Sniglar...

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
mundi74
Posts: 48
Joined: 03 Apr 2012, 10:18

Sniglar...

Post by mundi74 »

Er allt í einu kominn með fullt af svona sniglum í búrið. Skil ekki hvaðan þeir koma, þar sem ég hef ekki keypt gróður eða slíkt svo mánuðum skiptir. Getur þetta komið með nýjum fiskum??? Þessir halda sig mest í sandinum á botninum. Ég vil helst ekki hafa þá, þó trúlega séu þeir meinlausir, eða hvað? Hvernig losnar maður við þá?

Góð ráð vel þegin...
Attachments
tn_sandsnigill.jpg
tn_sandsnigill.jpg (11.17 KiB) Viewed 5283 times
_________________

90l Fluval Roma
54l Rena
Emilsson
Posts: 66
Joined: 28 Jun 2010, 21:26
Location: Keflavík

Re: Sniglar...

Post by Emilsson »

Lennti í svipuðu atviki fyrir ekki svo löngu síðan, til þess að losna við þetta er hægt að fá sér assassin snails þeir fjölga sér ekki eins hratt og þessir en einnig er hægt að minka fóðurgjöf (ég gerði það) og á nokkrum vikum þá voru þeir útdauðir í búrinu og ég hef ekki séð þá síðan :) ég veit ekki hvort þeir geti komið með fiskum hef ekki séð neitt um það allavega en þeir koma mjög oft með plöntum og til þess að koma í veg fyrir það er hægt að setja plöntur í bleyti í saltvatni í sirka 10 min áður en þær eru settar í búrið( bara að passa að skola saltvatnið vel af áður en þær fara í búrið) vona að þetta hafi hjálpað eithvað :)
84l. Rena
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Sniglar...

Post by prien »

Veit ekki til annars en að þeir séu meinlausir.
Ef þú ert með mikið af þeim, þá er auðvitað aukið Bioload í búrinu og minnka þá fóðurgjöf.
Mér hefur fundist ganga mjög hægt hjá Assasin snails að ganga frá þessum sniglum, þar sem mér skilst að þeir fari frekar í annað fóður ef það er í boði.
Annars gera þeir líka gagn þessir sniglar, þar sem þeir hreyfa við botnlaginu, ekki ósvipað og áðnamaðkar gera í mold.
Ég fékk mér Botia Striata og hurfu þessir sniglar á u.þ.b. tveimur vikum.
500l - 720l.
Post Reply