Komiði sæl.
Ég er búin að henda upp 60l búrinu mínu eftir næstum 10 ára hlé. Verslaði allt í það og setti af stað, en ég á eftir að velja mér fiska.
Ég get eiginlega ekki ákveðið hvað ég set í það, hugmyndin var að setja nokkra gúbba í það en mig langar að prófa eitthvað annað þar sem ég hef átt skriljón í gegnum tíðina.
Ég veit að það er ekki margt sem kemur til greina í svona lítið búr en mig langar bara að hafa fá fiska í því (fer eftir stæð auðvitað)
Eruð þið með einhverjar uppástungur að skemmtilegum tegundum sem er líklegt að finnist í dýrabúðinni á Akureyri þar sem það er eina búðin sem ég hef aðgang að.
Einu kröfurnar sem ég geri ef svo má kalla eru að þeir fjölgi sér ekki gríðarlega hratt, séu litríkir, þokkalega harðgerðir og auðvitað að þeir séu í minni kanntinum.
Ég hlusta á allar tillögur og ábendingar.
EDIT: Gæti ég kannski haft 2x dvergsiklíður í 60l?
Hvað á ég að fá mér? Valkvíði.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Hvað á ég að fá mér? Valkvíði.
Tetrur, það hlýtur að fást einhverjar tegundir af tetrum þarna, vera svo með slatta af gróðri, gæti komið flott út , veit ekki hvort þær séu nógu "harðgerðar" fyrir þig .
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Hvað á ég að fá mér? Valkvíði.
Par af þessum t.d. eða öðrum dvergsíkliðum.
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... iug6sljmp3
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... iug6sljmp3
500l - 720l.