rafmagn í búri ?

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

rafmagn í búri ?

Post by S.A.S. »

ég var að þrífa búrið hjá mér áðan. ég er með svona keðjur sem hanga fyrir ofan lokið til að hengja það í og þegar ég var með hendina ofan í búrinu fékk ég aðra keðjuna í mig og fékk ágætis stuð ??

hef heyrt um þetta vanda mál en er þetta algengt ég prófaði að slá út rafmagn kerfinu í búrinu en sammt fékk ég straum ??

er hægt að jarðtengja svona búr eða verð ég bara að fara varlega ?
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: rafmagn í búri ?

Post by DNA »

Þetta vandamál þarf að leysa og það helst strax.
Í fyrst lagi gætir þú drepist ef illa fer en þetta getur einnig farið illa í fiska og annað lífríki.
Allt sem er ekki með tvöfaldri einangrun hjá þér þarf að vera jarðtengt.

Fyrst myndi ég kanna hvort keðjan sé jarðtengd eða leiði út.
Þá mælirðu riðspennu milli keðjunnar og jarðar.
Ef það er spennumunur þarna á milli þá er útleiðsla frá keðjunni.
Þetta er ólíklegri kosturinn en möguleiki samt.

Næst er að mæla frá vatninu í jörð.
Ef það er spennumunur þarna þá er eitthvað sem er í vatninu að leiða út.
Næst er að taka helmingin af raftengdu hlutunum úr sambandi og mæla aftur.
Svona heldurðu áfram þar til uppsprettan finnst og svo hendurðu henni.

Ef þú veist ekki hvað þú ert að gera fáðu þér fagmann.

Ef útleiðslan er lítil og enginn leið að útrýma henni eru notaðar jarðtengdar títanstangir í vatnið.
Allur annar málmur eyðist mjög hratt upp og mengar vatnið

Ég var með nýja tetra dælu sem leiddi út hjá mér um daginn og sló út öryggi en algengast er að lekarofi slái út.
Það var mjög fljótlegt að finna út úr því enda útleiðslan afgerandi. Þitt mál er sennilega eitthvað torfundnara.
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: rafmagn í búri ?

Post by ibbman »

Ég set like á þetta innlegg frá DNA
Passaðu þetta vel og hafðu samband við fagmann ef rafmagnskunnátta/skilningur er lítill.
Rafmagn og saltvatn eru ágætis vinir í leiðni !
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: rafmagn í búri ?

Post by S.A.S. »

takk fyrir þetta strákar ég þarf að kanna þetta vel :góður:
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: rafmagn í búri ?

Post by S.A.S. »

ég fann út að straumdæla sem ég var að vesenast með þegar ég fékk straum leiðir út. biluninn lísti sér þannig að þegar hún var búinn að ganga í sirka 15min fór rótorinn að skoppa í henni ég setti hana í sjúkra búr sem ég er með (tómt með sjó) og þegar ég setti rafmagns mælirinn í þá hækkuðu Voltin með tímanum og fóru yfir 100 V Ac (spes :shock: ) mæli með að menn mæli búrin sín ! ég komst einnig að ljósin hjá mér leiða örlítið út en er það ekki rétt hjá mér að útleiðsla er mjög algeng í sjávarbúrum hvað hafa mælingar hjá ykkur verið að sýna eða svona þeir sem hafa mælt það á annaðborð :) ?. búrið hjá mér mælist 6-9v Ac sem ég býst við að sé enn of mikið en samt betra en HUNDRAÐ !! :shock:

smá svona af eigin reynslu mæli EKKI !! með Hydro korilia ég er búinn að missa tvær 5200 Lh á innan við 7 mánuðum sem voru keyptar nýjar ekki nema ég hafi bara verið svona órtúlega óheppin

annars er ég með 2 lítið notaðar hydro korilia til sölu sér varla á þeim geta nýst vel í pyntingar eða sem tazer ef menn eru nálægt innstungu.
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Re: rafmagn í búri ?

Post by ibbman »

Þarf að mæla búrið hjá mér, ég er einmitt með 2x svona hydro dælur...
Var með 2 svona sem skemmdust á ca 2 vikum og fékk nýjar í staðinn sem eru í búrinu nuna.
Mér var eitt sinn sagt það að americaninn væri soldið í því að jarðtengja fiskabúrin hjá sér, væri gaman að vita hvort fólk hafi gert það hérna heima
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: rafmagn í búri ?

Post by ulli »

Jarðteingdi mitt í Ofnakerfið.
Var eh að leða út 12v..
S.A.S.
Posts: 229
Joined: 14 Jul 2011, 19:11

Re: rafmagn í búri ?

Post by S.A.S. »

já ég efa að vinir mínir í húsasmiðjuni sem eiga stundum varla naggla, að þeir liggji með títan jarðtengi skaut :D
Post Reply