svo þarf ég líka að koma upp sumpi og auka hreyfinguna á vatninu. Það tvær dælur sem ég er ekki alveg viss hversu öflugar eru (en það eru hálf dauðir blettir í búrinu sem þyrfti að bæta úr held ég). Svo er ég með utanáliggjandi skimmer. En ég ætla að koma mér upp sumpi sem fyrst.
Það er eitt stykki blue damsel, ég sá hann merktan semi agressive, svo ég vildi vita svona í grófum dráttum hvað er ok að setja með svoleiðis. Svo er einbúakrabbi, turbo snigill (mér finnst turbo nafngiftin ekki eiga við), svo er einhver linkórall sem mér hefur ekki tekist að bera kennsl á (mynd fylgir). Og eitthvað sem lítur út eins og sveppir. Síðan er eitthvað smálíf eins og burstaormar og einn pínulítill krossfiskur virðist hafa lifað. enþeir voru víst um 10.
Ég ætla að koma þessu búri í flott stand og gera eitthvað töff úr því. Það vantar kannski helst að bera kennsl á kórallinn, hann virðist vera í frekar slæmu ásigkomulagi (en ég veit það ekki) svo ég geti lesið mér til um hvernig ég get dekrað við hann. Vonast til að þið getið hjálpað mér við það.
Myndir (gleymdi heildarmynd)





Hvað er nú þetta?

Einhver kórall, sem ég hef eiginlega áhyggjur af. En hann er svosem eins og ég fékk hann.


Einbúakrabbinn Skúli