Þú getur sett nánast allar Malawi sikliður í 240 lítra búr, best væri þó að halda sig við Mbuna fiskana sem verða sjaldnast stærri en 10-12 cm en sleppa Utaka fiskunum eins og td. Haplochromis og fleiri tegundum sem verða fullstórir fyrir 240 l.
Ég er nú bara með 200 lítra búr og í því hafa búið Yellow lab, Zebrar og fuelliborni án vandkvæða síðustu 7 ár. Mest voru einhver 15 stykki af fiskum í búrinu í einu en það var að vísu helst til mikið af því góða.
Ég mæli einlæglega með malawi síklíðunum þær eru harðgerðar og verða sjaldan veikar,því fylgir þeim mikið minna stúss en hinum hefðbundnu fiskum s.s. guppy, tetrum, molly og platty sem ég hef átt áður. Fyrir utan náttúrlega hvað þær eru fjölbreyttar og gull fallegar
Í 180 l búri er ágætt að vera með um 15 fiska en þá er betra að vanda aðeins valið á fiskunum, td. hafa fleiri fiska að sömu tegund eða velja rólegar týpur.