Fiskar í 240-260 l.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Fiskar í 240-260 l.

Post by Vargur »

Nú er ég svo lánsamur að fá að setja upp tvö búr í sitthvorri stofnununni, annað búrið er Juwel Rio 240 sem verður aðgengilegt frá báðum hliðum og hitt er Juwel Vision 260 sem fer upp að vegg.
Mér fannst snjall að fá smá umræður um hvað væri gaman að setja í þessi búr, fiska, gróður osf.
Fiskarnir verða að vera nokkuð auðveldir og harðgerðir.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Er ekki aðal málið með svona almennings búr að það séu litríkir og aktívir fiskar í því ?

Mér dettur fyst í hug Malawi síkliður eða skalar og gúramar ?

Svo er um að gera að hafa einn Walking catfish á botninum Minn fær allavega strax athygli þegar einhver er að sjá búrið í fyrsta sinn:
"Ojj hvað þessi er ljótur!" :P
-Andri
695-4495

Image
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Andri Pogo wrote: "Ojj hvað þessi er ljótur!" :P
hahahahha :lol: hvaða vitleysa hann er svooooo sætur :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

240 l búrið verður aðgengilegt frá báðum hliðum og því tel ég Malawi fiska ekki henta sérstaklega vel í það þar sem það er ekki stærra.
Einnig er annað 240 l búr í sama húsi eimitt með Malawi fiskum svo það væri gaman að breyta til.

Malawi sikliður koma hinsvegar til greina í Vision búrið en það eina er að það búr er 60 cm hátt þannig fiskar sem halda sig mest við botninn eru hugsanlega ekki spennandi.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

skallar og tetrur og eitthvað? Fólki finnst skallar yfirleitt gasalega flottir, og þeir eru harðgerðir... Skella svo einhverju plöntugumsi í líka.

Held amk að allir monster fiskar (t.d. óskarar) séu úr myndinni, fólk hefur venjulega ekkert sérstaklega gaman af þeim nema þekkja til.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

vision 260 ltr = skalar - tetrur - kribbapar og gróður

rio 240 ltr = gotfiskar - regnbogafiskar ?- rækjur - sniglar - ancistrur og gróður

munt þú annast viðhaldið við þessi búr eða stofnunin sjálf ? ?
spurning hvað er hægt að leyfa sér í gróðri og þvíumliku
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mun sjá um viðhald á 240 l búrinu en sennilega bara uppsetningu á 260 l. Búrin þurfa bæði að vera nokkuð einföld í umhirðu og ekki stútfull af fiski. Í báðum tilfellum er sennilega betra að vera með stærri fiska og helst hægfara og litríka, td. skala og þessháttar. 240 l búrið verður jafnvel bara gullfiskabúr.

Það væri gaman ef menn settu upp lista yfir fiska sem þeim finnist henta í búrin.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég fór í dag og setti upp 260 l Vision búrið og skoðaði aðstæður.
Smellti nokkrum risa valisnerium í búrið (surprise) og einni stórri rót.
Einhverjir fiskar fara í á mánudaginn.

Image
Eldri sonurinn og búrið

Ég er í smá kreppu með fiskana.
Búrið er á dvalarheimili fyrir alzheimer sjúklinga, flestir gestirnir sjá frekar illa og eru frekar hægir, þurfa fiskarnir helst að vera í stærri kantinum og litríkir. Ég er að hugsa um að setja í búrið nokkra stóra skala gurama og eitthvað í þeim dúr. Kannski ég ætti að hafa þetta bara gullfiskabúr.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

er þá ekki sniðugt að hafa gullfiskana í stærri kantinum? eða þurfa þeir kannski mikið stærra búr? :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jú, jú, það væri þá ætlunin, en sennilega set ég ekki gullfiska í búrið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Yellow Lab eru flottir med einhverju odru.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Í 260 l búrið fóru í dag 4 stórir skalar, 20 neon tetrur og 4 Pandabarbar í samráði við kaupendur búrsins.
Post Reply