Ég las einhversstaðar að gott væri að veiða fiska upp úr búri þegar þeir eru sofandi. Ég vissi þá ekki að þeir svæfu, þeir geta allavega ekki lokað augunum.
Málið er að láta vera slökkt hjá þeim í einhvern tíma og þá færist yfir þá ró og er eins og þeir séu í dvala.
Ég ætlaði að prófa þetta áðan og ná seiðafullu hrygnunni upp úr. Ég opna búrið og kveiki ljósið, fiskarnir eru allir í móki, en hrygnan sést ekki. Hún heldur sig alltaf á sama svæðinu og hefur því væntanlega lagt sig á góðum felustað.
Það er svolítið skondið að sjá Óskar liggjandi sofandi hálf skakkan á botninum, hallandi sér upp að viðarbút svo hann fari ekki alveg á hliðina.
Er erfitt að veiða fiskinn upp úr búrinu?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Er erfitt að veiða fiskinn upp úr búrinu?
Last edited by Rodor on 30 Jul 2007, 23:34, edited 1 time in total.
Ég hefði átt að reyna þetta þegar ég var að færa zebra hrygnuna mína úr aðalbúrinu í uppeldisbúrið ég var í góðar 45 mínútur að ná henni Endaði á að rífa allan gróður og grjót upp úr búrinu og það var nú engin smá vinna að taka það uppúr og koma því svo aftur fyrir. Ég er reyndar komin algerlega úr æfingu við svona fiskveiðar hef ekki þurft að veiða fisk úr búrinu í 4-5 ár þ.e.s síðan ég veiddi mömmu hennar upp úr.