Hugmyndir í 400L búr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Hugmyndir í 400L búr
Hæ hæ
Ég er með 400L búr sem ég er að spá hvort ég eigi að setja upp eða selja.
Eruði með einhverjar skemmtilegar hugmyndir um hvað ég ætti að setja í búrið? Það yrði inní stofu svo þetta þarf að vera fallegt stofustáss
Var með sjávarbúr en er hætt með það og er að spekúlera hvað ég ætti að gera.
Endilega skemmtilegar hugmyndir. Hef ekkert vit á þessu, er bara með 2 lítil búr með gúbbý í og finnst þau skemmtileg en langar að hafa stóra búrið rosa flott
Takk æðislega,
P.s. rosa gaman að lesa þræðina hér, mikill fróðleikur sem hægt er að nálgast hér
Ég er með 400L búr sem ég er að spá hvort ég eigi að setja upp eða selja.
Eruði með einhverjar skemmtilegar hugmyndir um hvað ég ætti að setja í búrið? Það yrði inní stofu svo þetta þarf að vera fallegt stofustáss
Var með sjávarbúr en er hætt með það og er að spekúlera hvað ég ætti að gera.
Endilega skemmtilegar hugmyndir. Hef ekkert vit á þessu, er bara með 2 lítil búr með gúbbý í og finnst þau skemmtileg en langar að hafa stóra búrið rosa flott
Takk æðislega,
P.s. rosa gaman að lesa þræðina hér, mikill fróðleikur sem hægt er að nálgast hér
Hæ og velkomin á spjallið.
400 l. búr er skemmtileg stærð og býður upp á marga möguleika. En hvar liggur áhuginn, eru ekki einhverjir fiskar sem heilla þig meira en annað ? Best er að litast um og skoða á netinu og ef einhver týpa af fiskum heillar mann sérstaklega, að vinna þá út frá því.
Í svona búr hentar margt og smekkur fólks er misjafn. Mér þætti skemmtilegt stofustáss 400 l. búr með 3 stórum Óskurum og stórum plegga. Óskarar eru skemmtilegir fiskar, hænast að eigenda sínum, eru forvitnir og uppátækjasamir.
400 l. búr er skemmtileg stærð og býður upp á marga möguleika. En hvar liggur áhuginn, eru ekki einhverjir fiskar sem heilla þig meira en annað ? Best er að litast um og skoða á netinu og ef einhver týpa af fiskum heillar mann sérstaklega, að vinna þá út frá því.
Í svona búr hentar margt og smekkur fólks er misjafn. Mér þætti skemmtilegt stofustáss 400 l. búr með 3 stórum Óskurum og stórum plegga. Óskarar eru skemmtilegir fiskar, hænast að eigenda sínum, eru forvitnir og uppátækjasamir.
Takk fyrir Gaman að spjalla
Já, óskararnir heilla mig ekki
Ég sé fyrir mér búr með fleiri en færri fiskum. Langar að hafa litla og stóra í bland. Annars heilla malawi síklíðurnar eins og þetta hér http://i173.photobucket.com/albums/w50/ ... G_1286.jpg held þetta sé mynd frá þér Finnst þetta hrikalega flott
Annars langar mig líka að hafa allskonar fiska og hafa neon/kardínála tetrur með og svona sambland eitthvað
Er mikið mál að halda svona búri við, þ.e. svona síklíðubúr??
En svo las ég inná fiskabur.is að dvergsíklíður geta verið með tetrum og fleirum fiskum. Spurning að fara út í það??
Anyway! Ef þú eða aðrir komust í gegnum þetta og skildu mig þá væri gaman að fá hugmyndir og þá gvað er best fyrir mig að gera fyrst
Takk takk
Já, óskararnir heilla mig ekki
Ég sé fyrir mér búr með fleiri en færri fiskum. Langar að hafa litla og stóra í bland. Annars heilla malawi síklíðurnar eins og þetta hér http://i173.photobucket.com/albums/w50/ ... G_1286.jpg held þetta sé mynd frá þér Finnst þetta hrikalega flott
Annars langar mig líka að hafa allskonar fiska og hafa neon/kardínála tetrur með og svona sambland eitthvað
Er mikið mál að halda svona búri við, þ.e. svona síklíðubúr??
En svo las ég inná fiskabur.is að dvergsíklíður geta verið með tetrum og fleirum fiskum. Spurning að fara út í það??
Anyway! Ef þú eða aðrir komust í gegnum þetta og skildu mig þá væri gaman að fá hugmyndir og þá gvað er best fyrir mig að gera fyrst
Takk takk
Afrískar sikliður, sérstaklega Malawi fiskar eru einstaklega harðgerðir og langlífir, þeir veikjast nánast ekki og þola breytt svið í vatnsgæðum, hita og sýrustigi.
400 l Afrískt búr er stórskemmtilegt, þessir fiskar eru alltaf á ferðinni og einstaklega líflegir og gefa margir sjávarfiskum ekkert eftir í litadýrð.
400 l. Malawi búr hjá mér.
Nokkrir fiskar úr mínum búrum.
400 l Afrískt búr er stórskemmtilegt, þessir fiskar eru alltaf á ferðinni og einstaklega líflegir og gefa margir sjávarfiskum ekkert eftir í litadýrð.
400 l. Malawi búr hjá mér.
Nokkrir fiskar úr mínum búrum.
Það má ýmislegt en ekki mælt með. Ýmsar sikliður úr sitthvorri heimsálfunni geta vel lifað saman en í flestum tilfellum eru fiskarnir það ólíkir í atferli og skapgerð að ekki er ráðlagt að hafa þá saman í búri.
Hér í fræðsuhorninu á spjallinu eru einhverjar greinar um sikliður sem ég hef sett saman.
Hér í fræðsuhorninu á spjallinu eru einhverjar greinar um sikliður sem ég hef sett saman.
Rosalega flott búr!! Alveg hrikalega flott!!!Vargur wrote:Afrískar sikliður, sérstaklega Malawi fiskar eru einstaklega harðgerðir og langlífir, þeir veikjast nánast ekki og þola breytt svið í vatnsgæðum, hita og sýrustigi.
400 l Afrískt búr er stórskemmtilegt, þessir fiskar eru alltaf á ferðinni og einstaklega líflegir og gefa margir sjávarfiskum ekkert eftir í litadýrð.
Hvað þarftu að sinna því mikið ca? Hvað þarf að skipta oft um vatn? Hvað eru þeir að éta? Hvað þarf ég til að byrja ef ég á ekki neitt í búrið? Eru þetta einhverjir sérstakir steinar sem þú ert með í búrinu? Get ég notað live rock úr sjávarbúri ef ég hreinsa það vel áður?
Er nauðsynlegt að hafa gróður?
Fullt af spurningum en ætla líka að lesa meira á þessari síðu, virðist vera hafsjór af upplýsingum hér
Takk fyrir það.
Þessum spurningum er sennilega öllum svarað annarstaðar á spjallinu, td. í fræðslunni.
Gróður er ekki nauðsynlegur en gerir sitt gagn.
Steinarnir eru teknir fyrir hér fyrir utan hús í grafarvoginum.
Þú getur notað live-rock en eina sem ég væri hræddur við er ef mjög hvassar brúnir eru á steinunum að fiskarnir skerist á því, þeir eru mikið fyrir að troða sér undir og á milli steina.
Fóðrið er bara venjulegt fjölbreytt fiskafóður sem inniheldur mikið grænfóður.
Ég skipti um 40-50 af vatninu á ca 2 vikna fresti, öðru hvoru skipti ég um allt að 90% af vatninu.
Ég er með 2 dælur og þríf aðra í einu á ca. 3 mánaða fresti eða þegar ég man og nenni.
Þetta búr er sennilega það búr sem þarf minnsta umhirðu og þrif af mínum búrum.
Þessum spurningum er sennilega öllum svarað annarstaðar á spjallinu, td. í fræðslunni.
Gróður er ekki nauðsynlegur en gerir sitt gagn.
Steinarnir eru teknir fyrir hér fyrir utan hús í grafarvoginum.
Þú getur notað live-rock en eina sem ég væri hræddur við er ef mjög hvassar brúnir eru á steinunum að fiskarnir skerist á því, þeir eru mikið fyrir að troða sér undir og á milli steina.
Fóðrið er bara venjulegt fjölbreytt fiskafóður sem inniheldur mikið grænfóður.
Ég skipti um 40-50 af vatninu á ca 2 vikna fresti, öðru hvoru skipti ég um allt að 90% af vatninu.
Ég er með 2 dælur og þríf aðra í einu á ca. 3 mánaða fresti eða þegar ég man og nenni.
Þetta búr er sennilega það búr sem þarf minnsta umhirðu og þrif af mínum búrum.
Maður er svo nennusamur.
Margir botfiskar eru fínir með sikliðum. Td. Ansistur, pleggar og jafnvel Sae og kínverskar glersugur í þörungaátið.
Synodontis kattfiskarnir og allar bótiur eru fínar í hreinsistörfin. Einhverjir fleiri botnfiskar henta ágætlega en þetta eru þeir helstu.
Startið ætti ekki að vera dýrt ef þú allar átt græurnar. Þá eru það bara fiskarnir og hugsanlega eitthvað annað smotterí. Meðalverð á fiskunum er um 1.500.-
Margir botfiskar eru fínir með sikliðum. Td. Ansistur, pleggar og jafnvel Sae og kínverskar glersugur í þörungaátið.
Synodontis kattfiskarnir og allar bótiur eru fínar í hreinsistörfin. Einhverjir fleiri botnfiskar henta ágætlega en þetta eru þeir helstu.
Startið ætti ekki að vera dýrt ef þú allar átt græurnar. Þá eru það bara fiskarnir og hugsanlega eitthvað annað smotterí. Meðalverð á fiskunum er um 1.500.-
Af græjum þá er ég með 4 powerhead (maxi jet 1200), 1 tunnudælu (eheim professional II 2028), held hún dæli 600 l pr klst. og svo á ég loftælu og hitara.
Er þetta ekki nóg?
Svo er ég með ljós, 4 t5 perur, allar 54W, 2 hvítar og 2 bláar. Er það of mikið ljós?? Hef verið að lesa hér og margir bara með kannski 2 38W perur
Svo þyrfti ég líka að kaupa sandinn í botninn, þarf hann ekki að vera svoldið grófur? Get ég keypt bara möl hjá sandverksmiðju og skolað hann bara vel?
En takk aftur, er að lesa þræðina á síklíðuspjallinu, bara gaman
Er þetta ekki nóg?
Svo er ég með ljós, 4 t5 perur, allar 54W, 2 hvítar og 2 bláar. Er það of mikið ljós?? Hef verið að lesa hér og margir bara með kannski 2 38W perur
Svo þyrfti ég líka að kaupa sandinn í botninn, þarf hann ekki að vera svoldið grófur? Get ég keypt bara möl hjá sandverksmiðju og skolað hann bara vel?
En takk aftur, er að lesa þræðina á síklíðuspjallinu, bara gaman
Þessi búnaður er meira en nóg, þú hefur ekkert við nema eitt powerhead að gera, tunnudælan er fín, hún dælir reyndar 1050 l/klst og er gefin upp fyrir allt að 600 l búr.
Lýsingin yrði sennilega fullmikil og þú yrðir sennilega í mikilli þörungabáráttu en það er ekkert annað en að prófa eða bara að fækka perunum.
Sandinn getur þú keypt í Björgun eða Bm Vallá, það er reyndar talsverð vinna að skola hann.
Fínn eða grófur er bara smekksatriði, ég er með fínan hjá mér.
Hver eru málin á búrinu þínu ?
Lýsingin yrði sennilega fullmikil og þú yrðir sennilega í mikilli þörungabáráttu en það er ekkert annað en að prófa eða bara að fækka perunum.
Sandinn getur þú keypt í Björgun eða Bm Vallá, það er reyndar talsverð vinna að skola hann.
Fínn eða grófur er bara smekksatriði, ég er með fínan hjá mér.
Hver eru málin á búrinu þínu ?
Rio 400 er fínt búr í svonalagað.
Eru þetta orginal Juwel ljós ?
Þú getur notað bara annað perustæðið en þá er spurning hvort lýsingin dreyfist ekki illa í búrinu. Þá er jafnvel spurning að hafa öll kveikt í styttri tíma eða kveikt bara á báðum þegar þú ert að njóta fiskanna en bara öðru þess á milli.
Þú getur líka sett eina ónýta peru í annað eða bæði ljósin.
Svo getur líka verið að þetta sé bara fínasta mál ef þetta eru ekki einhverjar sólbekkjaperur.
Ég mundi ekki nota nema eitt, max tvær 1200 straumdælur með tunnudælunni, þessir fiskar kunna ekki við sig í svo miklum straum.
Áttu ekki orginal innbyggðu dæluna úr búrinu ?
Eru þetta orginal Juwel ljós ?
Þú getur notað bara annað perustæðið en þá er spurning hvort lýsingin dreyfist ekki illa í búrinu. Þá er jafnvel spurning að hafa öll kveikt í styttri tíma eða kveikt bara á báðum þegar þú ert að njóta fiskanna en bara öðru þess á milli.
Þú getur líka sett eina ónýta peru í annað eða bæði ljósin.
Svo getur líka verið að þetta sé bara fínasta mál ef þetta eru ekki einhverjar sólbekkjaperur.
Ég mundi ekki nota nema eitt, max tvær 1200 straumdælur með tunnudælunni, þessir fiskar kunna ekki við sig í svo miklum straum.
Áttu ekki orginal innbyggðu dæluna úr búrinu ?
Nei þetta er ekki orginal ljósið. Ég keypti búrið notað og það er ekki lok á því en ég er með lampa ofan á því með þessum perum. Perurnar eru það langar að ljósið myndi dreifast alveg jafnt í búrinu þó það væri bara kveikt á 2 perum. Svo fylgdi innbyggða dælan ekki með þegar ég keypti búrið.
Annað, ef það er ekki mikill straumur, verður þá ekki meiri þörungamyndun í búrinu?
Annað, ef það er ekki mikill straumur, verður þá ekki meiri þörungamyndun í búrinu?
Lampinn er þannig að ystu 2 perurnar tengjast saman og þær í miðjunni tengjast saman En ég myndi bara skoða þetta og sjá hvernig þetta væri að koma út.
En í sjávarbúrunum skiptir máli að hafa nægan straum allsstaðar til að minnka þörungamyndun.
En takk fyrir öll svörin Gott að geta spurt hér einhvern sem veit um hvað hann er að tala
Er farið að lítast svaka vel á að prufa svona malawi búr. Ætla aðeins að hugsa málið lengur, hehe. Ef ég fer út í það fæ ég kannski einhver ráð hér um hvernig er best að byrja
Takk aftur!
En í sjávarbúrunum skiptir máli að hafa nægan straum allsstaðar til að minnka þörungamyndun.
En takk fyrir öll svörin Gott að geta spurt hér einhvern sem veit um hvað hann er að tala
Er farið að lítast svaka vel á að prufa svona malawi búr. Ætla aðeins að hugsa málið lengur, hehe. Ef ég fer út í það fæ ég kannski einhver ráð hér um hvernig er best að byrja
Takk aftur!
Fínt að nota bara 2 perur, mjög passlegt. En ég myndi splæsa í aðrar perur, bláu og hvítu sjávarperurnar eru (finnst mér) ekki nógu góðar í ferskvatnsbúr, gróður fílar þær ekki og þær eru full bjartar, lendir líklega í þörungaveseni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08