Hvers konar mælir er þetta?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Hvers konar mælir er þetta?

Post by Ólafur »

Var að vafra um á ebay og rakst á mælir sem mælir TDS fyrir fiskabúr
Fyrir hvað stendur þessi skammstöfun "tds"


Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Re: Hvers konar mælir er þetta?

Post by prien »

500l - 720l.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Hvers konar mælir er þetta?

Post by Ólafur »

Takk fyrir þessa ábendingu :)
Eru einhverjir að nota svona mælir hér?
Og hvað nákvæmlega segir hann,er vatnið hart,mjukt,mengað,hreint eða hvað?
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Hvers konar mælir er þetta?

Post by Squinchy »

TDS mælir er notaður við RO(Reverse osmosis) og RODI (Reverse Osmosis with De Ionazing) búnað, aðalega notað af fólki með saltvatns búr.

Hann segir til um hvort RO membran sé að virka rétt með því að filtera öll snefilefni úr krana vatninu

Meira hér!
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hvers konar mælir er þetta?

Post by keli »

Þetta er mikið notað í ræktun líka, t.d. eru discusar og margar L-ryksugur picky á þetta. Einnig er tds notað mikið í gróðurrækt (vatnsrækt), en þá er hægt að nota þetta til að mæla næringu í vatninu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Hvers konar mælir er þetta?

Post by Ólafur »

Takk fyrir þetta. já þessi mælir er frekar flokin ef maður er ekkert inni efnafræðini en hann er á mannamáli leiðnimælir og mælir leiðni á milli pósetivum og negativum jónum. En það er bara brot af þvi sem maður verður að reyna skilja til að geta lesið mælirinn. Maður dýfir honum i vatn og upp kemur einhver tala sem er i (ppm) og þessi tala segir manni eitthvað til um vatnið.
Þennan mælir langa mig til að skilja og legg mig fram i að lesa upplýsingarnar um hann hér á netinu en ef einhver hér er að nota svona mælir i sambandi við ferskvatnsbúr má hann alveg koma með grein á mannamáli um tilgang og noktun á honum :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Hvers konar mælir er þetta?

Post by Ólafur »

Pantaði svona mælir til prufu. Spennandi 8)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Hvers konar mælir er þetta?

Post by Squinchy »

Hvernig mælir pantaðir þú, link :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Hvers konar mælir er þetta?

Post by keli »

Lítið gagn í ppm þar sem flestir mælar mæla EC en converta svo í ppm. Þessi stuðull er svo mismunandi milli mæla (framleiðenda) og mikilvægt að vita. Nema mælirinn geti sýnt EC mælingar líka.

Ég er með mæli sem mælir pH og EC í einu tæki, er frekar hrifinn af honum. Nota hann í tómata- og chili ræktunina mína :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Hvers konar mælir er þetta?

Post by Ólafur »

Já Keli gott að vita þetta.

Nú er mælirin komin og ég er búin að prófa.
Kranavatnið mælist 115 ppm
Búrvatnið mælist 237 ppm

Þessar niðurstöður eru samkvæmt þvi sem ég er búin að lesa á netinu alveg viðunandi. Gefur visbendingu um hversu hreint/skitugt vatnið er.
Eða hvað?
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Post Reply