Tunnudæla fyrir sjávarbúr?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Tunnudæla fyrir sjávarbúr?

Post by Alí.Kórall »

Sælir,

Ég er með 180L búr og 50L sump, slatta af LR, skimmer og svo á ég von á allskonar media og kóral kurli til að bæta hreinsunina hjá mér.

Hvernig væri að bæta tunnudælu við? Það væri að öllum líkindum til bóta en væri ávinningurinn mikill eða smávægilegur?
mbkv,
Brynjólfur
User avatar
kristjan
Posts: 154
Joined: 28 Jul 2010, 20:19
Location: hveragerdi

Re: Tunnudæla fyrir sjávarbúr?

Post by kristjan »

Ég myndi ráðleggja þér að sleppa alveg tunnudæluni. Hún er bara til vandræða þar sem í henni safnast drulla sem eykur nitrate framleiðslu. Það er að vísu hægt að sjá til þess að þetta gerist ekki með því ða þrífa hana MJÖG reglulega en það er bara hellings vinna fyrir lítinn ágóða þar sem lífræna niðurbrotið fer fram í grjótinu og skimmerinn, ef hann er nógu öflugur, á að sjá um restina ásamt því sem regluleg vatnsskipti gera.

Ég var sjálfur með tunnudælu til að byrja með og það gekk ekkert upp þangað til ég losaði mig við hana og fékk mér sump með próteinskimmer.

Mjög sjaldgæft er að menn séu með tunnudælur við sjávarbúr og þegar svo er er þeim yfirleitt skipt út mjög fljótlega vegna þessara aukavinnu sem ekki skilar sér í bættum vatnsgæðum.
350 l. Juwel saltvatnsbúr
User avatar
Alí.Kórall
Posts: 131
Joined: 02 Jul 2012, 16:35
Location: Garðabær

Re: Tunnudæla fyrir sjávarbúr?

Post by Alí.Kórall »

kristjan wrote:Ég myndi ráðleggja þér að sleppa alveg tunnudæluni. Hún er bara til vandræða þar sem í henni safnast drulla sem eykur nitrate framleiðslu. Það er að vísu hægt að sjá til þess að þetta gerist ekki með því ða þrífa hana MJÖG reglulega en það er bara hellings vinna fyrir lítinn ágóða þar sem lífræna niðurbrotið fer fram í grjótinu og skimmerinn, ef hann er nógu öflugur, á að sjá um restina ásamt því sem regluleg vatnsskipti gera.

Ég var sjálfur með tunnudælu til að byrja með og það gekk ekkert upp þangað til ég losaði mig við hana og fékk mér sump með próteinskimmer.

Mjög sjaldgæft er að menn séu með tunnudælur við sjávarbúr og þegar svo er er þeim yfirleitt skipt út mjög fljótlega vegna þessara aukavinnu sem ekki skilar sér í bættum vatnsgæðum.
Ok var bara að velta þessu fyrir mér þar sem ég sá góða á mjög góðu verði.

Semsagt lítill ávinningur fyrir mikla vinnu.

Þá held ég að ég hafi þetta bara eins og þetta er, nema ég á von á seachem purigen, phosguard og kolum, sem ég skelli þá bara í sumpinn.

takk takk :góður:
mbkv,
Brynjólfur
Post Reply