Allt að spretta

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Allt að spretta

Post by Alí.Kórall »

Það er enginn að pósta neinu hérna svo ég ætla leyfa mér að segja aðeins frá vextinum. :wink:

Image
Yfirlitsmynd

Image
Sveppir sem ég fékk á kostakjörum hér á síðunni. :góður:

Image
t.v. Pinapple brain coral (að ég held) það er soldið erfitt að gefa honum að borða en ég er búinn að sjá nokkra nýja munna koma fram. Hann virðist ekki senda út fálmara á nóttunni eins og ég hefði búist við en hann hefur borðað brine shrimp sem ég hef skilið eftir ofan á honum.

Svo hafa þessir polyps fjölgað sér vel en ég stelst líka til að gefa þeim að borða. En ég hætti því örugglega, svo þeir yfirtaki ekki allt.

Image
Candycane sem ég keypti af SAS, það virðast einhverjir munnar vera að skipta sér og ég reyndi sérstaklega að mata þá sem höfðu ekki tekið á sig almennilega mynd.

Ég varð að setja hann á botnin því mér tókst ekki að skorða hann nægilega vel í grjótið og krabbinn var alltaf að velta honum svo hann endaði með höfuðin í sandinum, svo hann fær að vera þarna þar til þetta er orðið soldið stæðilegra.

Image
Cabbage leather coral sem ég keypti með búrinu, hann er búinn að stækka nokkuð mikið og það er að spretta fram nýr angi þarna eins og sést. Ég hafði líka klippt aðeins af honum og fraggið dafnar vel.

Image
hitt og þetta

Image
Meira af þessum flottu sveppum sem ég keypti hérna.

Image
Þessi myndarlegri toadstool og coloured polyps þarna ofan á t.h.

Image

fyrrgreint fragg sem er búið að sirka tvöfaldast í stærð á brine shrimp.


Mig langar reyndar að sjá soldið meira hvernig ykkar búr eru að þróast. :góður: Vil hvetja ykkur til að sýna okkur hinum.
mbkv,
Brynjólfur
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: Allt að spretta

Post by S.A.S. »

þetta er að verða myndalegt hjá þér :góður:
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: Allt að spretta

Post by Alí.Kórall »

S.A.S. wrote:þetta er að verða myndalegt hjá þér :góður:
Þakka þér fyrir.

Ég þykist samt vita að ég er með nokkuð öðruvísi gerð af toadstool en þessi algengasta. Minn er t.d. nokkuð frábrugðin þínum.

t.d. er hann svona eiturgrænn litur í honum eins og úr áherslupenna á stofninum og soldið flatari að ofan.

Það er einnig soldið freistandi að fóðra sveppina þar sem þeir borða á svo sérstæðan hátt.

Image
mbkv,
Brynjólfur
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Allt að spretta

Post by ulli »

Lítur vel út :góður:
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: Allt að spretta

Post by ibbman »

Þetta er geggjað hjá þér :)
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: Allt að spretta

Post by ibbman »

Hvað er búrið búið að vera lengi í gangi ?
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: Allt að spretta

Post by Alí.Kórall »

Það er búið að vera í gangi síðan um miðjan ágúst.

En það var ekki alveg hreint start. Og eiginlega flest grjótið er t.d. úr fiksabúrum þar sem það er búið að vera lengi.
mbkv,
Brynjólfur
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Allt að spretta

Post by DNA »

Þetta fer vel af stað hjá þér en ný búr eru oft óstöðug þannig að ýmislegt getur gerst og best að gera bara ráð fyrir því.
Post Reply