Skalaræktun!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
PéturStef
Posts: 42
Joined: 04 Jul 2007, 19:07

Skalaræktun!

Post by PéturStef »

Fyrst er svona rólegt á fiskaspjöllum landsins er best ég greini frá gangi mála hjá mér; Um daginn hrygndi Marmara skalapar hjá mér í fyrsta sinn, í byrjun voru þetta um 300-400 hrogn sem ég leyfði að vera óáreitt í búrinu því ég ætlaði ekki að fjölga hjá mér fiskum eða búrum. Fljótlega eftir að parið fór að gæða sér á hrognunum af bestu lyst, rumskaði ræktandinn í mér, og ég hentist að búrinu og náði að bjarga um 20 hrognum sem ég setti í lítið seiðabúr sem ég á, og græjaði það í snarheitum. Úr þessum 20 hrognum klöktust 13 seiði sem eru afskaplega spræk og stækka dag frá degi, enda alin upp á artemíu sem þeir hakka í sig.
Fyrir viku síðan hryngdi svo annað skalapar hjá mér (kerlingin þessi hefðbundna ljósa með svörtu rákunum en karlinn blendingur dökkbrúnn að aftan en ljós að framan) náði ég nokkrum hrognum sem ég setti saman við Marmaraseiðin, var hræddur um að þau nörtuðu í hrognin, en til allra lukku létu þau hrognin vera. Nú eru 17 Skala blendings seiði nýfarin að synda í ró og spekt með stærri seiðunum og gengur það ljómandi vel. Þau éta artemíuna með góðri lyst og verða ekki fyrir neinu ónæði frá þeim stærri. Og þetta þýðir auðvitað það að ég verð að kaupa mér stærra búr og koma greyjunum til vegs og virðingar í fiskabúraheiminum. Ég sem ætlaði að minnka við mig og hafa bara eitt stórt og fallegt búr, alltaf fellur maður í sama farið. Að hafa fiska er nefnilega lífsstíll. Góður lífsstíll
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gaman af þessu. Maður er fljótur að verða plásslaus þegar einhver ræktun er komin má fullt.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Akkurat, madur aetlar sko ekki ad fara ad koma upp einhverjum seidum en svo kemur "mamman" upp thegar their fara ad hrygna og gjota.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply